Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Árni Sæberg skrifar 21. mars 2025 17:03 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Maltneskt dótturfélag flugfélagsins Play hefur auglýst í lausar stöður flugliða, svokallaðra fyrstu freyja. Launin sem boðið er upp á eru 217 þúsund krónur á mánuði og veikindadagar eru fimm á ári. Ekki er um að ræða flugliða sem fljúga til og frá Íslandi. Stöðurnar eru auglýstar í gegnum hollensku ráðningarskrifstofuna Confair aviation. Á vef fyrirtækisins má sjá auglýsingar fyrir stöður fyrstu freyja, flugmanna og flugstjóra. Í auglýsingunum koma upplýsingar um kaup og kjör ekki fram en Vísir hefur nánari upplýsingar um stöðu fyrstu freyju undir höndum. Fljúga ekki til Íslands Félagið sem um ræðir er Fly Play Europe, maltneskt dótturfélag hins íslenska Play. Tilkynnt var um endurskipulagningu reksturs Play og stofnun maltnesks dótturfélags í október síðastliðnum. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Aftur á móti yrði einhver hluti flugflota félagsins nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur, ekki undir merkjum Play og með erlendar áhafnir. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Play Europe sé maltneskt flugfélag og verði einungis með flugstarfsemi utan Íslands. Þannig verði ekki flogið til og frá Íslandi heldur frá borgum í Austur-Evrópu og ekki undir vörumerki Play. Launin sem komi fram í auglýsingunni séu í samræmi við laun fyrir sambærilegar stöður á þeim stöðum sem flogið verður frá. Heildarlaunin 1.500 evrur miðað við lágmarkstíma Í auglýsingunni segir að heimavellir sem flogið verði frá séu flugvöllurinn í Katowice í Póllandi og flugvöllurinn í Kisíná í Moldóvu. Annars vegar sé um að ræða störf þar sem er unnið 20 daga á mánuði og hins vegar 23 daga. Ferðalög til og frá heimavelli séu talin með í unnum dögum. Félagið muni sjá starfsmönnum fyrir fari milli heimilis og heimavallar fyrir hverja törn. Þá muni félagið hýsa starfsmenn á heimavellinum og útivöllum. Innifalið sé morgunmatur, internettenging og aðgangur að þvottahúsi. Í auglýsingunni segir að heildarlaun séu að meðaltali 1.500 evrur, 217 þúsund íslenskar krónur, á mánuði. Að sögn Birgis er um að ræða laun fyrir lágmarksflugtíma. Í auglýsingunni er tekið fram að laun séu greidd á vinnustað en unnt sé að óska eftir að laun séu greidd í heimalandi starfsmanns. Fimm daga veikindaréttur og engar tryggingar Í auglýsingunni segir hvað varðar önnur kjör að starfsmenn njóti 24 orlofsdaga á ári, sem skuli taka á svokölluðum OFF dögum. Fyrstu freyjur þurfi að sjá fyrir eigin tryggingum (e. social coverage). Loks segir að veikindadagar séu fimm á ári. Play Malta Moldóva Pólland Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Play í frjálsu falli Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. 18. október 2024 11:49 Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Sjá meira
Stöðurnar eru auglýstar í gegnum hollensku ráðningarskrifstofuna Confair aviation. Á vef fyrirtækisins má sjá auglýsingar fyrir stöður fyrstu freyja, flugmanna og flugstjóra. Í auglýsingunum koma upplýsingar um kaup og kjör ekki fram en Vísir hefur nánari upplýsingar um stöðu fyrstu freyju undir höndum. Fljúga ekki til Íslands Félagið sem um ræðir er Fly Play Europe, maltneskt dótturfélag hins íslenska Play. Tilkynnt var um endurskipulagningu reksturs Play og stofnun maltnesks dótturfélags í október síðastliðnum. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Aftur á móti yrði einhver hluti flugflota félagsins nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur, ekki undir merkjum Play og með erlendar áhafnir. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Play Europe sé maltneskt flugfélag og verði einungis með flugstarfsemi utan Íslands. Þannig verði ekki flogið til og frá Íslandi heldur frá borgum í Austur-Evrópu og ekki undir vörumerki Play. Launin sem komi fram í auglýsingunni séu í samræmi við laun fyrir sambærilegar stöður á þeim stöðum sem flogið verður frá. Heildarlaunin 1.500 evrur miðað við lágmarkstíma Í auglýsingunni segir að heimavellir sem flogið verði frá séu flugvöllurinn í Katowice í Póllandi og flugvöllurinn í Kisíná í Moldóvu. Annars vegar sé um að ræða störf þar sem er unnið 20 daga á mánuði og hins vegar 23 daga. Ferðalög til og frá heimavelli séu talin með í unnum dögum. Félagið muni sjá starfsmönnum fyrir fari milli heimilis og heimavallar fyrir hverja törn. Þá muni félagið hýsa starfsmenn á heimavellinum og útivöllum. Innifalið sé morgunmatur, internettenging og aðgangur að þvottahúsi. Í auglýsingunni segir að heildarlaun séu að meðaltali 1.500 evrur, 217 þúsund íslenskar krónur, á mánuði. Að sögn Birgis er um að ræða laun fyrir lágmarksflugtíma. Í auglýsingunni er tekið fram að laun séu greidd á vinnustað en unnt sé að óska eftir að laun séu greidd í heimalandi starfsmanns. Fimm daga veikindaréttur og engar tryggingar Í auglýsingunni segir hvað varðar önnur kjör að starfsmenn njóti 24 orlofsdaga á ári, sem skuli taka á svokölluðum OFF dögum. Fyrstu freyjur þurfi að sjá fyrir eigin tryggingum (e. social coverage). Loks segir að veikindadagar séu fimm á ári.
Play Malta Moldóva Pólland Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Play í frjálsu falli Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. 18. október 2024 11:49 Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Sjá meira
Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57
Play í frjálsu falli Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. 18. október 2024 11:49
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent