Ármann Smári inn fyrir Jóhannes Búið er að tilkynna byrjunarlið íslenska landsliðsins sem mætir Norður-Írlandi nú klukkan 18:05 á Laugardalsvelli. Eyjólfur Sverrisson gerir eina breytingu á byrjunarliðinu, Ármann Smári Björnsson kemur inn fyrir Jóhannes Karl Guðjónsson sem er í leikbanni. Íslenski boltinn 12. september 2007 17:09
Þórður úr leik hjá Skagamönnum Skagamenn hafa orðið fyrir miklu áfalli í Landsbankadeild karla. Þórður Guðjónsson er með rifinn vöðva í læri og leikur tæplega meira með liðinu það sem eftir lifi leiktíðar. Þórður fékk högg á lærið í leik um daginn og tóku þau sig aftur upp á æfingu í fyrradag. Íslenski boltinn 12. september 2007 10:26
Afturelding jafnaði í lokin Sautjándu og næstsíðustu umferð 2. deildar karla lauk í kvöld þegar ÍR og Afturelding áttust við í Breiðholtinu. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir í leiknum en gestirnir náðu að jafna og úrslitin 2-2. Íslenski boltinn 11. september 2007 20:42
Jafntefli á Akranesi Íslenska U21 landsliðið er með tvö stig að loknum þremur leikjum í riðli sínum í undankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið gerði í kvöld markalaust jafntefli gegn Belgíu en leikið var á Akranesvelli. Íslenski boltinn 11. september 2007 20:07
Atli og Heimir leika ekki gegn FH Knattspyrnudeild FH hefur ákveðið að gerður samningur milli FH og Fjölnis skuli standa. Því munu þeir Atli Viðar Björnsson og Heimir Snær Guðmundsson ekki leika með Fjölni gegn FH í úrslitaleik VISA bikarkeppninnar. Íslenski boltinn 11. september 2007 00:17
Annar sigur U19 liðsins á Skotum Íslenska U19 landsliðið spilaði í dag annan æfingaleik sinn gegn skoska U19 landsliðinu. Ísland vann 1-0 sigur en eina mark leiksins skoraði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður hjá unglingaliði Reading í Englandi. Íslenski boltinn 10. september 2007 20:32
Ásgeir Elíasson látinn Ásgeir Elíasson, fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, lést á heimili sínu í gær. Einnar mínútu þögn verður gerð fyrir leik Íslendinga og Norður-Íra á miðvikudag til að minnast Ásgeirs og munu íslensku landsliðsmennirnir leika með sorgarbönd. Íslenski boltinn 10. september 2007 12:12
Liðið hefur vantað herslumuninn Íslenska knattspyrnulandsliðið hefur komist yfir í fjórum síðustu heimaleikjum en ekki náð að halda út og vinna leikina. Í síðustu leikjum fékk liðið góð færi til að komast í 2-0 en tókst ekki að tryggja sigurinn. Íslenski boltinn 10. september 2007 00:01
Grétar Rafn og Hermann æfðu með fötluðum Mikið fjör var á fótboltaæfingu hjá fötluðum í morgun en hún fór fram á sparkvellinum við Laugarnesskóla. Landsliðsmennirnir Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson mættu á æfinguna og léku listir sínar. Íslenski boltinn 9. september 2007 16:06
Einkunnagjöf íslenska liðsins Fréttablaðið gaf leikmönnum íslenska landsliðsins einkunnir fyrir þeirra frammistöðu í leiknum gegn Spánverjum í gær. Hér má sjá einkunnagjöf blaðsins ásamt rökstuðningi. Íslenski boltinn 9. september 2007 10:12
Spánverjar jöfnuðu í lokin Fyrirfram hefði jafntefli gegn Spánverjum verið talin frábær úrslit fyrir íslenska landsliðið. En miðað við þróun leiksins í kvöld er svekkjandi að hafa ekki tekið öll stigin. Leikur Íslands og Spánar á Laugardalsvelli endaði með jafntefli 1-1. Íslenski boltinn 8. september 2007 22:00
Textalýsing: Ísland - Spánn Ísland og Spánn gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli. Emil Hallfreðsson kom Íslandi yfir á 40. mínútu en Iniesta jafnaði á 86. mínútu. Spánverjar léku einum færri frá 20. mínútu að Xabi Alonso fékk að líta rauða spjaldið. Bein textalýsing var frá leiknum. Íslenski boltinn 8. september 2007 21:45
Eiður ekki í hópnum Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í átján manna leikmannahópi Íslands fyrir leikinn gegn Spáni sem hefst klukkan 20:00. Af tuttugu manna leikmannahópi íslenska liðsins eru Eiður Smári og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, leikmaður FH sem ekki komast í lokahópinn. Íslenski boltinn 8. september 2007 19:09
U19 landsliðið vann Skotland Íslenska U19 landsliðið lék í dag fyrri vináttulandsleik sinn gegn skoska U19 landsliðinu. Leikið var á Sparisjóðsvellinum í sandgerði og vann íslenska liðið öruggan 3-0 sigur. Íslenski boltinn 8. september 2007 17:09
Víðir vann 3. deildina Knattspyrnufélagið Víðir úr Garði er sigurvegari í 3. deild karla 2007. Úrslitaleikur deildarinnar fór fram í dag á Njarðvíkurvelli en þar mættust Víðir og Grótta. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víðismönnum sem eru því Íslandsmeistarar 3. deildar. Íslenski boltinn 8. september 2007 15:13
