Íslenski boltinn

Sigurbjörn: Megum ekki vanmeta HK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson í leik gegn Fram fyrr í sumar.
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson í leik gegn Fram fyrr í sumar. Mynd/Daníel

Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, var ánægður með sigurinn gegn FH en varaði við snemmbúnum fögnuði.

"Staðan er góð en það er samt einn leikur eftir," sagði hann en Valur mætir HK á heimavelli í lokaumferðinni. Með sigri verður Valur Íslandsmeistari en HK eru enn að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

"HK-ingar eru mjög grimmir og eru með hörkulið. Það er ekki hægt að vanmeta þá, það er alveg ljóst. FH-ingar gerðu jafntefli við þá í sumar og við höfum ekki efni á að vanmeta neinn. Þetta verður algjör úrslitaleikur fyrir bæði lið, rétt eins og í dag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×