Íslenski boltinn

KR í úrslit Reykjavíkurmótsins

Kjartan Henry klúðraði víti í kvöld.
Kjartan Henry klúðraði víti í kvöld.
Það verða KR og Fram sem leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. KR lagði Fylki, 1-0, í síðari undanúrslitaleik kvöldsins.

Það var Dofri Snorrason sem skoraði eina mark leiksins tveim mínútum fyrir leikhlé.

KR-ingar voru sterkari og þeir fengu vítaspyrnu þegar hálftími lifði leiks. Kjartan Henry Finnbogason steig á punktinn en slök vítaspyrna hans fór yfir markið.

Fylkismenn vildu sjálfir fá víti í síðari hálfleik en Erlendur Eiríksson sá ekki ástæðu til þess að dæma.

Fylkir ógnaði ekki mikið eftir það og KR fagnaði naumum en nokkuð þægilegum sigri.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×