Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Þróttur upp og Reynir niður

Þróttur vann Reynismenn suður með sjó, 4-0, á meðan að ÍBV vann Fjölni, 4-3. Þróttarar fara því upp ásamt deildarmeisturum Grindavíkur og Fjölni.

Fótbolti
Fréttamynd

Geymt en ekki gleymt

Guðmundur Steinarsson segir félaga sína í liði Keflavíkur eiga harma að hefna gegn ÍA í lokaumferð Landsbankadeildarinnar á morgun. Umdeilt mark Bjarna Guðjónssonar réði úrslitum í fyrri leik liðanna á Skipaskaga í júlí þar sem allt ætlaði um koll að keyra. Keflvíkingar eru ekki búnir að gleyma atvikinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gylfi dæmir síðasta leikinn í dag

Gylfi Orrason hefur dæmt á Íslandsmótinu í knattspyrnu í aldarfjórðung en í kvöld flautar hann sinn síðasta leik á Íslandsmótinu þegar hann dæmir leik Leiknis og Víkings Ó í 1. deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lokaumferðin í beinni á Sýn

Á morgun fer fram lokaumferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Þá gerist það í fyrsta skipti að tveir leikir í Landsbankadeildinni verði sýndir í beinni útsendingu á sama tíma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR gerði best við fjölmiðla

Samtök íþróttafréttamanna ákváðu í vor að verðlauna það lið sem stæði sig best hvað varðar aðbúnað og vinnuaðstöðu fyrir íþróttafréttamenn boltasumarið 2007. Ljóst er að mörg félög standa sig með mikilli prýði í þessum efnum en hjá nokkrum félögum er pottur brotinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Elísabet og Freyr þjálfa Valsliðið

Knattspyrnudeild Vals hefur skrifað undir samninga við Elísabetu Gunnarsdóttur og Frey Alexandersson og munu þau í sameiningu þjálfa meistaraflokk kvenna hjá félaginu. Samningurinn við Elísabetu og Frey er til tveggja ára.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grindavík á toppinn í 1. deild

Grindvíkingar skelltu sér á toppinn í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld með því að bursta Fylki 5-2 á heimavelli sínum. Heimamenn voru mun sterkari í leiknum en lentu undir 1-0 snemma leiks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leiknir vann Stjörnuna

Leiknir úr Breiðholti vann Stjörnuna 2-1 á heimavelli sínum í kvöld. Með sigrinum hefur Leiknir bjargað sér frá falli úr 1. deild en liðið er nú í sjötta sæti deildarinnar. Vigfús Arnar Jósepsson og Einar Örn Einarsson skoruðu mörk liðsins.

Íslenski boltinn