Kvikmyndarisar bíði eftir aukinni endurgreiðslu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 15:27 Leifur B. Dagfinnsson er stofnandi og formaður stjórnar framleiðslufyrirtækisins True North. Aðsend Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis. Leifur segir ýmislegt í pípunum, í ljósi þess að stjórnvöld hafi í þetta í hyggju, en með stærri verkefnum er átt við tökur sem standa yfir í 30 daga eða lengur. „Það er eitt stórt kvikmyndaver sem hefur áhuga á því að koma hingað til lands með þekkta þáttseríu, sem gætu verið í 90 daga í tökum. Tökur á þeirri seríu myndu þá hefjast seint á þessu ári." sagði Leifur í viðtali í Bítinu í morgun. Með tökum hér á landi á þessari þekktu sjónvarpsseríu, gætu um það bil sjö til átta milljarðar skilað sér til landsins. Leifur vildi þó ekki gefa upp nafnið á seríunni. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Leif í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Ísland þurfi að verða samkeppnishæft „Núna höfum við tækifæri til þess að verða eins og Norður-Írland þar sem Northman var tekin upp. Sagan í þeirri mynd gerist að mestu leyti á Íslandi en hún er samt tekin 90 prósent upp í Írlandi af því þar er kvikmyndaver og aðstaða til staðar. Þess vegna þurfum við til að verða samkeppnishæfari með því að hækka endurgreiðsluna hér á landi.“ Segir Leifur og tekur fram að ýmis verkefni sitji á hliðarlínunni þangað til aukin endurgreiðsla verði samþykkt. Umfangið gríðarlegt Leifur tekur fram að um þrjú þúsund störf skapist á ári í þessum iðnaði, en með hækkun endurgreiðslunnar er séð fram á að sú tala fari upp í tíu þúsund. „Í svona verkefni þarf síðan allavega 6 þúsund fermetra af stúdíoplássi og 2-3 þúsund fermetra af skrifstofuhúsnæði.“ Leifur hafði jafnframt orð á því að íslenskt starfsfólk sé harðduglegt og hámenntað, maturinn óaðfinnanlegur og aðstæður til kvikmyndagerðar í raun til fyrirmyndar. Mörg járn í eldinum Heart of stone, Retreat og Washington Black eru dæmi um þáttaraðir sem hafa verið í bígerð hjá True North á þessu ári. Þá hefur efni fyrir Marvel karakter verið tekið upp hérlendis og að sögn Leifs er aldrei að vita hvort næsta Bond mynd verði tekin upp hér á landi. Það er því ljóst að gnægð spennandi efnis, sem tekið er upp á Íslandi, muni vera aðgengilegt í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á næstunni. Kvikmyndagerð á Íslandi Bítið Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bíó og sjónvarp Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Leifur segir ýmislegt í pípunum, í ljósi þess að stjórnvöld hafi í þetta í hyggju, en með stærri verkefnum er átt við tökur sem standa yfir í 30 daga eða lengur. „Það er eitt stórt kvikmyndaver sem hefur áhuga á því að koma hingað til lands með þekkta þáttseríu, sem gætu verið í 90 daga í tökum. Tökur á þeirri seríu myndu þá hefjast seint á þessu ári." sagði Leifur í viðtali í Bítinu í morgun. Með tökum hér á landi á þessari þekktu sjónvarpsseríu, gætu um það bil sjö til átta milljarðar skilað sér til landsins. Leifur vildi þó ekki gefa upp nafnið á seríunni. Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Leif í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Ísland þurfi að verða samkeppnishæft „Núna höfum við tækifæri til þess að verða eins og Norður-Írland þar sem Northman var tekin upp. Sagan í þeirri mynd gerist að mestu leyti á Íslandi en hún er samt tekin 90 prósent upp í Írlandi af því þar er kvikmyndaver og aðstaða til staðar. Þess vegna þurfum við til að verða samkeppnishæfari með því að hækka endurgreiðsluna hér á landi.“ Segir Leifur og tekur fram að ýmis verkefni sitji á hliðarlínunni þangað til aukin endurgreiðsla verði samþykkt. Umfangið gríðarlegt Leifur tekur fram að um þrjú þúsund störf skapist á ári í þessum iðnaði, en með hækkun endurgreiðslunnar er séð fram á að sú tala fari upp í tíu þúsund. „Í svona verkefni þarf síðan allavega 6 þúsund fermetra af stúdíoplássi og 2-3 þúsund fermetra af skrifstofuhúsnæði.“ Leifur hafði jafnframt orð á því að íslenskt starfsfólk sé harðduglegt og hámenntað, maturinn óaðfinnanlegur og aðstæður til kvikmyndagerðar í raun til fyrirmyndar. Mörg járn í eldinum Heart of stone, Retreat og Washington Black eru dæmi um þáttaraðir sem hafa verið í bígerð hjá True North á þessu ári. Þá hefur efni fyrir Marvel karakter verið tekið upp hérlendis og að sögn Leifs er aldrei að vita hvort næsta Bond mynd verði tekin upp hér á landi. Það er því ljóst að gnægð spennandi efnis, sem tekið er upp á Íslandi, muni vera aðgengilegt í kvikmyndahúsum og á streymisveitum á næstunni.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bítið Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bíó og sjónvarp Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent