Innlent

Suðurnes um helgina

MYND/Róbert
Ungur maður var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með áverka í andliti eftir líkamsárás í Garði en þar var haldin Sólseturshátíð um helgina. Nokkur mannfjöldi var samankominn í bænum vegna hátíðarinnar og þurfti lögregla að hafa afskipti af ungmennum vegna ungs aldurs og áfengisneyslu. Eitt líkamsárásarmál kom upp í Keflavík. Ráðist var á mann á Hafnargötu og hann sleginn nokkrum hnefahöggum í andlitið. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til nánari skoðunar. Kona hlaut höfuðáverka eftir að hafa dottið af stól á skemmtistað í Keflavík. Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Grindavíkurvegi og hafnaði utan vegar. Hann meiddist ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×