Fréttir

Fréttamynd

Gríðarlegur fjöldi mótmælti

Á annað hundrað þúsund andstæðingar brotthvarfs Ísraela af landnemabyggðum á Gaza og hluta Vesturbakkans streymdu inn í gamla borgarhluta Jerúsalem í gærkvöldi. Þar tók fólkið til við að biðja og mótmæla brotthvarfinu.

Erlent
Fréttamynd

Eiginkona Pinochets handtekin

Lucia Hiriart, eiginkona Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, var handtekin á sjúkrahúsi í Santiago í dag. Dómari gaf út handtökuskipan á eiginkonu Pinochets vegna meintra skattalagabrota. Við rannsókn málsins kom í ljós að Hiriat hafði aðgang að leynilegum bankareikningum Pinochets sem stjórnaði Chile með mikilli hörku á árunum 1973-1990.

Erlent
Fréttamynd

Strætó býður upp á Skólakort

Strætó hefur tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki upp á sérstakt Skólakort frá og með 15. ágúst nk. Skólakortið tekur mið af skólaárinu en er gert til að koma til móts við óskir og þarfir skólafólks og annarra, sem nota strætisvagnana reglulega, um hagkvæman og ódýran ferðakost og gildir það allan veturinn.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumenn glæpsamlegastir

Lögreglumenn eru efstir á lista þeirra starfsstétta sem Rússar telja vera þá glæpsamlegustu. 38% aðspurðra töldu það, en næstir í röðinni komu embættismenn ríkisins. Þjófar og stigamenn voru í þriðja sæti en nokkuð langt frá tveimur efstu stéttunum.

Erlent
Fréttamynd

Besta FH lið sem ég hef séð

"Þetta er besta FH lið sem ég hef séð frá því ég fæddist," sagði Tryggvi Rafnsson Guðfaðir Hafnarfjarðarmafíunnar, stuðningsmannaklúbbs FH í samtali við Vísi.is eftir að liðið burstaði Grindavík í kvöld 8-0. Tryggvi þorir ekki að fagna Íslandsmeistaratitlinum strax en segir þó að þeir þurfi að vera algjörir aular til að klúðra þessu upp úr því sem komið er.

Sport
Fréttamynd

Karfaveiði ekki lélegri í mörg ár

Úthafskarfavertíðin á Reykjaneshrygg er einhver sú lélegasta um margra ára skeið og hefur afli á togtíma verið minni en menn þekkja til. Það á bæði við um íslensku og erlendu togarana. Ljóst er að tap hefði orðið af veiðunum ef afurðaverðið hefði ekki rokið upp úr öllu valdi og væri allt að 80 prósentum hærra en á vertíðinni í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Kona enn þungt haldin eftir slys

Þjóðvegurinn við Hallormsstaðarskóg var lokaður alveg fram undir miðnætti vegna umferðarslyssins sem varð þar síðdegis í gær þar sem tveir menn fórust. Kona, sem ók fólksbílnum sem þeir voru í, liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún gekkst undir aðgerð í nótt og aftur nú laust fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýna byggðaáætlun

"Fá bæjarfélög hafa á undanförnum árum orðið fyrir öðrum eins áföllum í atvinnulífinu og við," segir Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms. "Þrátt fyrir það höfum við nær enga aðstoð fengið frá Byggðastofnun."

Innlent
Fréttamynd

Safna fé fyrir þurfandi í Níger

Skrifstofa SOS-barnaþorpanna hefur hafið söfnun hér á landi til bjargar þeim íbúum Afríkuríkisins Níger sem þjást vegna hungursneyðar. Talið er að allt að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eigi um sárt að binda vegna hungursneyðarinnar, en hana má fyrst og fremst rekja til uppskerubrests í síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Tékknesku forsetahjónin í heimsókn

Forseti Tékklands, Václav Klaus, og frú Livia Klausová, eiginkona hans, munu koma hingað til lands í opinbera heimsókn þann 21. ágúst næstkomandi í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Auk forsetans verða utanríkisráðherra Tékklands og nokkrir embættismenn með í för.

Innlent
Fréttamynd

Pallbíll á kaf í Jökulsá

Lítll pallbíll á vegum Slippstöðvarinnar á Akureyri fór út af veginum við Jökulsá við Kárahnjúka skömmu eftir hádegið með þeim afleiðingum að hann stakkst á bólakaf í ána. Mikið mildi þykir að ekki fór verr en raun bar vitni þar sem fjórir voru í bílnum þegar atburðurinn átti sér stað. Fólkið komst út úr bílnum af eigin rammleik og þaðan í land.

Innlent
Fréttamynd

Handtóku grunaða hryðjuverkamenn

Lögreglufyrivöld í Tyrklandi hafa handtekið 10 manns grunaða um aðild að hryðjuverkasamtökunum al-Qaida. Talið er að fólkið hafi ætlað að leggja á ráðin um hryðjuverk í ísraelsku skemmtiferðaskipi undan ströfndum Tyrklands. Handtökurnar fóru fram fyrir nokkrum dögum í Antalya-héraði við Miðjarðarhaf, en í héraðinu eru margir af vinsælustu ferðamannastöðum Tyrklands.

Erlent
Fréttamynd

Atkvæðagreiðsla um samninga kærð

Framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna hefur verið kærð til félagsmálaráðuneytisins. Kærandi telur að um tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni sé að ræða. Atkvæðagreiðslan sé því ógild og efna þurfi til nýrra kosninga. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vonirnar fara dvínandi

Björgunarsveitir náðu í gær upp líki eins námuverkamannsins sem festist í kolanámugöngum í sunnanverðu Kína. 122 manns eru ennþá ofan í 480 metra djúpum göngunum sem lokuðust á sunnudaginn eftir að vatn flæddi inn í þau.

