Lennon: Þetta var bara vinaleg stríðni Eftir leikinn á mánudag fóru Steven Lennon og Gary Martin, leikmaður ÍA, mikinn á samskiptasíðunni Twitter þar sem þeir gerðu stólpagrín að Skúla Jóni Friðgeirssyni, leikmanni KR en Fram vann 5-0 sigur á KR þar sem Lennon skoraði öll fimm mörk Framliðsins. Íslenski boltinn 15. febrúar 2012 08:30
Stefnum á Evrópusæti í sumar Framherjinn Steven Lennon segir að Fram-liðið ætli ekki að vera í neinni fallbaráttu í sumar. Hann skoraði fimm mörk í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins gegn KR. Íslenski boltinn 15. febrúar 2012 08:00
Blikar unnu Fótbolta.net mótið | Guðmundur Kristjáns með sigurmarkið Breiðablik vann 3-2 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í Kórnum í kvöld en það þurfti að endurtaka leikinn þar sem rafmagn fór af Kórahverfinu í Kópavogi þegar 20 mínútur voru eftir af fyrri leiknum fyrir tíu dögum. Íslenski boltinn 14. febrúar 2012 19:52
Lolli í Val síðastur á undan Lennon til að skora fimm á móti KR KR-ingurinn Ólafur Brynjar Halldórsson hefur að venju tekið saman skemmtilegar staðreyndir um KR-liðið á heimasíðu félagsins en greinin um 5-0 tap KR á móti Fram í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins er nú komin inn á síðunni undir fyrirsögninni "A Hard Day's Night" Íslenski boltinn 14. febrúar 2012 18:15
Sonur Atla Eðvaldssonar farin frá FH yfir í KR Emil Atlason hefur ákveðið að skipta úr FH yfir í KR í fótboltanum en þetta kemur fram á heimasíðu KR. Emil Atlason er 19 ára gamall og spilar framarlega á miðjunni eða sem framherji. Hann er sonur Atla Eðvaldsson, fyrrum atvinnumanns og landsliðsfyrirliða og er yngri bróðir landsliðskonunnar Sifjar Atladóttur og Egils Atlasonar sem hefur spilað lengst með Víkingum. Íslenski boltinn 14. febrúar 2012 17:15
Sverrir hættur hjá FH Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson hefur náð samkomulagi við knattspyrnudeild FH um starfslok sín hjá félaginu. Frá þessu er greint á stuðningsmannasíðu FH í dag. Íslenski boltinn 14. febrúar 2012 15:25
KR-ingar réðu ekkert við Lennon - sjáið mörkin Það er óhætt að segja að Steven Lennon hafi verið maður á bak við Reykjavíkurmeistaratitil Framara en Lennon skoraði öll mörkin í úrslitaleiknum í Egilshöllinni í kvöld þegar Fram vann 5-0 sigur á KR. Íslenski boltinn 13. febrúar 2012 22:20
Fyrsti úrslitaleikur Fram og KR í fimmtán ár er í kvöld Fram og KR mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í Egilshöllinni í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.30. KR er komið í úrslitaleikinn fjórða árið í röð og vann titilinn 2009 og 2010 en Fram hefur ekki unnuð Reykjavíkurmeistaratitilinn síðan 2006 og er í sínum fyrsta úrslitaleik í fjögur ár. Íslenski boltinn 13. febrúar 2012 17:30
Óskar Ófeigur fékk fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson, íþróttablaðamaður á Vísi og Fréttablaðinu, fékk í gær fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ á ársþingi sambandsins í gær. Íslenski boltinn 12. febrúar 2012 12:16
Gísli tók sæti Jóns í stjórn KSÍ Ársþing KSÍ fór fram í gær og var kosið um fjögur sæti í stjórn. Skagamaðurinn Gísli Gíslason er sá eini sem kemur nýr inn í hana. Íslenski boltinn 12. febrúar 2012 08:00
Ásgeir Börkur til reynslu hjá sænsku félagi Miðjumaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson heldur eftir helgi út til Svíþjóðar þar sem hann verður til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Åtvidaberg. Íslenski boltinn 12. febrúar 2012 06:00
Skýrslur eftirlitsmanna birtar á innrivef KSÍ Tillaga um breytingu á reglugerð um störf eftirlitsmanna KSÍ voru samþykktar á ársþingi sambandsins. Tillögu um skýrslur dómara var vísað í starfshóp. Íslenski boltinn 11. febrúar 2012 15:11
Færri leikbönn fyrir gul spjöld Breytingar hafa verið gerðar á reglum um leikbönn vegna gulra spjalda á Íslandsmótinu í knattspyrnu en tilllögur þess efnis voru samþykktar á ársþingi KSÍ í dag. Íslenski boltinn 11. febrúar 2012 15:04
Samþykkt að fjölga deildum á Íslandsmótinu í knattspyrnu Tillaga Leiknis og KB úr Breiðholti um að skipta 3. deild karla í tvær deildir og fjölga þar með um eina deild á Íslandsmótinu hefur verið samþykkt. Íslenski boltinn 11. febrúar 2012 14:29
Lagerbäck: Númer eitt að vinna leiki Lars Lagerbäck hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund síðan hann var kynntur til sögunnar sem nýr landsliðsþjálfari seint á síðasta ári. Þar tilkynnti hann þá leikmenn sem munu spila í vináttuleikjunum gegn Japan og Svartfjallalandi ytra í lok mánaðarins. Íslenski boltinn 11. febrúar 2012 10:00
