Nýja-Sjáland

Nýja-Sjáland

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Lög­regla vaktar hægðir meints skart­gripaþjófs

Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunna í Auckland á Nýja-Sjálandi grunaður um að hafa reynt að stela rándýru hálsmeni með því að gleypa það. Lögreglumenn bíða þess enn átekta að þjófurinn skili hálsmeninu af sér.

Erlent
Fréttamynd

Bæjar­stjóri sagði samsæringi að fara í rass­gat

Len Slat, bæjarstjóri Thames- Coromandel í Nýja-Sjálandi, segist hafa fundið fyrir mjög jákvæðum viðbrögðum, eftir að hann sagði samsæringi sem sýndi opinberum starfsmönnum ógnandi hegðun að „fara í rassgat“. Það gerði hann í formlegum pósti borgarstjóra eftir að maðurinn hafði beðið um nöfn starfsfólks bæjarstjórnarinnar og heimilisföng þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Þing­maður segir af sér eftir búðar­hnupl

Golriz Ghahraman, þingmaður Græningjaflokksins í Nýja-Sjálandi, hefur sagt af sér eftir að hún var sökuð um að stela klæðnaði úr í það minnsta tveimur tískuverslunum. Hún segir stress tengt starfi hennar hafa orðið til þess að hún fór að hnupla.

Erlent
Fréttamynd

Nýja-Sjá­land verði ekki reyk­laust

Ný ríkisstjórn í Nýja-Sjálandi stefnir á að hætta við áform um að gera landið reyklaust. Er verkefnið eitt af þeim sem á að hverfa til þess að lækka skatta í landinu. 

Erlent
Fréttamynd

Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári

Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Neyðarástand á Nýja-Sjálandi

Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni.

Erlent
Fréttamynd

Hipkins tekur við af Ardern

Nýsjálenski þingmaðurinn Chris Hipkins gefur einn kost á sér í formannsstöðu nýsjálenska Verkamannaflokksins og mun því að öllum líkindum taka við sem forsætisráðherra á mánudag af Jacindu Ardern, sem tilkynnti afsögn sína í gær.

Erlent
Fréttamynd

Tankurinn tómur og tími kominn til að kveðja

Fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það hafa verið forréttindi að fá að leiða þjóð sína á erfiðum tímum undanfarin tæpu sex ár. Nú væri tankur hennar hins vegar tómur og tími til kominn að kalla til nýjan leiðtoga.

Erlent