

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.
Sænski bókaútgefandinn Polaris hefur tilkynnt að von sé á þremur bókum til viðbótar um Lisbeth Salander og blaðamanninn Mikael Blomkvist í Millenium-seríunni sem höfundurinn Stieg Larsson skapaði.
Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi sem var myrtur hrottalega af útsendurum krónprins Sádi-Arabíu, hefur biðlað til tónlistarmannsins Justins Bieber að hann blási af tónleika sína í Sádi-Arabíu í næsta mánuði.
Norski tónlistarmaðurinn Hans-Erik Dyvik Husby, betur þekktur sem Hank von Hell úr pönksveitinni Turbonegro, er látinn. Hann varð 49 ára.
Listamaðurinn KLAKI hefur notið mikilla vinsælda undanfarið en maðurinn á bakvið þetta framúrstefnulega nafn heitir Gísli Brynjarsson og segist lifa fyrir að skapa.
Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.
„Ég laðast ekki að verkefnum eingöngu vegna þess að í þeim felast viðskiptatækifæri. Þau þurfa að vera skapandi. Sköpunargleði er það sem keyrir mig áfram,“ segir Sigurjón Sighvatsson, sem á að baki langan feril í kvikmyndagerð og fyrirtækjarekstri af ýmsum toga.
„Ég ólst eiginlega upp undir jöklinum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson.
Meghan Markle, leikkonan og hertogaynjan af Sussex, fór á kostum í falinni myndavél í spjallþætti hjá bandarísku sjónvarpskonunni Ellen DeGeneres í vikunni.
Tveir stærstu rapparar heims, Kanye West og Drake, höfðu eldað grátt silfur saman síðustu ár áður en þeir sættust óvænt fyrr í vikunni. Þeir ætla sér að koma fram saman á tónleikum þann 9. desember næstkomandi í tilraun til að reyna að fá bandarísk yfirvöld til að sleppa fanganum Larry Hoover lausum.
Ég vil að Reykjavíkurborg verði enn betra heimili fyrir börn. Á þessu kjörtímabili hefur heilmargt verið lagt að mörkum til að svo megi verða.
Rappsveitin Reykjavíkurdætur var í viðtali við tónlistartímaritið Rolling Stone í gær. Í viðtalinu fara þær meðal annars yfir stofnun hljómsveitarinnar, móðurhlutverkið og baráttuna við feðraveldið.
Íslenski listinn fór skemmtilega af stað í dag með heitustu lögum okkar Íslendinga. Ég ákvað samhliða listanum að fara í spennandi ferðalag um tónlistarsöguna, í svokallaða tónlistar-tímavél, og skoða hvaða lög sátu á toppnum fyrir 10 og 20 árum síðan. Skoðum það aðeins!
Herra Hnetusmjör gefur lítið fyrir gagnrýni Sigríðar Á. Andersen á ferðalög hans til útlanda. Hann skýtur föstum skotum á fyrrverandi ráðherrann - og hendir gaman að pólitískri fortíð Sigríðar á samfélagsmiðlum.
Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara.
Á sunnudag er minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 2021. Að þessu tilefni ætla allar útvarpsstöðvar landsins sem eru með beinar útsendingar að sameinast í því klukkan 14:00 að spila lagið When I think of Angels og segja frá minningardeginum.
Landsréttur vísaði í dag frá máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Persónuvernd. Málskostnaður fyrir báðum dómstigum fellur niður. Atli Rafn hafði áður haft betur í baráttu sinni við Persónuvernd fyrir héraðsdómi en Persónuvernd áfrýjaði dómnum.
Jennifer Lopez snýr aftur í rómantísku gamanmyndirnar á næsta ári, þegar mynd hennar Marry Me kemur út á Valentínusardaginn.
Söngkonan Adele gaf í dag út plötu sína 30. Aðdáendur hafa beðið spenntir eftir útgáfunni en söngkonan gaf síðast út plötuna 25 árið 2015.
Tónlistarmaðurinn Hreimur stígur á stokk í kvöld og flytur sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir verða fluttir á Bylgjunni og sýndir samhliða því á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir.
Kvikmyndagerðarkonan Helga Rakel Rafnsdóttir greindist með MND sjúkdóminn fyrr á þessu ári. Faðir hennar, trommarinn Rafn Ragnar Jónsson, lést úr sama sjúkdómi árið 2004 þá 49 ára gamall. Þetta kemur fram í þættinum Okkar á milli sem sýndur verður á RÚV í kvöld.
Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum.
Nýtt dansverk eftir danshöfundinn Sveinbjörgu Þórhallsdóttur verður frumsýnt á Reykavík Dance Festival í Tjarnarbíói 20. nóvember 2021. Verkið nefnist Rof.
Nýjasta kvikmynd Wes Andersons er nú komin í kvikmyndahús. Þó hún nái nú ekki þeim hæðum sem hans bestu verk ná, er hún þrátt fyrir allt hin fínasta ræma.
Guðmundur Andri Thorsson fráfarandi þingmaður er byrjaður aftur á Forlaginu, sínum gamla vinnustað.
Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi.
Friðrik Ómar Hjörleifsson er einn vinsælasti söngvari landsins og hefur verið það heillengi. Friðrik er með skemmtilegri mönnum landsins og nánast alltaf í góðu skapi.
Tónlistarparið Shawn Mendes og Camila Cabello eru hætt saman. Parið sagði frá þessu í sameiginlegri yfirlýsingu á Instagram.
Bandaríski rapparinn Young Dolph er látinn, 36 ára að aldri. Hann var skotinn til bana við verslun í heimaborg sinni Memphis í Tennessee í gær.
Klukkan er farin að ganga sex á miðvikudegi. Kominn tími til að loka tölvunni. Vinnudegi lokið. En ekki deginum. Ó nei. Fram undan er rokk í Reykjavík. Wine, dine og tónleikar með einni vinsælustu hljómsveit Íslands fyrr og síðar.
Hljómsveitin Sign fagnar tuttugu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Vindar og Breytingar, í Iðnó þann 27. nóvember í samstarfi við X977.