Innlent

Á gjörgæslu eftir umferðarslys

Maður um þrítugt var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að pallbíll sem hann ók valt við Skriðuklaustur í Fljótsdal snemma í gærmorgun. Vegfarandi sem leið átti hjá tilkynnti um slysið og var maðurinn í kjölfarið sóttur með sjúkrabíl, að sögn lögreglu á Egilsstöðum. Hann var síðan fluttur á Landspítala - háskólasjúkrahús í Fossvogi. Maðurinn reyndist hafa hlotið talsverða áverka og var því fluttur á gjörgæsludeild, að sögn vakthafandi læknis á bráðamóttöku. Maðurinn var þó við meðvitund og ekki talinn í lífshættu. Hann er grunaður um ölvun við akstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×