Íslenski boltinn

KR-ingar réðu ekkert við Lennon - sjáið mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Það er óhætt að segja að Steven Lennon hafi verið maður á bak við Reykjavíkurmeistaratitil Framara en Lennon skoraði öll mörkin í úrslitaleiknum í Egilshöllinni í kvöld þegar Fram vann 5-0 sigur á KR.

Steven Lennon skoraði alls níu mörk í sex leikjum með Framliðinu í þessu Reykjavíkurmóti og er greinilega í frábæru formi þegar styttist í að fótboltatímabilið hefjist.

Sporttv.is sýndi beint frá leiknum og hefur tekið saman myndband með mörkunum úr leiknum. Það má sjá þetta myndband með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×