Áhorfendum fækkaði - flestir mættu á KR-völlinn en fæstir í Garðabæ KSÍ hefur gefið út áhorfendatölur frá liðnu tímabili í Pepsi-deild karla. Aðsókn á leiki í Pepsi-deild karla var góð í sumar en alls mættu 148.163 áhorfendur á leikina 132. Þetta gerir 1.122 áhorfendur að meðaltali á hvern leik. Þetta eru aðeins færri áhorfendur heldur en á síðasta tímabili þegar 1.205 áhorfendur mættu á völlinn að meðaltali en fleiri en árin 2009 og 2008, þegar tólf félög léku í fyrsta skiptið í efstu deild. Íslenski boltinn 17. október 2011 13:30
Kjartan framlengir og Guðjón farinn til Svíþjóðar Kjartan Henry Finnbogason er búinn að framlengja samning sinn við KR til ársins 2014 en Guðjón Baldvinsson er farinn til Svíþjóðar þar sem hann æfir með Halmstad. Íslenski boltinn 15. október 2011 12:45
Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Íslenski boltinn 13. október 2011 20:11
Mikill áhugi erlendis á því að þjálfa Grindavík næsta sumar Mikill áhugi erlendis frá er á þjálfarastarfi karlaliðs Grindavíkur í fótbolta og hafa þegar nokkrar umsóknir borist að utan. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Íslenski boltinn 13. október 2011 19:14
Gunnar aðstoðar Zoran Knattspyrnudeild Keflavíkur náði að setja saman draumaþjálfaraliðið sitt því Gunnar Oddsson hefur samþykkt að verða aðstoðarþjálfari Zorans Daníels Ljubicic. Íslenski boltinn 13. október 2011 13:18
Jói Kalli: Ég er Skagamaður með gult og svart hjarta Jóhannes Karl Guðjónsson gerir lítið annað þessa dagana en að mæta á æfingar hjá liði sínu, Huddersfield, í Englandi. Hann fær ekki að spila með liðinu og bíður þess nú að losna frá félaginu svo hann geti flutt aftur heim til Íslands með sinni fjölskyldu. Íslenski boltinn 13. október 2011 08:00
Zoran Daníel: Vill sjá meiri sóknarbolta hjá Keflavíkurliðinu Zoran Daníel Ljubicic er tekinn við sem þjálfari Pepsi-deildar liðs Keflavíkur en hann skrifaði undir tveggja ára samning í dag. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 tók viðtal við hann eftir undirritunin samningsins. Íslenski boltinn 11. október 2011 19:21
Zoran Daníel Ljubicic verður næsti þjálfari Keflavíkur Zoran Daníel Ljubicic skrifaði í kvöld undir samning um að taka að sér þjálfun liðs Keflavíkur í Pepsi-deild karla en Zoran tekur við af Willum Þór Þórssyni sem hafði þjálfað Keflavíkurliðið í tvö ár. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Keflavík. Íslenski boltinn 11. október 2011 18:01
Tvö upp úr okkar riðli á lokakvöldi riðlakeppni EM? Riðlakeppni undankeppni EM lýkur í kvöld en Ísland og England eru tvær af þeim þjóðum sem hafa þegar lokið keppni. Fimm sæti á EM eru í boði á lokakvöldinu en England, Spánn, Þýskaland, Ítalía og Holland hafa þegar tryggt sig inn á EM auk gestgjafa Póllands og Úkraínu. Fótbolti 11. október 2011 07:30
Keflvíkingar ráða kannski þjálfara í dag „Við erum búnir að ræða bæði við Zoran Daníel Ljubicic og Gunnar Oddsson. Það er okkar von að þeir taki þetta að sér saman,“ sagði Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, en Keflvíkingar eru að leggja lokahönd á þjálfaramálin hjá sér. Íslenski boltinn 11. október 2011 07:00
Við Óli Þórðar erum ólíkar týpur Ásmundur Arnarsson hætti í gær með 1. deildarlið Fjölnis og gerði þriggja ára samning um að taka við Pepsi-deildarliði Fylkis. Fjölnismenn stóðu ekki í vegi fyrir honum og réðu síðan strax í gær aðstoðarmann hans undanfarin þrjú ár, Ágúst Þór Gylfason, sem eftirmann hans. Íslenski boltinn 11. október 2011 06:30
Ólafur Örn skoðar sína möguleika "Ég er bara samningslaus leikmaður að skoða mína möguleika. Þannig er staðan hjá mér í dag,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, fráfarandi þjálfari Grindavíkur, en hann á enn eftir að ganga frá leikmannasamningi og ekki er víst að hann spili áfram með Grindavík. Íslenski boltinn 11. október 2011 06:00
Ásmundur samdi við Fylki: Spennandi verkefni og spennandi klúbbur Ásmundur Arnarsson, var í dag ráðinn nýr þjálfari Fylkis í Pepsi-deild karla en hann skrifaði undir þriggja ára samning. Arnar Björnsson talaði við Ásmund í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Íslenski boltinn 10. október 2011 19:49
Ásmundur gerir þriggja ára samning við Fylki Fylkismenn hafa staðfest það að Ásmundur Arnarsson, fyrrum þjálfari 1. deildarliðs Fjölnis, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Fylkis. Ásmundur skrifaði undir þriggja ára samning við Árbæjarliðið og tekur þar við starfi Ólafs Þórðarsonar. Íslenski boltinn 10. október 2011 17:49
Ágúst Gylfa tekur við af Ásmundi hjá Fjölni Fjölnismenn hafa þegar fundið eftirmann Ásmundar Arnarssonar en Ásmundur hefur ákveðið að yfirgefa Grafarvoginn og taka við Pepsi-deildar liði Fylkis. Íslenski boltinn 10. október 2011 16:49
Ásmundur að taka við Fylki Ásmundur Arnarsson verður næsti þjálfari Pepsi-deildarliðs Fylkis og tekur við starfinu af Ólafi Þórðarsyni. Það hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Íslenski boltinn 10. október 2011 15:59
Guðlaugur aðstoðar Heimi Guðjóns Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, er búinn að finna sér nýjan aðstoðarmann en aðstoðarmaður hans síðustu ár, Jörundur Áki Sveinsson, hætti hjá FH á dögunum. Íslenski boltinn 10. október 2011 10:46
Ian Jeffs gerði þriggja ára samning við ÍBV Ian Jeffs gerði í dag nýjan þriggja ára samning við ÍBV en hann var lykilmaður í liði Eyjamanna í Pepsi-deildinni í sumar. Íslenski boltinn 9. október 2011 19:36
Ekki öruggt að Ólafur Örn spili áfram með Grindavík Þrátt fyrir fullyrðingu þess efnis að Ólafur Örn Bjarnason muni spila áfram með Grindavík á næsta tímabili segir Ólafur sjálfur að það sé ekki víst. Íslenski boltinn 7. október 2011 13:16
Ólafur Örn hættir sem þjálfari Grindavíkur en mun samt spila áfram Ólafur Örn Bjarnason er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla í Grindavík en mun engu að síður spila áfram með liðinu í Pepsi-deild karla á næsta sumari. Íslenski boltinn 7. október 2011 12:00
Daníel bestur - heildaruppgjör Fréttablaðsins á Pepsi-deild karla Fréttablaðið birti í morgun lokaniðurstöðuna úr einkunnagjöf blaðsins í Pepsi-deild karla í sumar en blaðamann Fréttablaðsins gáfu leikmönnum einkunn frá 1 til 10 í öllum 132 leikjum Pepsi-deildarinnar í sumar. Íslenski boltinn 6. október 2011 07:30
Þetta lofar góðu fyrir framhaldið Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni að mati Fréttablaðsins, en hann var efstur í einkunnagjöf okkar í sumar. Daníel segir að leikmenn Stjörnuliðsins hafi bara hlegið að slæmum spám fyrir mót og verið jafnframt staðr Íslenski boltinn 6. október 2011 07:00
Fundað með stuðningsmönnum ÍBV vegna stúkumálsins í kvöld Félagsfundur verður haldinn í Týsheimilinu í Vestmannaeyjum klukkan 20 í kvöld vegna stúkumálsins svokallaða. Stuðningsmenn ÍBV eru sérstaklega hvattir til að mæta. Íslenski boltinn 5. október 2011 12:15
Feitir bitar á lausu Þó svo knattspyrnutímabilinu sé formlega lokið er vinnu forráðamanna félaganna hvergi nærri lokið. Nú hefjast þeir handa við að endursemja við lykilmenn og reyna við aðra leikmenn sem eru á lausu. Keflavík og Fylkir á þess utan eftir að ráða þjálfara en bæði lið eiga fjöda leikmanna sem eru að klára samning. Íslenski boltinn 5. október 2011 07:00
Ólafur Örn: Spilar eða þjálfar næsta sumar „Ég veit ekki hvað ég geri en það er alveg ljóst að ég mun ekki vera spilandi þjálfari næsta sumar. Ég mun því annað hvort einbeita mér að þjálfun eða spila næsta sumar,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, en hann ætlar að nota vikuna til þess að ákveða framtíð sína. Íslenski boltinn 5. október 2011 06:00
Zoran í viðræðum við Keflavík Það bendir flest til þess að Zoran Daníel Ljubicic muni taka við karlaliði Keflavíkur af Willum Þór Þórssyni. Zoran staðfestir við Víkurfréttir í kvöld að hann sé í viðræðum við Keflvíkinga. Íslenski boltinn 4. október 2011 22:32
Willum vill halda áfram að þjálfa - ekki heyrt frá KSÍ "Þeir kölluðu mig á fund til Keflavíkur þar sem mér var tjáð að þeir ætluðu sér að róa á önnur mið. Þetta var heiðarlega gert hjá góðum mönnum sem standa að deildinni í Keflavík," sagði Willum Þór Þórsson við Vísi en Keflvíkingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu sér ekki að semja við Willum á nýjan leik. Íslenski boltinn 4. október 2011 16:52
Willum ekki áfram í Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt tilkynningu þess efnis að ákveðið var að endurnýja ekki samning Willums Þórs Þórssonar, þjálfara liðsins. Íslenski boltinn 4. október 2011 16:15
Fundu ástríðuna aftur í Fram Tímabilinu 2011 í Pepsi-deild karla verður lengi minnst fyrir afrek Fram, sem tókst með ævintýralegum hætti að bjarga sæti sínu í deildinni. Liðið fékk aðeins þrjú stig úr fyrstu tíu umferðunum og vann ekki sinn fyrsta leik fyrr en í 11. umferð – gegn Víkingi. Næsti sigurleikur á eftir kom í 16. umferð, þann 22. ágúst, og voru þá langflestir íslenskra sparkspekinga löngu búnir að dæma þá niður um deild. Íslenski boltinn 4. október 2011 08:00
Óskar: Ég var orkulaus tannstöngull í fyrra „Ég skil ekki alveg þessa umræðu um að ég sé búinn að grenna mig svona mikið. Ég var tíu kílóum léttari í fyrra. Þá var ég orkulaus tannstöngull. Ég er búinn að massa mig nokkuð upp síðan þá og er í allt öðru og betra formi,“ segir Óskar Pétursson, markvörður Grindavíkur, en hann er leikmaður lokaumferðar Pepsi-deildarinnar hjá Fréttablaðinu. Íslenski boltinn 4. október 2011 07:30