Fréttir

Fréttamynd

Öfuguggar á kreiki

Gestir Huk-nektarstrandarinnar við Ósló verða í síauknum mæli fyrir áreitni og ónæði ljósmyndara og dóna af ýmsu tagi. Sumir fletta sig klæðum frammi fyrir strípalingunum en það þykir þeim heldur miður.

Erlent
Fréttamynd

Berjast gegn nauðungarhjónaböndum

Norðmenn ætla að láta Útlendingastofnun sína yfirheyra pakistönsk pör sem vilja giftast þar í landi til að tryggja að það séu ekki nauðungarhjónabönd.

Erlent
Fréttamynd

60 ár frá uppgjöf Japana

Forsætisráðherra Japans baðst í dag afsökunar á framferði Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Sextíu ár eru frá því Japanar gáfust upp í stríðinu.

Erlent
Fréttamynd

Reyndu að ná stjórn á flugvél

Tveir menn reyndu að taka völdin í kýpversku farþegaþotunni rétt áður en hún fórst skammt frá Aþenu í gærmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem grísk stjórnvöld hafa sent frá sér. Flugmenn tveggja orrustuþotna sem fóru til móts við farþegaþotuna eftir að samband rofnaði við hana, segja þó ekki ljóst hvort um fólk úr áhöfn eða farþega hafi verið að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Rændu frönskum sjónvarpsmanni

Palestínskir byssumenn rændu hljóðmanni á vegum frönsku sjónvarpsstöðvarinnar France 3 í Gasaborg í dag. Mohamed Ouathi var á leið heim á hótelið sitt í dag ásamt samstarfsmönnum sínum þegar þrír vopnaðir menn komu akandi á bíl, rifu hann upp í og óku á brott.

Erlent
Fréttamynd

Frestur landnema rennur út í kvöld

Frestur landnema á Gaza-ströndinni til að yfirgefa heimili sín rennur út á miðnætti. Þeir sem þráast við verða bornir út með valdi þegar líður á vikuna. Því fer fjarri að gyðingarnir níu þúsund sem búa á Gaza séu allir sáttir við að þurfa að fara en fjörutíu ár eru síðan Ísraelar hertóku Gazaströndina.

Erlent
Fréttamynd

Suðurnes um helgina

Ungur maður var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með áverka í andliti eftir líkamsárás í Garði en þar var haldin Sólseturshátíð um helgina. Nokkur mannfjöldi var samankominn í bænum vegna hátíðarinnar og þurfti lögregla að hafa afskipti af ungmennum vegna ungs aldurs og áfengisneyslu.

Innlent
Fréttamynd

Ítalskur kafbátur fór landleiðina

Ítalskur kafbátur sem lagði upp í sitt síðasta ferðalag frá Sikiley fyrir fjórum árum, náði loks áfangastað í Mílanó í dag. Enrico Toti var smíðaður skömmu eftir seinna stríð og átti að verða aðalskrautfjöðrin í Leonardo Da Vinci tækni- og vísindasafninu í Mílanó.

Erlent
Fréttamynd

Allt að tíu þúsund á Dönskum dögum

Talið er að átta til tíu þúsund manns hafi verið á Dönskum dögum sem fram fóru í Stykkishólmi um helgina. Gekk hátíðin vel fyrir sig að sögn Berglindar Þorbergsdóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Lifði af 400 stungur

Kona á níræðisaldri er á batavegi eftir að hún hlaut fjögur hundruð býflugnastungur skömmu fyrir helgi. Býflugurnar komu frá vegg geymsluhúsnæðis við heimili konunnar, að því er fram kemur á fréttavef CNN.

Erlent
Fréttamynd

Óvissa um nýja stjórnarskrá

Enn er ágreiningur meðal trúarhópa í Írak um nokkur atriði í uppkasti að stjórnarskrá landsins. Lokafrestur á að leggja stjórnarskrána fyrir þingið er í dag og skiptar skoðanir eru um hvort það takist. Súnníar neita alfarið að samþykkja að Írak verði sambandsríki.

Erlent
Fréttamynd

Sanna hið gagnstæða

Aðalsamningamaður Norður-Kóreumanna í kjarnorkudeilunni við Bandaríkjamenn segir stjórn sína jafnvel tilbúna að sanna að landið haldi ekki úti vopnaáætlun sem byggir á úraníum.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæltu andstöðu við kjarnorku

Um það bil þrjú hundruð íranskir námsmenn á harðlínukantinum fleygðu bæði tómötum og grjóti í breska sendiráðið í Teheran fyrr í dag. Einnig hrópuðu þeir slagorð gegn bresku ríkistjórninni.

Erlent
Fréttamynd

Mannrán í Írak

Ekkert lát virðist á mannránum í Írak. Framkvæmdastjóra írakska Seðlabankans, Hasib Juwaid, var rænt í dag. Að sögn vitna réðist hópur vopnaðra manna að honum fyrir utan heimili hans í austurhluta Bagdad, þröngvaði honum inn í bíl og ók á brott á ofsahraða.

Erlent
Fréttamynd

Teikningar varpa ljósi á hörmungar

Teikningar barna í Darfur-héraði staðfesta að súdanska ríkisstjórnin hafi staðið á bak við herferðina þar undanfarin misseri, að mati tveggja starfsmanna mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem hafa unnið með börnum í héraðinu.

