Erlent

Borg ekki afhent vegna deilna

Ísraelsmenn hafa frestað því um óákveðinn tíma að fela palstínskum sveitum að gæta öryggis í þriðju borginni af fimm á Vesturbakkanum sem Palestínumenn eiga taka við. Ísraelar segja ástæðuna vera þá að Palestínumenn hafi ekki afvopnað um 50 uppreisnarmenn í borgunum Tulkarm og Jeríkó sem þeir tóku við í marsmánuði. Um það var samið þegar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, lýstu yfir vopnahléi í í febrúar síðastliðnum að Palestínumenn tækju við öryggisgæslu í fimm borgum á Vesturbakkanum af Ísraelsher. Nú virðist hins vegar snurða hlaupin á þráðinn þegar verkið er hálfnað og sagði Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, í dag að ekki væri búið að ákveða hvenær Palestínumenn tækju við þriðju borginni, Qalqilya. Palestínsk yfirvöld hafa ekki viljað fallast á það að afvopna alla herská uppreisnarmenn og hafa tekið suma inn í öryggissveitir sínar, en samkvæmt samkomulaginu eiga þau líka að gæta öryggis í borgunum Ramallah og Betlehem  í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×