Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Stjörnumenn tóku aftur stig af KR-ingum - myndir

    Stjörnumenn juku spennuna í toppbaráttu Pepsi-deildar karla með því að taka stig af toppliði KR á KR-vellinum í gærkvöldi. Þetta var í annað skiptið í sumar sem KR og Stjarnan gera jafntefli en KR-ingar hafa aðeins tapað fjórum stigum í hinum tólf leikjum sínum í sumar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ólafur Örn: Vantar að menn séu með smá ís í maganum

    „Við vorum mjög ósáttir fyrir fyrri hálfleik. Allir leikmenn áttu mikið inni. Við vorum með vind í bakið og þeir pressa okkur til að sparka langt og það er erfitt að gera það á blautum velli og því fór boltinn oft aftur fyrir. Við vildum gera betur. Það áttu allir mikið inni og það kom ágætlega fram í seinni hálfleik,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur eftir markalausa jafnteflið gegn Víkingi í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Jósef Kristinn í leikmannahópi Grindavíkur

    Jósef Krisinn Jósefsson er í leikmannahópi Grindavíkur sem tekur á móti Víkingum í kvöld. Alþjóðaknattspyrnusambandið úrskurðaði í síðustu viku að Jósef væri laus allra mála hjá fyrrum vinnuveitendum sínum í Búlgaríu.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Steindautt í Grindavík

    Grindvíkingar og Víkingar gerðu steindautt markalaust jafntefli í leik liðanna í 16. umferð Pepsi-deild karla í Grindavík í kvöld. Það var því ekkert mark skorað í báðum innbyrðisleikjum liðanna í sumar því liðin gerðu líka markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Víkinni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Jafntefli niðurstaðan í Vesturbænum

    KR og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram á KR-vellinum. Heimamenn voru yfir í hálfleik en gestirnir mættu grimmir til leiks í þeim síðari og náðu að jafna metin. Guðjón Baldvinsson gerði mark KR-inga í leiknum og Ellert Hreinsson skoraði mark gestanna.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þórarinn Ingi: Hann er klókur kallinn

    Þórarinn Ingi Valdimarsson var hetja Eyjamanna í 2-1 sigri á Keflavík á Hásteinsvellinum í gær. Þórarinn skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok og Eyjamenn minnkuðu þar með forskot KR á toppnum í eitt stig.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Heimir: Byrjaði hugsanlega með vitlausa uppstillingu

    Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var lengi að finna sitt rétta leikskipulag í 2-1 sigri ÍBV á Keflavík í 16. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Heimir var mikið að færa menn til í fyrri hálfleik. Brynjar Gauti Guðjónsson byrjaði í miðverði með Rasmus Christiansen en var svo færður á miðjuna um miðjan fyrri hálfleik. Andri Ólafsson var á sama tíma færður í miðvörðinn úr framherjastöðunni.

    Íslenski boltinn