Íslenski boltinn

Skýrslur eftirlitsmanna birtar á innrivef KSÍ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Tillaga um breytingu á reglugerð um störf eftirlitsmanna KSÍ voru samþykktar á ársþingi sambandsins. Tillögu um skýrslur dómara var vísað í starfshóp.

Félög munu nú hafa aðgang að skýrslum eftirlitsmanna um leiki sína á innrivef KSÍ og munu þær því ekki koma fyrir augu almennings.

Tillaga um að skýrslur dómara yrðu birtnar á opinberum vef KSÍ var vísað í starfshóp. Hið sama má segja um tillögu um breytingu á aldursflokkaskiptingu.

Hér má sjá yfirlit um tillögurnar sem voru teknar fyrir á ársþinginu.


Tengdar fréttir

Færri leikbönn fyrir gul spjöld

Breytingar hafa verið gerðar á reglum um leikbönn vegna gulra spjalda á Íslandsmótinu í knattspyrnu en tilllögur þess efnis voru samþykktar á ársþingi KSÍ í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×