Íslenski boltinn

Lennon með tvö mörk í stórsigri Fram - Leiknir vann Víking

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Lennon skoraði tvö mörk í gær.
Steven Lennon skoraði tvö mörk í gær. Mynd/Stefán
Reykjavíkurmót karla í fótbolta hófst í gær með tveimur leikjum í A-riðli sem báðir fóru fram í Egilshöllinni. Framarar byrja vel með stórsigri á ÍR og þá hafði Willum Þór Þórsson betur á móti Ólafi Þórðarsyni en þeir þjálfa báðir lið í 1. deildinni næsta sumar.

Steven Lennon skoraði tvö mörk á fyrstu ellefu mínútunum þegar Fram vann 5-0 sigur á ÍR. Stefán Birgir Jóhannesson, Samuel Hewson og Orri Gunnarsson skoruðu hin mörkin.

Hilmar Árni Halldórsson tryggði Leikni 2-1 sigur á Víkingi með sigurmarki á 55. mínútu. Kristján Páll Jónsson kom Leikni yfir á 14. mínútu leiksins en Kjartan Dige Baldursson jafnaði fjórum mínútum síðar.

Sporttv.is sýnir frá leikjum mótsins og það er hægt að sjá mörkin úr leikjunum tveimur í gær með því að smella hér fyrir neðan.

Fram - ÍR 5-0

Víkingur-Leiknir 1-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×