Íslenski boltinn

Ásgeir Elíasson látinn

Ásgeir Elíasson
Ásgeir Elíasson Mynd/E.Ól

Ásgeir Elíasson, fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, lést á heimili sínu í gær. Einnar mínútu þögn verður gerð fyrir leik Íslendinga og Norður-Íra á miðvikudag til að minnast Ásgeirs og munu íslensku landsliðsmennirnir leika með sorgarbönd.

Ásgeir var einn reyndasti knattspyrnuþjálfari landsliðsins og stýrði hann liði ÍR þegar hann lést. Ásgeir gerði lið Fram þrívegis að Íslandsmeistara og þrisvar stýrði hann liði til sigurs í bikarkeppni. Hann þjálfaði A-landslið Íslands á árunum 1991-1995 og náði ágætum árangri - 12 sigrum, 8 jafnteflum og 15 töpum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×