Erlent
Fréttamynd

Yfirtökuskylda könnuð

Yfirtökunefnd er nú að kanna hvort nýir hluthafar í Icelandair, eða FL Group, séu svo tengdir Baugi og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fjárhagslega, að yfirtökuskylda hafi myndast. Yfirtökunefnd hefur fjallað um málefni FL Group á nokkrum fundum sínum og skipað sérstaka nefnd til þess að kanna hvort nokkrir hluthafar í fyrirtækinu væru svo efnahagslega tengdir að yfirtökuskylda hafi myndast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bílvelta í Fljótsdal

Þrítugur maður slasaðist alvarlega þegar bíll hans valt eftir útafakstur við Skriðuklaustur í Fljótsdal um klukkan sex í morgun. Hann var fluttur með sjúkrabíl á flugvöllinn á Egilsstöðum þaðan sem hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Maðurinn sem var einn í bílnum er grunaður um ölvun.

Innlent
Fréttamynd

Enn talsverður fjöldi strandaglópa

Enn er fjöldi farþega British Airways strandaður víðvegar um heiminn og segja talsmenn félagsins hætt við því að ekki verði hægt að koma öllum á áfangastað fyrr en næstkomandi fimmtudag, viku eftir skæruverkfall starfsfólks á Heathrow. Nokkuð er um að strandaglóparnir séu ósáttir við að njóta ekki forgangs fram yfir aðra farþega flugfélagsins.

Erlent
Fréttamynd

Beðið eftir enska boltanum

Hundruðir bíða enn eftir því að fá enska boltann heim í stofu. Síminn vonast til að sá listi verði hreinsaður upp á næstu dögum. Stjórn Arsenalklúbbsins hélt fund á Players í dag og horfu í leiðinni á leik Arsenal og Newcastel sem fór tvö núll fyrir þeim fyrrnefndu.

Innlent
Fréttamynd

R-listaflokkar leita allra leiða

R-listafólk leitar allra leiða til að viðhalda samstarfi um stjórn borgarinnar. Klofningur er í röðum Vinstri-grænna; borgarfulltrúar vilja halda samstarfinu áfram en óvíst er hvort flokksstjórnin samþykkir það. Frjálslyndir útiloka ekki að koma að samstarfinu.

Innlent
Fréttamynd

Áætlun á réttan kjöl

Flugáætlun breska flugfélagsins British Airways er loks að komast á réttan kjöl eftir að starfsmenn þess fóru í verkfall fyrir helgi. Þó eru enn farþegar sem bíða eftir að komast á áfangastaði sína og hafa sumir nú beðið í fjóra daga eftir flugi.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir færðir í fangageymslur

Danskir dagar í Stykkishólmi um helgina fóru að mestu leyti vel fram, að sögn lögreglu. Talsverð ölvun var þó í bænum og þurfti lögregla að hafa afskipti af nokkrum mönnum vegna óláta.

Innlent
Fréttamynd

Á gjörgæslu eftir umferðarslys

Maður um þrítugt var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að pallbíll sem hann ók valt við Skriðuklaustur í Fljótsdal snemma í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir ósammála

Það hriktir í stoðum R-listans. Borgarfulltrúi Vinstri-grænna telur hann einu leiðina til að hindra valdatöku Sjálfstæðisflokksins í borginni, og segist aldrei munu standa að samþykkt sem leiði það af sér.

Innlent
Fréttamynd

Gæti fleiri tilefni til skoðunar

"Ég tel að hægt væri að gera alla stjórnendur og fyrirtækjaeigendur á Íslandi að glæpamönnum ef fyrirtæki þeirra væru skoðuð ofan í kjölinn," segir Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrum forstjóri Norðurljósa.

Innlent
Fréttamynd

Andfélgsleg hegðun nudduð á brott

Yfirvöld í Gorton í Bretlandi bjóða uppá nýstárlega aðferð við að koma reglu og skikki á vandræðaunglinga í borginni. Unglingarnir sem búa í alræmdu fátækrahverfi, hafa flestir sýnt andfélagslega hegðun og komist í kast við lögin með einhverjum hætti.Nú hefur stór hópur þeirra verið skyldaður til þess að læra handa og handleggjanudd.

Erlent
Fréttamynd

Björn tjáir sig um R-listann

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og fyrrverandi borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, gerir R-listann að umfjöllunarefni í pistli á heimasíðu sinni í dag. Björn segir listann hættan að snúast um annað en útdeilingu á völdum, hugmyndafræðilegt inntak hans sé ekkert og stjórn hans á málefnum Reykjavíkurborgar sé sorglegt dæmi um, hvernig fari, þegar hver höndin sé uppi á móti annarri og allir séu með hugann við að skara eld að eigin köku.

Innlent
Fréttamynd

Reglur nái til vefsíða

Búist er við að nýjar reglur um sæðisgjöf verði settar fram í Bretlandi á allra næstu dögum. Eins og staðan er núna þurfa heimasíður sem bjóða upp á sæði til kaups ekki að uppfylla sömu skilyrði og heilsugæslustöðvar þar sem sæðing fer fram.

Erlent
Fréttamynd

Vilja nýjan R-lista án VG

Tillögur eru innan raða Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar um að flokkarnir bjóði fram sameiginlega í næstu borgarstjórnarkosningum og haldi þannig merkjum R-listans á lofti.

Innlent
Fréttamynd

Meistaraheppni Chelsea

Hernan Crespo skoraði sigurmark Chelsea þegar venjulegum leiktíma var lokið í 1-0 sigri Englandsmeistaranna á Wigan. Óhætt er að segja að markið hafi verið af dýrari gerðinni, vinstri fótar skot utan teigs beint í eftri 90 gráðurnar. Eiður Smári fór meiddir af leikvelli í hálfleik.

Sport