Mikill jarðgangaáhugi á þingi 4. maí 2005 00:01 Verktökum verður frjálst að nota risaborvélar, eins og nú eru í Kárahnjúkum, við borun vegganga. Þetta sagði samgönguráðherra í svari við einni af fjórum fyrirspurnum um jarðgöng sem hann svaraði á Alþingi í dag. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra byrjaði reyndar á því að vekja athygli á þessum mikla jarðgangaáhuga. Hann sagði í dag svaraði hann sex fyrirspurnum, en fjórar þeirra snerust um jarðgöng. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, spurði hvort ráðherra hefði kannað kosti þess að nýta risabora eins og eru nú við Kárahnjúka við gerð lengri vegganga á Íslandi. Ráðherrann svaraði því til að verktökum yrði frjálst að nota þá tækni sem þeir vildu til að gera sem ódýrust göng. Þegar kæmi að útboði næstu jarðganga gæfist verktökum færi á að nýta og bjóða fram þá tækni sem þeir teldu henta. Þingmenn nefndu jarðgangafernu á Miðausturlandi, milli Norðfjarðar, Eskifjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs og einnig Vaðlaheiðargöng. Næsta fyrirspurn var frá Kristni H. Gunnarssyni, sem spurði hvernig miðaði undirbúningi að jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Ráðherra lýsti því yfir að þau væru næst í röðinni. Þingmenn nefndu að samhliða yrði að ákveða göng undir Dynjandisheiði. Kristinn H. spurði einnig um jarðgöng til Bolungarvíkur. Ráðherra líst vel á þau. Hann sagði að ef litið yrði til framtíðar væri ekki ólíklegt að jarðgöng myndu leysa Óshlíðarveg af hólmi. Þingmenn nefndu líka Súðavíkurgöng. Þá spurði Kristinn H. hvort leiðinni um Strákagöng til Siglufjarðar yrði haldið opinni allt árið eftir að Héðinsfjarðargöng væru komin og varð úr snörp rimma, aðallega milli stjórnarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi þá hins vegar fyrir tvískinnung. Hann sagði að þetta væru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem sem væri með í höndunum vegaáætlun sem væri skorin niður um tæpa sex milljarða króna á þriggja ára tímabili. Honum fyndist að það hlytu að vera einhver takmörk fyrir því hversu langar umræður og margar fyrirspurnir menn gætu lagt fram um óskalista sína þegar þeir bæru á því pólitíska ábyrgð að skera niður framlög til vegamála. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Verktökum verður frjálst að nota risaborvélar, eins og nú eru í Kárahnjúkum, við borun vegganga. Þetta sagði samgönguráðherra í svari við einni af fjórum fyrirspurnum um jarðgöng sem hann svaraði á Alþingi í dag. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra byrjaði reyndar á því að vekja athygli á þessum mikla jarðgangaáhuga. Hann sagði í dag svaraði hann sex fyrirspurnum, en fjórar þeirra snerust um jarðgöng. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, spurði hvort ráðherra hefði kannað kosti þess að nýta risabora eins og eru nú við Kárahnjúka við gerð lengri vegganga á Íslandi. Ráðherrann svaraði því til að verktökum yrði frjálst að nota þá tækni sem þeir vildu til að gera sem ódýrust göng. Þegar kæmi að útboði næstu jarðganga gæfist verktökum færi á að nýta og bjóða fram þá tækni sem þeir teldu henta. Þingmenn nefndu jarðgangafernu á Miðausturlandi, milli Norðfjarðar, Eskifjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs og einnig Vaðlaheiðargöng. Næsta fyrirspurn var frá Kristni H. Gunnarssyni, sem spurði hvernig miðaði undirbúningi að jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Ráðherra lýsti því yfir að þau væru næst í röðinni. Þingmenn nefndu að samhliða yrði að ákveða göng undir Dynjandisheiði. Kristinn H. spurði einnig um jarðgöng til Bolungarvíkur. Ráðherra líst vel á þau. Hann sagði að ef litið yrði til framtíðar væri ekki ólíklegt að jarðgöng myndu leysa Óshlíðarveg af hólmi. Þingmenn nefndu líka Súðavíkurgöng. Þá spurði Kristinn H. hvort leiðinni um Strákagöng til Siglufjarðar yrði haldið opinni allt árið eftir að Héðinsfjarðargöng væru komin og varð úr snörp rimma, aðallega milli stjórnarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi þá hins vegar fyrir tvískinnung. Hann sagði að þetta væru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem sem væri með í höndunum vegaáætlun sem væri skorin niður um tæpa sex milljarða króna á þriggja ára tímabili. Honum fyndist að það hlytu að vera einhver takmörk fyrir því hversu langar umræður og margar fyrirspurnir menn gætu lagt fram um óskalista sína þegar þeir bæru á því pólitíska ábyrgð að skera niður framlög til vegamála.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira