Íslenski boltinn

Færri leikbönn fyrir gul spjöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Breytingar hafa verið gerðar á reglum um leikbönn vegna gulra spjalda á Íslandsmótinu í knattspyrnu en tilllögur þess efnis voru samþykktar á ársþingi KSÍ í dag.

Leikmenn fara sem fyrr í leikbann eftir fyrstu fjórar áminningar sínar á tímabilinu en breytingar hafa nú verið gerðar á kerfinu eftir það.

Breytingarnar hafa það í för með sér að talsvert færri leikbönn eru fyrir leikmenn sem eru duglegir að sanka að sér spjöldum yfir tímabilið og einnig líður lengra á milli leikbanna.

Það var einnig tillaga um að skilja að spjöld á milli Íslandsmóts og bikarkeppni en hún fékk ekki hljómgrunn.

Samkvæmt reglum KSÍ var kerfið áður þannig:

4 áminningar - bann í 1 leik

6 áminningar - bann í 1 leik

8 áminningar - bann í 2 leiki

10 áminningar - bann í 2 leiki

Hver áminning eftir það - bann í 2 leiki

En nú munu eftirfarandi reglur gilda:

4 áminningar - bann í 1 leik

7 áminningar - bann í 1 leik

10 áminningar - bann í 1 leik

Þriðja hver áminning eftir það - bann í 1 leik


Tengdar fréttir

Skýrslur eftirlitsmanna birtar á innrivef KSÍ

Tillaga um breytingu á reglugerð um störf eftirlitsmanna KSÍ voru samþykktar á ársþingi sambandsins. Tillögu um skýrslur dómara var vísað í starfshóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×