Íslenski boltinn

Kemst KR í úrslitaleikinn fjórða árið í röð? | Undanúrslitaleikirnir í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik KR og Fylkis í fyrrasumar.
Úr leik KR og Fylkis í fyrrasumar. Mynd/Daníel
Undanúrslitaleikir Reykjavíkurmótsins í fótbolta fara fram í Egilshöllinni í kvöld og verða þeir sýndir í beinni útsendingu á Sporttv.is. Fram og Þróttur mætast í fyrri leiknum klukkan 18:45 og strax á eftir, eða klukkan 20:45, leika svo Fylkir og KR.

KR-ingar hafa komist í úrslitaleikinn í Reykjavíkurmótinu undanfarin þrjú ár og unnu titilinn 2009 og 2010. Þeir töpuðu hinsvegar fyrir Valsmönnum í úrslitaleiknum í fyrra. Fylkir komst síðast í úrslitaleikinn árið 2009, Framarar hafa ekki verið í úrslitaleiknum í fjögur ár og það eru tíu ár síðan að Þróttar spiluðu til úrslita á Reykjavíkurmótinu.

Það verður engin framlenging ef að jafnt verður eftir venjulegan leiktíma því þá verður strax gripið til vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Úrslitaleikurinn fer svo fram mánudaginn 13. febrúar kl. 19:30 og fer einnig fram í Egilshöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×