Fréttir

Fréttamynd

Fráveitan inn í Orkuveituna

Lagt hefur verið til innan borgarkerfisins að gera Fráveituna að hluta af Orkuveitu Reykjavíkur og eru miklar líkur á að það verði að veruleika. Fráveitan kemur þá við hlið Vatnsveitunnar og Hitaveitunnar innan Orkuveitunnar og hefur sömu stöðu og þær í skipuritinu.

Innlent
Fréttamynd

Flýðu eftir að hafa velt bíl

Bíll valt á aðrein af Miklubraut niður á Reykjanesbraut í nótt. Ökumaður og farþegi komust út úr bílnum og tóku til fótanna. Lögreglan hafði nokkru síðar uppi á ökumanninum sem reyndist vera ölvaður og nokkru síðar uppi á farþeganum. Þeir verða látnir sofa úr sér í fangageymslum og yfirheyrðir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Misþyrmdi konu og bað hennar svo

Indversk hjúkrunarkona sem var misþyrmt og nauðgað af samstarfsmanni á sjúkrahúsinu þar sem þau störfuðu hefur hafnað boði hans um að kvænast henni. Nauðgaranum fannst þetta höfðinglegt boð þar sem enginn myndi vilja giftast konunni eftir það sem hann gerði henni. Hann vonaðist til að það myndi stytta dóminn sem hann fengi en hann var dæmdur í ævilangt fangelsi eftir hryggbrotið.

Erlent
Fréttamynd

Sjóvá greiði sekt vegna samráðs

Úrskurðarnefnd samkeppnismála hefur úrskurðað að Sjóvá-Almennum beri að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 27 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. Upphaflega beindist rannsókn Samkeppnisstofnunar að þremur tryggingafélögum, VÍS, Tryggingamiðstöðinni og Sjóvá-Almennum. Félögin höfðu haft samráð um uppsetningu nýs tjónamatskerfis og hversu mikla verðhækkun það ætti að hafa í för með sér.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öll olíufélögin búin að borga

Bæði Ker, eignarhaldsfélag Essó og Olís hafa nú fylgt í fótspor Skeljungs og lokið við að borga stjórnvaldssekt vegna ólöglegs samráðs olíufélaganna. Þetta ákváðu félögin að gera eftir að fjármálaráðuneytið synjaði beiðni þeirra um að fá að leggja fram bankaábyrgð þar til niðurstaða dómstóla liggur fyrir í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Blair með pálmann í höndunum

Bretar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýtt þing. Þótt allt útlit sé fyrir öruggan sigur Verkamannaflokksins hefur lokasprettur kosningabaráttunnar verið snarpur.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei minni stuðningur við innrás

Nærri sextíu prósent Bandaríkjamanna telja það hafa verið mistök að ráðast inn í Írak, samkvæmt nýrri skoðanakönnun <em>Gallup, CNN og USA Today</em>. Stuðningur við innrásina hefur aldrei mælst minni í Bandaríkjunum. 56 prósent landsmanna telja að ástandið á Bandaríkjaher í Írak nú sé slæmt og er það einnig mun hærra hlutfall en í fyrri könnunum.

Erlent
Fréttamynd

Sögðu Blair hryðjverkamann

Íraksstríðið tröllríður umræðunni síðustu stundirnar fyrir kosningarnar og gæti því haft áhrif á þessa óákveðnu og óvissu kjósendur. Það skapaðist uppnám í breskum smábæ þegar Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi Íraksmálið við reiða og herskáa breska múslíma, sem lýstu Blair sem morðóðum hryðjuverkamanni.

Erlent
Fréttamynd

Handtóku frænda Saddams

Íröksk yfirvöld greindu frá því í dag að þau hefðu handsamað frænda Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, en hann er grunaður um vera í hópi uppreisnarmanna í landinu. Aymen Sab'awi var handtekinn nærri Tíkrít, heimabæ Saddams, ásamt nokkrum öðrum uppreisnarmönnum og höfðu þeir sprengiefni í fórum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Nýr safnstjóri

Hafþór Yngvason hlaut í gær einróma tilnefningu menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í stöðu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. Þar með samþykkti ráðið tillögu ráðgjafahóps sem mælti með Hafþóri í stöðuna með fulltingi ráðningarskrifstofu IMG Mannafla Liðsauka. Alls voru tuttugu umsækjendur um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Enn stefnt að afgreiðslu

Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður menntamálanefndar Alþingis, segir enn stefnt að því að afgreiða frumvarp um Ríkisútvarpið á yfirstandandi þingi. "Við höldum áfram vinnu við frumvarpið í nefndinni fyrir og eftir helgi og gerum breytingar á því reynist það nauðsynlegt."

Innlent
Fréttamynd

Blair siglir sigurbyr

Enda þótt allmargir kjósendur séu ósáttir við Tony Blair þá bendir allt til að Verkamannaflokkur fái endurnýjað umboð til að stórna Bretlandi næsta kjörtímabil. Bretar ganga að kjörborðinu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Mikill jarðgangaáhugi á þingi

Verktökum verður frjálst að nota risaborvélar, eins og nú eru í Kárahnjúkum, við borun vegganga. Þetta sagði samgönguráðherra í svari við einni af fjórum fyrirspurnum um jarðgöng sem hann svaraði á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Borg ekki afhent vegna deilna

Ísraelsmenn hafa frestað því um óákveðinn tíma að fela palstínskum sveitum að gæta öryggis í þriðju borginni af fimm á Vesturbakkanum sem Palestínumenn eiga taka við. Ísraelar segja ástæðuna vera þá að Palestínumenn hafi ekki afvopnað um 50 uppreisnarmenn í borgunum Tulkarm og Jeríkó sem þeir tóku við í marsmánuði.