U-21 spilar 4-4-2 eins og A-liðið Samvinna þjálfara A-landsliðs karla og U-21 landsliðsins verður meiri en hingað til. Lars Lagerbäck sagði á blaðamannafundi KSÍ í gær að hann vonaðist eftir góðu samstarfi við bæði Eyjólf Sverrisson, þjálfara U-21 liðsins, sem og Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfara kvennalandsliðsins. Íslenski boltinn 11. febrúar 2012 08:00
Geir sér ekki eftir því að hafa ráðið Ólaf og kosið Blatter Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í ítarlegu viðtali hjá íþróttafréttamönnunum Henry Birgi Gunnarssyni og Eiríki Stefáni Ásgeirssyni í íþróttaþættinum á X-inu 977 í morgun. Íslenski boltinn 10. febrúar 2012 17:17
KR í úrslit Reykjavíkurmótsins Það verða KR og Fram sem leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. KR lagði Fylki, 1-0, í síðari undanúrslitaleik kvöldsins. Íslenski boltinn 9. febrúar 2012 22:37
Fram í úrslit Reykjavíkurmótsins eftir vítakeppni Fyrri undanúrslitaleiknum í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu er lokið. Fram lagði Þrótt eftir vítaspyrnukeppni. Steven Lennon var hetja Framara. Íslenski boltinn 9. febrúar 2012 20:46
Kemst KR í úrslitaleikinn fjórða árið í röð? | Undanúrslitaleikirnir í kvöld Undanúrslitaleikir Reykjavíkurmótsins í fótbolta fara fram í Egilshöllinni í kvöld og verða þeir sýndir í beinni útsendingu á Sporttv.is. Fram og Þróttur mætast í fyrri leiknum klukkan 18:45 og strax á eftir, eða klukkan 20:45, leika svo Fylkir og KR. Íslenski boltinn 9. febrúar 2012 16:30
Kristján Örn hættur að leika með landsliðinu Varnarmaðurinn sterki, Kristján Örn Sigurðsson, hefur ákveðið að setja landsliðsskóna á hilluna aðeins 32 ára að aldri. Kristján lék 53 A-landsleiki og skoraði 4 mörk. Íslenski boltinn 9. febrúar 2012 15:48
Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. Íslenski boltinn 9. febrúar 2012 08:00
Brynjar Björn spilar með KR í sumar Brynjar Björn Gunnarsson, atvinnumaður í knattspyrnu hjá Reading í Englandi, hefur ákveðið að leika með Íslands- og bikarmeisturum KR í sumar. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Samningur Brynjars Björns við Reading rennur út í vor. Íslenski boltinn 8. febrúar 2012 09:09
Gríðarháar sjónvarpstekjur Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram um næstu helgi og þar verður ársreikningur KSÍ lagður fram til samþykktar. Samkvæmt fjárhagsáætlun KSÍ fyrir rekstrarárið 2012 er gert ráð fyrir 777 milljónum í rekstrartekjur og rekstrargjöldum upp á rétt tæplega 714 milljónir króna. Íslenski boltinn 7. febrúar 2012 06:45
KR-ingar skoruðu níu mörk gegn ÍR - sjáið mörkin KR-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Reykjavíkurmóts karla í fótbolta í dag með því að vinna 9-0 stórsigur á ÍR í Egilshöllinni. Framarar fara einnig í undanúrslitin þrátt fyrir að þeir gerðu bara jafntefli við Leikni en Breiðhyltingar hefðu með sigri farið áfram á kostnað KR-inga. Íslenski boltinn 4. febrúar 2012 23:30
Ásgeir Gunnar hættur hjá FH Ásgeir Gunnar Ásgeirsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir FH en þetta kemur fram á Stuðningsmannasíðu félagsins. Ásgeir Gunnar sem verður 32 ára gamall í sumar hefur leikið með FH í áratug og spilað í ýmsum stöðum. Íslenski boltinn 2. febrúar 2012 11:31
Kristinn Freyr til Valsmanna Kristinn Freyr Sigurðsson, 22 ára leikmaður úr Fjölni, gerði í dag fjögurra ára samning við Val og mun því spila með liðinu á komandi leiktíð í Pepsi-deild karla. Íslenski boltinn 1. febrúar 2012 18:20
Ingólfur samdi við Lyngby til 2015 Ingólfur Sigurðsson skrifaði í kvöld undir þriggja og hálfs árs samning við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, staðfesti það í samtali við Vísi. Íslenski boltinn 30. janúar 2012 22:10
Kári æfir með ÍA Kári Ársælsson, varnarmaður og fyrrum leikmaður Breiðabliks, er að æfa með ÍA þessa dagana og spilaði með liðinu gegn Keflavík í Fótbolti.net-mótinu á dögunum. Íslenski boltinn 30. janúar 2012 19:55
Gaui Þórðar búinn að ná í Ameobi og landsliðsmann frá Gambíu Grindvíkingar hafa samið við tvo erlenda leikmenn fyrir átökin í Pepsi-deild karla í sumar en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Grindavíkur. Þetta eru sóknarmaðurinn Tomi Ameobi og varnarmaðurinn Matarr Jobe. Íslenski boltinn 26. janúar 2012 18:49