Guðjón: Það vantar aga kringum landsliðið Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari ÍA, var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Viðtalið er mjög athyglisvert en þar ræðir Guðjón um stöðu íslenska landsliðsins í dag og leik kvöldsins gegn Spánverjum. Íslenski boltinn 8. september 2007 14:28
Byrjunarlið Íslands í kvöld Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir kvöldið. Þrjár breytingar eru á byrjunarliðinu frá vináttulandsleiknum gegn Kanada. Íslenski boltinn 8. september 2007 13:17
Fólk hvatt til að mæta tímanlega Áhorfendur á leik Íslands og Spánar eru hvattir til að mæta vel tímanlega á leikinn í kvöld til að forðast biðraðir og til að hita upp fyrir leikinn. Ýmislegt verður á boðstólnum fyrir áhorfendur í Laugardal fyrir leikinn. Íslenski boltinn 8. september 2007 12:15
Gagnrýnin hér á landi er dropi í hafið Eiður Smári Guðjohnsen mun byrja leikinn gegn Spáni á varamannabekknum. Hann tjáði sig við íslenska blaðamenn í dag og talaði þar meðal annars um utanaðkomandi gagnrýni á landsliðið. Íslenski boltinn 7. september 2007 21:16
Stefnum á að sækja hratt Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali á Stöð 2 í kvöld að liðið ætli að spila öflugan varnarleik og sækja hratt á Spánverja í leiknum á morgun. Hann segir að andinn í íslenska hópnum sé mjög góður. Íslenski boltinn 7. september 2007 21:00
Mikilvægur sigur Þórs/KA í Garðabæ Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Toppliðin tvö í deildinni, Valur og KR, unnu bæði leiki sína þar sem markadrottningarnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Olga Færseth voru á skotskónum. Þór/KA vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni. Íslenski boltinn 7. september 2007 20:27
Jafntefli í Slóvakíu Íslenska U21 landsliðið gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Slóvakíu en leikið var ytra. Bjarni Þór Viðarsson skoraði fyrra mark Íslands úr vítaspyrnu en Theodór Elmar Bjarnason, leikmaður skoska liðsins Glasgow Celtic, skoraði það síðara og jafnaði í 2-2. Íslenski boltinn 7. september 2007 19:54
Heil umferð í Landsbankadeild kvenna Núna klukkan 18:00 verður flautað til leiks í 16. umferð Landsbankadeildar kvenna. Tveir leikir verða í Reykjavík, einn í Garðabæ og einn í Keflavík. Topplið Vals tekur á móti Fylki á Valbjarnarvelli á meðan KR-stúlkur heimsækja botnlið ÍR. Íslenski boltinn 7. september 2007 17:06
Króatarnir áfram hjá ÍA Sagt er frá því á heimasíðu knattspyrnudeildar ÍA að félagið hafi gert nýja samninga við króatísku leikmennina tvo sem leikið hafa með liðinu í sumar. Dario Cingel og Vejkoslav Svadumovic skrifuðu undir samninga til tveggja ára en þeir hafa spilað stórt hlutverk á Skaganum. Íslenski boltinn 5. september 2007 21:03
Afturelding og HK/Víkingur upp Afturelding og HK/Víkingur tryggðu sér í kvöld sæti í Landsbankadeild kvenna á næstu leiktíð. Seinni leikir í undanúrslitum 1. deildar fóru þá fram. Afturelding vann Völsung á Húsavíkurvelli og HK/Víkingur burstaði Hött. Íslenski boltinn 5. september 2007 19:39
Magnús og Guðjón fá ávítur frá KSÍ Magnús Gylfason þjálfari Víkings og Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA, í Landsbankadeild karla fengu í dag ávítur frá aganefnd KSÍ og voru félög þeirra sektuð um 10 þúsund krónur vegna ummæla þeirra í garð dómara eftir leiki í 14. umferð deildarinnar. Þá fengu þeir Ólafur Kristjánsson þjálfari Keflavíkur og Leifur Garðarsson þjálfari Fylkis áminningu vegna ummæla sinna við sama tækifæri. Íslenski boltinn 5. september 2007 16:18
Margrét Lára langmarkahæst Margrét Lára Viðarsdóttir er langmarkahæsti leikmaðurinn í Landsbankadeild kvenna. Margrét hefur skorað þrjátíu mörk í deildinni í þeim þrettán leikjum sem Valur hefur leikið en í kvöld gerði hún fjögur þegar Valur vann 11-0 útisigur á Fjölni. Íslenski boltinn 4. september 2007 20:31
Fylkir sendi ÍR í botnsætið Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Fylkir og ÍR áttust við í sannkölluðum botnbaráttuslag þar sem Fylkir vann 4-1 sigur. Með þessum úrslitum datt ÍR í botnsætið en aðeins eitt lið fellur úr deildinni. Íslenski boltinn 4. september 2007 20:09
Grótta og Víðir í úrslitin Ljóst er að það verða Grótta og Víðir sem munu mætast í úrslitaleiknum um sigurinn í 3. deild karla. Bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti í 2. deild á næstu leiktíð. Seinni leikir undanúrslitana fóru fram í kvöld. Íslenski boltinn 4. september 2007 19:44
Tveir úr FH dæmdir í bann Danirnir Tommy Nielsen og Dennis Siim verða ekki með Íslandsmeistaraliði FH þegar það heimsækir Breiðablik sunnudaginn 16. september. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í dag og fengu þeir báðir leikbann vegna uppsafnaðra áminninga. Íslenski boltinn 4. september 2007 18:11