Viðskipti innlent

Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Höfuðstöðvar Air Atlanta eru í Kópavogi.
Höfuðstöðvar Air Atlanta eru í Kópavogi. Air Atlanta

Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Air Atlanta. Ekki stendur til að segja neinum upp störfum á Íslandi vegna breytinganna. 

Fram kemur í tilkynningu að nýja flugfélagið muni skapa „frekari vaxtar- og sóknartækifæri fyrir Atlanta þegar sér fyrir endann á Covid-19 heimsfaraldrinum, sem leikið hefur flugfélög heimsins grátt.“ Félagið muni styrkja rekstrargrundvöll Atlanta með „auknu aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum.“ 

Í því samhengi hafi Atlanta séð fram á að mjög erfitt hefði orðið að koma farþegaflugi félagsins í Sádi-Arabíu í gang aftur að loknum faraldri, þar sem félagið nýtur ekki góðs af tvísköttunarsamningum annarra landa við Sádi-Arabíu. 

„Farþegaflug félagsins þar í landi hefur verið kjölfestan í rekstri Atlanta, en nú sitja allar sjö B747-400 farþegavélar flugfélagsins óhreyfðar á jörðu niðri og að minnsta kosti tvær til þrjár þeirra á leið í niðurrif fljótlega,“ segir í tilkynningu.

Aðgerðirnar muni enn fremur opna nýja möguleika til sóknar á alþjóðlegum fraktmarkaði. 

Haft er eftir Baldvini M. Hermannsson forstjóra Atlanta í tilkynningu að bregðist stjórnendur ekki við stöðunni sjái þeir fram á alvarlegan og varanlegan samdrátt í tekjum flugfélagsins. Rekstrargrundvöllurinn muni styrkjast með stofnun Air Atlanta Europe. Ekki standi þó til að gera neinar breytingar á núverandi rekstri félagsins á Íslandi. 

Um 200 starfsmenn starfa fyrir Atlanta á Íslandi en höfuðstöðvar flugfélagsins eru í Kópavogi. Í tilkynningu segir að ekki sé fyrirhugað að segja neinum upp störfum í tengslum við stofnun nýja flugfélagsins. 


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
3,3
11
26.594
ICEAIR
2,15
24
68.833
SIMINN
2,05
8
293.894
TM
0,76
2
40.252
SJOVA
0,64
2
10.388

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,85
6
18.440
SYN
-1,68
5
31.659
ICESEA
-1,35
9
187.177
FESTI
-0,65
3
39.179
MAREL
-0,14
10
77.534
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.