Íslenski boltinn

Tómas hættur hjá Fram

Tómas í leik með Fram.
Tómas í leik með Fram.
Kantmaðurinn Tómas Leifsson er hættur hjá Fram og leitar nú að nýju félagi. Hann er sterklega orðaður við Fylki.

Tómas staðfestir við fótbolta.net að hann muni ekki vera áfram í herbúðum Fram en samningur hans við félagið var runninn út.

Leikmaðurinn missti af síðari hluta síðasta tímabils vegna meiðsla en er á góðum batavegi.

Tómas er 26 ára gamall Hafnfirðingur. Alinn upp hjá FH en lék með Fjölni áður en hann fór í Fram.

Hjá Fjölni lék hann undir stjórn Ásmundar Arnarssonar, núverandi þjálfara Fylkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×