Íslenski boltinn

Sverrir hættur hjá FH

Sverrir í leik með FH.
Sverrir í leik með FH. mynd/vilhelm
Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson hefur náð samkomulagi við knattspyrnudeild FH um starfslok sín hjá félaginu. Frá þessu er greint á stuðningsmannasíðu FH í dag.

"Sverrir Garðarsson og Stjórn Knattspyrnudeildar FH hafa náð samkomulagi um starfslok Sverris hjá FH. Knattpyrnudeild FH þakkar Sverri fyrir hans góða framlag til fjölda ára," segir í yfirlýsingu frá Lúðvíki Arnarsyni, varaformanni knattspyrnudeildar.

Sverrir stóð í launadeilu við knattspyrnudeildina en nú er búið að finna lausn á því máli.

Leikmaðurinn hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina. Hann þurfti að leggja skóna á hilluna árið 2010 vegna höfuðmeiðsla en dró þá fram ári síðar.

Hann náði þó ekkert að spila í síðasta sumar vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×