Erlent
Fréttamynd

Öll tilboð reyndust yfir áætlun

Öll þrjú tilboðin sem bárust í breikkun gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar reyndust töluvert yfir kostnaðaráætlun. Það verður þó ekki til að seinka verkinu.

Innlent
Fréttamynd

Tíu létust í sprengingu í Sómalíu

Tíu manns létust þegar sprengja sprakk á knattspyrnuvelli í Sómalíu í gær. Forsætisráðherra landsins hélt ræðu á vellinum þegar sprengjan sprakk en hann slapp ómeiddur sem og allir embættismennirnir sem voru í fylgd með honum. Um það bil 60 manns slösuðust, flestir í troðningnum sem átti sér stað í kjölfar sprengingarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Kjörseðlar enn ósendir

Nokkur hundruð félagar í Samfylkingunni eiga enn eftir að fá kjörseðilinn sinn til að kjósa í formannsslagnum, og verður hann sendur út á morgun, að sögn Flosa Eiríkssonar, formanns kjörstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra gripinn vegna svikamáls

Fyrrverandi kjarnorkumálaráðherra Rússlands hefur verið handtekinn í Sviss að kröfu bandarískra stjórnvalda. Jevgení Adamov er gefið að sök að eiga aðild að svikamáli, en Bandaríkjamenn telja hann bera ábyrgð á hvarfi tíu milljóna dollara sem sendar voru til Rússlands til að borga fyrir aukið öryggiseftirlit við kjarnorkuver víða í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Ekki sóttir til saka vegna klúðurs

Klúður þýskra yfirvalda og ónógur rökstuðningur íslensku lögreglunnar veldur því að tveir Íslendingar sem handteknir voru vegna smygls á miklu magni af marijúana og kókaíni verða ekki sóttir til saka.

Innlent
Fréttamynd

Fornminjar og margmiðlun

Elsta mannvirki Íslandssögunnar verður til sýnis næsta vor þegar búið verður að forverja mannvistarleifarnar við Aðalstræti. Rústin og fornleifarnar verða aðalatriðið en auk þess verður margmiðlunarsýning sem gerir grein fyrir því sem lesið hafi verið úr rústinni og aflað með rannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Lögregluumdæmi samræma forvarnir

Til stendur að koma upp gagnabanka á vegum Ríkislögreglustjóra sem forvarnaraðilar geta sótt í og nýtt til að ná betri árangri í sínu starfi. Þetta kom fram á aðalfundi "Vertu til!" sem er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lýðheilsustöðvar um forvarnir var haldinn öðru sinni í Salnum í Kópavogi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vaknaði úr dái eftir 10 ár

Bandarískur slökkviliðsmaður, sem hafði verið í dái í næstum því tíu ár, hefur náð undraverðum bata. Slökkviliðsmaðurinn hafði setið þögull í hjólastól sínum svo árum skipti eftir að hafa lent undir braki byggingar og slasast alvarlega þegar þak sem hann var að reyna að slökkva í hrundi árið 1995. Á laugardaginn kom maðurinn hins vegar öllum á óvart og bað um að fá að tala við konuna sína.

Erlent
Fréttamynd

Vitnisburðir lagðir til hliðar

Hæstiréttur ómerkti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur gegn Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans. Héraðsdómur hafði úrskurðað manninn sekan um skjalafals og fjársvik og dæmt hann til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar.

Innlent
Fréttamynd

Oppfeldt ákærður

Danski stjórnmálamaðurinn og fyrrverandi þingmaðurinn Flemming Oppfeldt hefur verið ákærður fyrir að hafa haft kynmök við dreng sem ekki var orðinn lögráða.

Erlent
Fréttamynd

Barist um hvert atkvæði

Eftir sólarhring ættu fyrstu útgönguspár að liggja fyrir í Bretlandi, en enn þá er barist um hvert einasta atkvæði. Meðaltal kannana dagsins bendir til þess að forskot Verkamannaflokksins sé dágott, um níu prósent, og meirihluti Blairs er tryggur gangi þetta eftir. Það er hins vegar enn þá sólarhringur eftir og óákveðnir eru um átta prósent. Ef þeir eru teknir með í reikninginn sem segjast enn geta skipt um skoðun er þriðjungur kjósenda í spilinu.

Erlent
Fréttamynd

Sjóvá greiði 27 milljónir

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti í gær úrskurð samkeppnisráðs um að Sjóvá-Almennar tryggingar hf. skuli greiða 27 milljóna króna stjórnvaldssekt vegna brots á 10. grein samkeppnislaga.

Innlent
Fréttamynd

Starfsendurhæfing í forgang

"Já, ég tel þetta mjög áríðandi mál og til mikils að vinna," sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra , spurður um hvort uppbygging starfsendurhæfingar væri eitt af forgangsmálum hjá stjórnvöldum nú.

Innlent
Fréttamynd

Norðurljós selja 10 prósent

Norðurljós seldu í gær um tíu prósenta hlut í Og fjarskiptum, síma- og fjölmiðlasamsteypunni, fyrir 1,9 milljarða króna. Viðskiptin fóru fram á genginu 4,23 og voru liður í greiðslu til hluthafa í Norðurljósum vegna lækkunar á hlutafé félagsins.

Viðskipti innlent