Erlent
Fréttamynd

Reykjavík er fjórða dýrasta borgin

Tókýó er enn á toppnum yfir dýrustu borgir heims en Reykjavík er á hraðri leið upp listann. Reykjavík er fjórða dýrasta borg heims samkvæmt útreikningum Economist Intelligence Unit, fjórum sætum ofar en fyrir ári.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogar afneita vandanum

Hungursneyð virðist vera að breiðast út um mið- og austanverða Afríku. Tuttugu milljónir manna eru sagðar í hættu vegna næringarskorts.

Erlent
Fréttamynd

Funda aftur á morgun

Fulltrúum flokkanna, sem standa að R- listanum, tókst ekki að ná samkomulagi um sameiginlegt framboð á fundi sem stóð með hléum fram á nótt en ekki slitnaði þó upp úr viðræðunum því nýr fundur verður á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Segja gróflega vegið að dýralæknum

Dýralæknafélag Íslands mótmælir því harðlega að ekki hafi verið ráðinn dýralæknir í starf forstjóra nýrrar Landbúnaðarstofnunar. Einnig tekur félagið undir gagnrýni starfsmanna embættis yfirdýralæknis á staðsetningu stofnunarinnar á Selfossi. Forystumenn félagsins segja að Jón Gíslason hafi jaðarmenntun með tilliti til starfssviðs stofnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Bíða eftir búnaði vegna boltans

Ný sjónvarpsstöð, Enski boltinn, fer í loftið nú á föstudaginn og enn bíður fjöldi manns eftir að fá þar til gerðan búnað afgreiddan hjá Símanum til að geta séð stöðina þrátt fyrir að hafa pantað áskrift fyrir talsverðum tíma. Síminn vonast til að allir sem pantað hafi þjónustuna verði komnir með aðgang að stöðinni fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Veiðar ekki inni á skoðunarsvæði

Vísindaveiðar á hval eiga ekki að ná inn á svæði hvalaskoðunarskipanna að sögn Hafrannsóknastofnunar. Ekki er útilokað að hvalhræið sem fannst á dögunum sé tilkomið vegna veiðanna en þó mælir margt gegn því.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um ný áfengislög í Bretlandi

Drykkjuvenjur Breta hafa orðið til þess að háværar deilur hafa spunnist um nýja áfengislöggjöf sem m.a. er ætlað að blása lífi í efnahag margra af borgum Englands og draga úr ofbeldi á götum úti. Andstæðingar löggjafarinnar segja hana hafa þveröfug áhrif.

Erlent
Fréttamynd

Tortrygginn vegna úranauðgunar

George Bush, forseti Bandaríkjanna, segist mjög tortrygginn vegna yfirlýsingar Írana um að vinna væri hafin að nýju í umbreytingaveri þeirra í Isfahan. Í verinu er úrangrýti umbreytt þannig að unnt er að auðga það en úran er meðal annars notað til kjarnorkuvopna- og rafmagnsframleiðslu.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að kaupa hesthús Gusts

Hesthúsaeigendum í Kópavogi hafa að undanförnu borist tilboð frá tveimur mönnum sem vilja kaupa upp hús þeirra. Ekkert samráð var haft við stjórn hestamannafélagsins og segir formaður þess að um aðför að félaginu sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða tryggingar gegn hraðasektum

Sænskum ökumönnum gefst nú kostur á að tryggja sig gegn hraða- og stöðumælasektum. Tryggingafyrirtæki í Svíþjóð býður upp á þessa þjónustu en gegn 850 sænskum krónum á ári ábyrgist tryggingafélagið að greiða þrjár hraðasektir fyrir ökumenn á ári svo framarlega sem þeir farið ekki meira en 30 kílómetra yfir leyfðan hámarkshraða.

Erlent
Fréttamynd

Flókin staða í norskri pólitík

Ágreiningur um utanríkismál gæti orðið til þess að vinstriflokkarnir í Noregi næðu ekki að mynda ríkisstjórn að loknum þingkosningunum í haust enda þótt þeir næðu meirihluta.

Erlent
Fréttamynd

Fær 20 milljóna starfslokasamning

Andri Teitsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri KEA, fær tæpar tuttugu milljónir króna í starfslokasamning og stjórnarmenn í KEA höfðu fundið að einkafjárfestingum hans á meðan hann var í vinnu við fjárfestingar fyrir KEA

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rússar að hefna sín á Póverjum?

Ráðist var á pólskan sendiráðsstarfsmann með hrottalegum hætti í miðborg Moskvu í dag. Þetta er önnur árásin á sendiráðsstafsmenn Pólverja í vikunni en atburðirnir eru taldir tengjast árás sem börn nokkurra rússneskra sendiráðsstarfsmanna urði fyrir í Varsjá fyrir skemmstu.

Erlent
Fréttamynd

Sex hermenn drepnir í Írak

Sex bandarískir hermenn létust í átökum í Írak í gær auk þess sem sex særðust. Alls hafa því 1834 bandarískir hermenn látist frá því að innrásin á Írak hófst í marsmánuði árið 2003.

Erlent
Fréttamynd

Hive selur inn á ADSL kerfi Símans

Netfyrirtækið Hive, sem er með sitt eigið ADSL-dreifikerfi, hefur brugðið á það ráð að tengja viðskiptavini sína við dreifikerfi Símans, frekar en að missa þá yfir til Símans. "Við höfum trú á því að fyrr eða síðar verði Síminn að láta þetta af hendi," segir Arnþór Halldórsson, hjá Hive.

Innlent