Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 23. maí 2022 16:30 Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. Þau skilyrði eru þrenn en það er að framleiðslukostnaður sem fellur til við framleiðslu viðkomandi kvikmyndar eða sjónvarpsefni hér á landi séu að lágmarki 200 milljónir króna. Að um sé að ræða framleiðslu þar sem tökudagar hér á landi séu að lágmarki 30 talsins og heimilt er að telja eftirvinnslutímabil verkefnis hér á landi með í þeirri tölu. Þá að fjöldi starfsmanna sem vinna beint að verkefninu séu að lágmarki 50. Fyrir önnur verkefni sem ekki uppfylla framangreind skilyrði er hlutfallið óbreytt eða 25%. Þessar tillögur eru í samræmi við þær áherslur sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla alþjóðlega samkeppnishæft stuðningskerfi við framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis og málefnaáherslur Framsóknar í aðdraganda kosninga. Aukin heldur er þetta í takt við kvikmyndastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem gefin var út í október 2020. Endurgreiðslur standa bæði innlendum og erlendum aðilum til boða. Það eru ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla en þau eru m.a. að viðkomandi kvikmyndaframleiðsla sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru og/eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Sífellt algengara er að þjóðir bjóði upp á sérstakar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og á undanförnum árum hefur hlutfall endurgreiðslu farið hækkandi þar sem samkeppni Íslands er hvað mest á sviði kvikmyndaframleiðslu. Meðal annars er hlutfallið komið upp í 35% á Írlandi og Möltu og er það því mikið hagsmunamál fyrir okkur sem þjóð og okkar samkeppnisstöðu á þessum markaði að lögin séu endurskoðuð í því skyni að sækja fram á þessu sviði. Ógrynni tækifæra felast í því að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi en þessi breyting mun gera íslenskan kvikmyndaiðnað samkeppnishæfan og mun hafa mikla þýðingu fyrir alla hagaðila sem að borðinu koma. Verkefni af þessum toga eru atvinnuskapandi, gjaldeyrisskapandi og landið öðlast kynningu erlendis sem getur skilað sér í jákvæðari ímynd og auknum gjaldeyristekjum vegna komu ferðamanna hingað til lands. Við erum í kjörstöðu til að gera breytingar sem hafa í för með sér fjölmörg ný og spennandi störf og um leið aukum við til muna útflutningsverðmæti þjóðarbúsins og er það mikilvægt og jafnframt gleðilegt. Það á að skipta okkur öllu máli og er okkur mikið hagsmunamál að við beitum okkur fyrir því að fá til okkar stærri og umfangsmeiri kvikmyndaverkefni til vinnslu á Íslandi. Auðséð er að hvatar til kvikmyndagerðar, líkt og hærra endurgreiðsluhlutfall af framleiðslukostnaði, gegna lykilhlutverki í ákvörðunartöku kvikmyndaframleiðenda um staðsetningu verkefnis. Því ætlum við að skapa okkur sess og vera fremst meðal jafningja í kvikmyndaframleiðslu og vera eftirsóknarverður kostur fyrir framleiðendur. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. Þau skilyrði eru þrenn en það er að framleiðslukostnaður sem fellur til við framleiðslu viðkomandi kvikmyndar eða sjónvarpsefni hér á landi séu að lágmarki 200 milljónir króna. Að um sé að ræða framleiðslu þar sem tökudagar hér á landi séu að lágmarki 30 talsins og heimilt er að telja eftirvinnslutímabil verkefnis hér á landi með í þeirri tölu. Þá að fjöldi starfsmanna sem vinna beint að verkefninu séu að lágmarki 50. Fyrir önnur verkefni sem ekki uppfylla framangreind skilyrði er hlutfallið óbreytt eða 25%. Þessar tillögur eru í samræmi við þær áherslur sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla alþjóðlega samkeppnishæft stuðningskerfi við framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis og málefnaáherslur Framsóknar í aðdraganda kosninga. Aukin heldur er þetta í takt við kvikmyndastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem gefin var út í október 2020. Endurgreiðslur standa bæði innlendum og erlendum aðilum til boða. Það eru ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla en þau eru m.a. að viðkomandi kvikmyndaframleiðsla sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru og/eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Sífellt algengara er að þjóðir bjóði upp á sérstakar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og á undanförnum árum hefur hlutfall endurgreiðslu farið hækkandi þar sem samkeppni Íslands er hvað mest á sviði kvikmyndaframleiðslu. Meðal annars er hlutfallið komið upp í 35% á Írlandi og Möltu og er það því mikið hagsmunamál fyrir okkur sem þjóð og okkar samkeppnisstöðu á þessum markaði að lögin séu endurskoðuð í því skyni að sækja fram á þessu sviði. Ógrynni tækifæra felast í því að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi en þessi breyting mun gera íslenskan kvikmyndaiðnað samkeppnishæfan og mun hafa mikla þýðingu fyrir alla hagaðila sem að borðinu koma. Verkefni af þessum toga eru atvinnuskapandi, gjaldeyrisskapandi og landið öðlast kynningu erlendis sem getur skilað sér í jákvæðari ímynd og auknum gjaldeyristekjum vegna komu ferðamanna hingað til lands. Við erum í kjörstöðu til að gera breytingar sem hafa í för með sér fjölmörg ný og spennandi störf og um leið aukum við til muna útflutningsverðmæti þjóðarbúsins og er það mikilvægt og jafnframt gleðilegt. Það á að skipta okkur öllu máli og er okkur mikið hagsmunamál að við beitum okkur fyrir því að fá til okkar stærri og umfangsmeiri kvikmyndaverkefni til vinnslu á Íslandi. Auðséð er að hvatar til kvikmyndagerðar, líkt og hærra endurgreiðsluhlutfall af framleiðslukostnaði, gegna lykilhlutverki í ákvörðunartöku kvikmyndaframleiðenda um staðsetningu verkefnis. Því ætlum við að skapa okkur sess og vera fremst meðal jafningja í kvikmyndaframleiðslu og vera eftirsóknarverður kostur fyrir framleiðendur. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun