Malta

Malta

Fréttamynd

Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælis­leit­enda sem vísað var frá Ís­landi

Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum hefur skráð kvörtun karlmanns á þrítugsaldri, frá Kamerún, sem vísað var frá Íslandi í upphafi þessa árs á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Manninum var vísað til Möltu þar sem stjórnvöld áttu að taka umsókn hans um vernd til meðferðar. Manninum var vísað aftur til heimalands síns þremur dögum eftir komu til Möltu og sætti þar, samkvæmt lögmanni hans, pyntingum og ómannúðlegri meðferð. Maðurinn fer nú huldu höfði í Kamerún.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Við­kvæm staða í björgunar­að­gerðum Play Europe

Skuldabréfaeigendur í Play keppast nú við að bjarga dótturfélagi flugfélagsins á Möltu með því að ná samningum á ný við flugvélaleigusala svo starfsemin geti haldið þar áfram. Í upptöku  af starfsmannafundi dótturfélagsins á Möltu sem fréttastofu hefur undir höndum kemur fram að leigusalarnir hafi kippt að sér höndum við fall Play á Íslandi og staðan sé flókin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sækja um ­leyfi á Möltu

Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brott­fall ungra karla á Ís­landi úr námi hæst í Evrópu

Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. 

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn ríkis­borgari Möltu

Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 

Innlent
Fréttamynd

Bræður dæmdir fyrir morðið á Galizia

George og Alfred Degiorgio voru í gær dæmdir í fjörutíu ára fangelsi hvor um sig fyrir morðið á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia árið 2017. Þriðji maðurinn, Vince Muscat, hafði þegar játað á sig aðild að morðinu.

Erlent
Fréttamynd

Maltverjar loka á vegabréfakaup Rússa

Malta hefur ákveðið að loka fyrir umsóknir Rússa og Hvítrússa fyrir svokölluð „gyllt vegabréf“ vegna viðskiptaþvingana Evrópusambandsins gegn ríkjunum tveimur.  

Erlent
Fréttamynd

Malta borgar ferða­mönnum til að koma í sumar

Yfirvöld í Möltu stefnir á að greiða erlendum ferðamönnum, sem halda til á eyjunni í meira en þrjá daga í sumar, allt að 200 evrur, sem eru um 30 þúsund íslenskar krónur. Þau segja aðgerðirnar til þess gerðar að koma ferðaþjónustu eyjunnar á réttan kjöl en atvinnugreinin hefur tekið dýfu niður á við vegna kórónuveirufaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Vilja fá tönn sem Attenborough gaf prinsinum aftur

Yfirvöld á Möltu munu mögulega krefjast þess að beingervingi hákarlatannar verði skilað til landsins. Hinn víðfrægi David Attenborough gaf Georg prinsi tönnina en hann fann hana í fríi á Möltu fyrir rúmum fimmtíu árum.

Erlent
Fréttamynd

Fjörutíu dagar á sjó og þrjár neitanir

Hópur flóttafólks er nú kominn í land á Ítalíu eftir að hafa varið yfir 40 dögum á sjó. Danska skipinu sem flutti hópinn var meinað að leggjast að landi í þremur ríkjum.

Erlent
  • «
  • 1
  • 2