Geymt en ekki gleymt 28. september 2007 16:44 Guðmundur er hér til vinstri á myndinni og bendir á Bjarna í leiknum umdeilda í júlí Mynd/Eiríkur Guðmundur Steinarsson segir félaga sína í liði Keflavíkur eiga harma að hefna gegn ÍA í lokaumferð Landsbankadeildarinnar á morgun. Umdeilt mark Bjarna Guðjónssonar réði úrslitum í fyrri leik liðanna á Skipaskaga í júlí þar sem allt ætlaði um koll að keyra. Keflvíkingar eru ekki búnir að gleyma atvikinu. "Okkar markmið verður fyrst og fremst að klára mótið með stæl og ná sigri og í ljósi atburða fyrri leiksins væri ágætt svar af okkar hálfu. Við ætlum ekkert að fara að reyna að skora frá miðju eða neitt svoleiðis," sagði Guðmundur þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hann getur sjálfur ekki spilað leikinn á morgun vegna meiðsla. Atvikið umdeilda var með þeim hætti að leikurinn stöðvaðist eftir að boltanum var spyrnt út af svo hægt væri að huga að meiðslum leikmanns. Keflvíkingar reiknuðu með því að Bjarni myndi afhenda þeim boltann eftir að innkast var tekið, en hann spyrnti boltanum yfir allan völlinn og í netið. Í kjölfarið fór allt í bál og brand á vellinum. "Þetta atvik gleymist sennilega aldrei hjá nokkrum manni sem sá þetta en við erum ekkert búnir að vera að velta okkur upp úr þessu í allt sumar eða neitt svoleiðis. Þetta er til dæmis ekki ástæðan fyrir því að gengi okkar hefur ekki verið gott síðan - þrátt fyrir það sem margir hafa verið að halda fram," sagði Guðmundur. Keflvíkingar án sigurs síðan Keflvíkingar höfðu unnið sigur í fjórum af fimm síðustu leikjum sínum í Landsbankadeildinni áður en þeir mættu Skagamönnum á Akranesi í byrjun júlí. Liðið tapaði þar á markinu umdeilda frá Bjarna Guðjónssyni og síðan þá er uppskeran aðeins þrjú stig í átta leikjum. Guðmundur telur víst að félagar hans í Keflavíkurliðinu muni hafa leikinn á Skaganum á bak við eyrað á morgun og muni nýta sér það sem aukna hvatningu til sigurs. "Þetta verður eflaust frábær hvatning fyrir þá í þessum leik og ætli þetta verði ekki bara eins og leikirnir okkar við KR í framtíðinni. Okkur hefur alltaf gengið vel að keyra okkur upp fyrir leiki gegn KR og vonandi verður það þannig gegn ÍA á næstunni líka." Svindl og ekkert annað Guðmundur segist ekki hafa rætt við Bjarna Guðjónsson síðan hann skoraði markið umdeilda á Skaganum. "Ég þekkti Bjarna ágætlega og við höfðum oft talað saman á förnum vegi, en ég hugsa að ég myndi nú ekkert stoppa hann og tala við hann ef ég yrði var við hann í dag," sagði Guðmundur og er greinilega ekki búinn að fyrirgefa Bjarna. "Ef menn þurfa að svindla til að ná árangri, þá er það þeirra mál. Þetta heitir bara svindl og ekkert annað. Það þarf ekkert að deila um það. Það hafa allir séð myndbandsupptöku af þessu atviki og geta dæmt um það sjálfir," sagði Guðmundur.Bjarni: Málið er uppgert af okkar hálfuKeflvíkingar gerðu aðsúg að Bjarna eftir að hann skoraði markið umdeildaMynd/Eiríkur "Þessi leikur á morgun er bara leikur sem við förum í með það fyrir augum að ná í öll stigin eins og í öllum öðrum leikjum - alveg sama gegn hvaða liði það er. Við þurfum að ná sigri og treysta á að úrslit verði okkur hagstæð því við gerum okkur vonir um að ná í Evrópukeppni," sagði Bjarni. Hann á ekki von á því að Keflvíkingar komi ákveðnari í þennan leik en annan. "Ég veit svosem ekki hvað knýr Keflvíkinga áfram en þeir hljóta að fara inn í þennan leik með það fyrir augum að vinna hann alveg eins og við. Það er alveg óháð því sem gerðist í fyrri leiknum. Það er vonlaust fyrir mig að segja til um það hvort það sem gerðist situr í Keflvíkingum eða ekki, en ég held þó ekki. Málið er alveg uppgert af okkar hálfu og væntanlega af þeirra hálfu líka því félögin sendu frá sér sameignilega yfirlýsingu eftir leikinn," sagði Bjarni.Smelltu hér til að sjá myndband af umdeildasta marki sumarsins í Landsbankadeildinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Guðmundur Steinarsson segir félaga sína í liði Keflavíkur eiga harma að hefna gegn ÍA í lokaumferð Landsbankadeildarinnar á morgun. Umdeilt mark Bjarna Guðjónssonar réði úrslitum í fyrri leik liðanna á Skipaskaga í júlí þar sem allt ætlaði um koll að keyra. Keflvíkingar eru ekki búnir að gleyma atvikinu. "Okkar markmið verður fyrst og fremst að klára mótið með stæl og ná sigri og í ljósi atburða fyrri leiksins væri ágætt svar af okkar hálfu. Við ætlum ekkert að fara að reyna að skora frá miðju eða neitt svoleiðis," sagði Guðmundur þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hann getur sjálfur ekki spilað leikinn á morgun vegna meiðsla. Atvikið umdeilda var með þeim hætti að leikurinn stöðvaðist eftir að boltanum var spyrnt út af svo hægt væri að huga að meiðslum leikmanns. Keflvíkingar reiknuðu með því að Bjarni myndi afhenda þeim boltann eftir að innkast var tekið, en hann spyrnti boltanum yfir allan völlinn og í netið. Í kjölfarið fór allt í bál og brand á vellinum. "Þetta atvik gleymist sennilega aldrei hjá nokkrum manni sem sá þetta en við erum ekkert búnir að vera að velta okkur upp úr þessu í allt sumar eða neitt svoleiðis. Þetta er til dæmis ekki ástæðan fyrir því að gengi okkar hefur ekki verið gott síðan - þrátt fyrir það sem margir hafa verið að halda fram," sagði Guðmundur. Keflvíkingar án sigurs síðan Keflvíkingar höfðu unnið sigur í fjórum af fimm síðustu leikjum sínum í Landsbankadeildinni áður en þeir mættu Skagamönnum á Akranesi í byrjun júlí. Liðið tapaði þar á markinu umdeilda frá Bjarna Guðjónssyni og síðan þá er uppskeran aðeins þrjú stig í átta leikjum. Guðmundur telur víst að félagar hans í Keflavíkurliðinu muni hafa leikinn á Skaganum á bak við eyrað á morgun og muni nýta sér það sem aukna hvatningu til sigurs. "Þetta verður eflaust frábær hvatning fyrir þá í þessum leik og ætli þetta verði ekki bara eins og leikirnir okkar við KR í framtíðinni. Okkur hefur alltaf gengið vel að keyra okkur upp fyrir leiki gegn KR og vonandi verður það þannig gegn ÍA á næstunni líka." Svindl og ekkert annað Guðmundur segist ekki hafa rætt við Bjarna Guðjónsson síðan hann skoraði markið umdeilda á Skaganum. "Ég þekkti Bjarna ágætlega og við höfðum oft talað saman á förnum vegi, en ég hugsa að ég myndi nú ekkert stoppa hann og tala við hann ef ég yrði var við hann í dag," sagði Guðmundur og er greinilega ekki búinn að fyrirgefa Bjarna. "Ef menn þurfa að svindla til að ná árangri, þá er það þeirra mál. Þetta heitir bara svindl og ekkert annað. Það þarf ekkert að deila um það. Það hafa allir séð myndbandsupptöku af þessu atviki og geta dæmt um það sjálfir," sagði Guðmundur.Bjarni: Málið er uppgert af okkar hálfuKeflvíkingar gerðu aðsúg að Bjarna eftir að hann skoraði markið umdeildaMynd/Eiríkur "Þessi leikur á morgun er bara leikur sem við förum í með það fyrir augum að ná í öll stigin eins og í öllum öðrum leikjum - alveg sama gegn hvaða liði það er. Við þurfum að ná sigri og treysta á að úrslit verði okkur hagstæð því við gerum okkur vonir um að ná í Evrópukeppni," sagði Bjarni. Hann á ekki von á því að Keflvíkingar komi ákveðnari í þennan leik en annan. "Ég veit svosem ekki hvað knýr Keflvíkinga áfram en þeir hljóta að fara inn í þennan leik með það fyrir augum að vinna hann alveg eins og við. Það er alveg óháð því sem gerðist í fyrri leiknum. Það er vonlaust fyrir mig að segja til um það hvort það sem gerðist situr í Keflvíkingum eða ekki, en ég held þó ekki. Málið er alveg uppgert af okkar hálfu og væntanlega af þeirra hálfu líka því félögin sendu frá sér sameignilega yfirlýsingu eftir leikinn," sagði Bjarni.Smelltu hér til að sjá myndband af umdeildasta marki sumarsins í Landsbankadeildinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira