Söfnum fyrir stúkunni ef þess þarf Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2012 08:00 Björn Gíslason á Fylkisvellinum. Í bakgrunni er aðstaða fyrir áhorfendur eins og hún lítur út í dag.fréttablaðið/valli Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. Björn Gíslason, formaður Fylkis, segir að teikningar séu tilbúnar og að nú standi yfir fjáröflunarvinna. Félagið sé í viðræðum við Reykjavíkurborg en setji það ekki fyrir sig að safna þeim peningi sem þarf fyrir stúkunni. „Það er verið að leggja inn teikningar fyrir nýrri stúku og það er stefnt að því að hefja jarðvegsvinnu í næsta mánuði," sagði Björn sem segir félagið reiðubúið að hefja fjáröflun í hverfinu. „Við ætlum að tala við einstaklinga og fyrirtæki í hverfinu. Við höfum gert athuganir og fengið mjög góð viðbrögð hingað til. Það er greinilegt að fólkið í hverfinu vill ekki missa Fylkisleikina úr Árbænum. Við ætlum okkur að spila á Fylkisvellinum í sumar og ekkert annað sem kemur til greina," segir Björn. Fylkismenn eru enn í viðræðum við borgaryfirvöld og munu funda með þeim, ÍTR og KSÍ í dag vegna málsins. Björn er bjartsýnn á að viðræðurnar muni bera árangur. Undanþágufresturinn útrunninn„Við höfum þegar fundað með borgarstjóra, aðstoðarmanni hans og fulltrúum ÍTR. Við erum heldur bjartsýnni eftir þann fund heldur en hitt en þó er ekkert fast í hendi. Hvort við fáum einhver svör á næsta fundi verður að koma í ljós." Fylkir hefur verið á undanþágu í um áratug vegna leyfiskerfis KSÍ sem gerir þær kröfur að félög í efstu deild séu með yfirbyggða stúku fyrir áhorfendur. Nú er sá frestur runninn út og Fylkismenn þurfa því að grípa til aðgerða. Grófar fjárhagsáætlanir sem gerðar voru fyrir rúmu ári gera ráð fyrir að stúkan muni kosta á bilinu 150-160 milljónir. Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist og ljóst að ný stúka mun ekki rísa á þeim tíma. „Í mars munum við hefja jarðvegsvinnu og stækka núverandi áhorfendapalla til að bæta við sætum fyrir 300 áhorfendur í viðbót. Framkvæmdir liggja svo niðri á meðan tímabilið er í gangi og þær myndu svo hefjast aftur næsta haust," segir Björn og er vongóður um að Fylkir fái áfram undanþágu frá leyfiskerfinu fyrst framkvæmdir verði hafnar. „Ég hef orð fyrir því frá KSÍ." Hvort Reykjavíkurborg muni leggja til pening í byggingu stúkunnar og hversu mikinn á eftir að koma í ljós. En Björn segir að allt verði gert til að missa ekki heimaleiki félagsins úr hverfinu. Mikil hverfisvitund í Árbænum„Í hvert sinn sem Fylkir spilar á heimavelli verður lítil hátíð í hverfinu. Það er mikil hverfisvitund á meðal íbúanna og mikill stuðningur við félagið." Keppni í Pepsi-deild karla hefst 6. maí næstkomandi og er áætlað að Fylkismenn taki á móti Keflvíkingum á heimavelli sínum í Árbænum strax í fyrstu umferð. Fylkir var ekki eina félagið á undanþágu frá leyfiskerfi KSÍ vegna aðstöðu áhorfenda. ÍBV átti það á hættu að missa heimaleiki sína frá Vestmannaeyjum en er nú komið af stað í sínum framkvæmdum. „Það er búið að grafa og er verið að setja undirlag. Svo verður byrjað að reisa eftir helgi,“ sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Hann bindur vonir við að fyrsta áfanga framkvæmdarinnar verði lokið þegar keppni hefst í Pepsi-deild karla í maí. Sá áfangi gerir ráð fyrir að sæti í yfirbyggðri stúku verði 470 talsins og að hann kosti 47 milljónir króna. Félagið fékk styrk frá KSÍ, Vestmannaeyjabæ og fyrirtækjum í bænum fyrir kostnaðinum. Félagið áætlar að ljúka við bygginguna á næstu árum en Óskar segir að fyrsti áfanginn dugi til að uppfylla kröfur leyfiskerfis KSÍ í bili. Auk nýju stúkunnar eru nú þegar sæti fyrir 525 manns í óyfirbyggðri stúku hinum megin við völlinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist á ný og enn sem komið er eru stúkumál Fylkis enn óleyst. Félagið þarf að hefja framkvæmdir við byggingar á nýrri stúku til þess að fá keppnisleyfi á heimavelli sínum í Árbænum. Björn Gíslason, formaður Fylkis, segir að teikningar séu tilbúnar og að nú standi yfir fjáröflunarvinna. Félagið sé í viðræðum við Reykjavíkurborg en setji það ekki fyrir sig að safna þeim peningi sem þarf fyrir stúkunni. „Það er verið að leggja inn teikningar fyrir nýrri stúku og það er stefnt að því að hefja jarðvegsvinnu í næsta mánuði," sagði Björn sem segir félagið reiðubúið að hefja fjáröflun í hverfinu. „Við ætlum að tala við einstaklinga og fyrirtæki í hverfinu. Við höfum gert athuganir og fengið mjög góð viðbrögð hingað til. Það er greinilegt að fólkið í hverfinu vill ekki missa Fylkisleikina úr Árbænum. Við ætlum okkur að spila á Fylkisvellinum í sumar og ekkert annað sem kemur til greina," segir Björn. Fylkismenn eru enn í viðræðum við borgaryfirvöld og munu funda með þeim, ÍTR og KSÍ í dag vegna málsins. Björn er bjartsýnn á að viðræðurnar muni bera árangur. Undanþágufresturinn útrunninn„Við höfum þegar fundað með borgarstjóra, aðstoðarmanni hans og fulltrúum ÍTR. Við erum heldur bjartsýnni eftir þann fund heldur en hitt en þó er ekkert fast í hendi. Hvort við fáum einhver svör á næsta fundi verður að koma í ljós." Fylkir hefur verið á undanþágu í um áratug vegna leyfiskerfis KSÍ sem gerir þær kröfur að félög í efstu deild séu með yfirbyggða stúku fyrir áhorfendur. Nú er sá frestur runninn út og Fylkismenn þurfa því að grípa til aðgerða. Grófar fjárhagsáætlanir sem gerðar voru fyrir rúmu ári gera ráð fyrir að stúkan muni kosta á bilinu 150-160 milljónir. Aðeins þrír mánuðir eru í að keppni í Pepsi-deild karla hefjist og ljóst að ný stúka mun ekki rísa á þeim tíma. „Í mars munum við hefja jarðvegsvinnu og stækka núverandi áhorfendapalla til að bæta við sætum fyrir 300 áhorfendur í viðbót. Framkvæmdir liggja svo niðri á meðan tímabilið er í gangi og þær myndu svo hefjast aftur næsta haust," segir Björn og er vongóður um að Fylkir fái áfram undanþágu frá leyfiskerfinu fyrst framkvæmdir verði hafnar. „Ég hef orð fyrir því frá KSÍ." Hvort Reykjavíkurborg muni leggja til pening í byggingu stúkunnar og hversu mikinn á eftir að koma í ljós. En Björn segir að allt verði gert til að missa ekki heimaleiki félagsins úr hverfinu. Mikil hverfisvitund í Árbænum„Í hvert sinn sem Fylkir spilar á heimavelli verður lítil hátíð í hverfinu. Það er mikil hverfisvitund á meðal íbúanna og mikill stuðningur við félagið." Keppni í Pepsi-deild karla hefst 6. maí næstkomandi og er áætlað að Fylkismenn taki á móti Keflvíkingum á heimavelli sínum í Árbænum strax í fyrstu umferð. Fylkir var ekki eina félagið á undanþágu frá leyfiskerfi KSÍ vegna aðstöðu áhorfenda. ÍBV átti það á hættu að missa heimaleiki sína frá Vestmannaeyjum en er nú komið af stað í sínum framkvæmdum. „Það er búið að grafa og er verið að setja undirlag. Svo verður byrjað að reisa eftir helgi,“ sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Hann bindur vonir við að fyrsta áfanga framkvæmdarinnar verði lokið þegar keppni hefst í Pepsi-deild karla í maí. Sá áfangi gerir ráð fyrir að sæti í yfirbyggðri stúku verði 470 talsins og að hann kosti 47 milljónir króna. Félagið fékk styrk frá KSÍ, Vestmannaeyjabæ og fyrirtækjum í bænum fyrir kostnaðinum. Félagið áætlar að ljúka við bygginguna á næstu árum en Óskar segir að fyrsti áfanginn dugi til að uppfylla kröfur leyfiskerfis KSÍ í bili. Auk nýju stúkunnar eru nú þegar sæti fyrir 525 manns í óyfirbyggðri stúku hinum megin við völlinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki