Innlent

Beðið eftir enska boltanum

Hundruðir bíða enn eftir því að fá enska boltann heim í stofu. Síminn vonast til að sá listi verði hreinsaður upp á næstu dögum. Stjórn Arsenalklúbbsins hélt fund á Players í dag og horfu í leiðinni á leik Arsenal og Newcastel sem fór tvö núll fyrir þeim fyrrnefndu. Til að sjá enska boltann þurfa áhorfendur að vera tengdir breiðbandinu eða með ADSL tengingu hjá Símanum. Yfir þessu hafa bæði Hive og OgVodafone kvartað til Samkeppniseeftirlitsins. Hive kvartar einnig yfir OgVodefone sem boðið heftur stóran afslátt af áskriftum á Sýn til ADSL áskrifenda OgVodafone. Nokkur fjöldi var mættur á Players í dag til að fylgjast með boltanum. Einn þeirra var ósáttur við hversu langan tímatók að fá enska boltann heim og hann sagði jafnframt að myndgæðin væru oft slæm. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum eru enn hundruð á biðlista eftir því að fá enska boltan í gegnum ADSL tengingarnar en vonir standa til að ná að hreinsa upp þann biðlista á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×