Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    David Winnie: Sigursteinn var frábær manneskja

    David Winnie sem lék knattspyrnu með KR árin 1998 til 2000 segir að það hafi verið sárt að frétta af andláti fyrrverandi samherja síns Sigursteins Gíslasonar. Sem kunnugt er lést Sigursteinn í síðustu viku aðeins 43 ára eftir baráttu við krabbamein.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Framarar unnu Íslandsmeistara KR

    Fram vann 2-1 sigur á KR í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram í Egilshöllinni. Framliðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu en Framarar byrjuðu á því að bursta ÍR-inga 5-0.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valur gæti fengið sæti í Evrópudeildinni

    Svo gæti farið að karlalið Vals í knattspyrnu fengi sæti í undankeppni Evrópudeildar 2012-2013. Þrjár efstu þjóðirnar á Háttvísislista UEFA fá í sinn hlut aukasæti í deildinni. Ísland er sem stendur í fjórða sæti listans en miðað verður við stöðuna á listanum 30. apríl næstkomandi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Heiðar Helguson er Íþróttamaður ársins 2011

    Heiðar Helguson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna en hófið fór fram á Grand Hótel. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson varð síðan í þriðja sæti með 161 stig.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kristinn: Skil sáttur við Breiðablik

    Kristinn Steindórsson hélt í gær utan til Svíþjóðar til að skrifa undir þriggja ára samning við Halmstad. Hann ákvað fyrr í haust að leita sér að liði utan landsteinanna og segir að fleiri lið hafi verið í myndinni. Forráðamenn Halmstad hafi hins vegar sýnt mestan áhuga sem réði úrslitum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Eyjamenn ætla að kaupa Gunnar Má frá FH

    Gunnar Már Guðmundsson er á leiðinni í ÍBV og mun væntanlega gera þriggja ára samning við Eyjaliðið gangi allt saman upp. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í morgun og Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við íþróttadeild.

    Íslenski boltinn