KR gerði best við fjölmiðla 28. september 2007 09:26 Páll Sævar tekur við viðurkenningunni úr höndum Þorsteins Gunnarssonar Samtök íþróttafréttamanna ákváðu í vor að verðlauna það lið sem stæði sig best hvað varðar aðbúnað og vinnuaðstöðu fyrir íþróttafréttamenn boltasumarið 2007. Ljóst er að mörg félög standa sig með mikilli prýði í þessum efnum en hjá nokkrum félögum er pottur brotinn. KR-ingar fengu flest atkvæði í kosningu íþróttafréttamanna að þessu sinni um bestu fjölmiðlaaðstöðuna. Þorsteinn Gunnarsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, afhenti Páli Sævar Guðjónssyni, fjölmiðlafulltrúa og vallarþuli KR-inga, verðlaunaskjöld frá SÍ. Páll Sævar sagði við þetta tilefni að hann líti á þetta sem mikla viðurkenningu fyrir KR-inga sem hefðu ávallt lagt sig fram um að búa sem best að íþróttafréttamönnum. „Mjörg margir sjálfboðaliðar í KR koma að þeirri miklu vinnu að undirbúa heimaleikina og þetta er viðurkenning til okkar allra," sagði Páll. ÍA varð í 2. sæti í kjörinu en þessi tvö félög skáru sig nokkuð úr. Íþróttafréttamenn voru beðnir að koma með rök fyrir kosningunni og hér má sjá nokkur ummæli um aðbúnaðinn á KR-velli í sumar: ** Allt fyrsta flokks, þ.e. aðstaða, leikskýrsla, viðmót og hressing ** Allt pottþétt í hverjum leik. Leikskýrsla á einu blaði, net, hrein aðstaða, kaffi, kruðerí og gátlistinn pottþéttur í hverjum leik ** KR-ingar hafa staðið sig vel í allt sumar og gátlisinn sem sendur var fyrir mótið enn við lýði. ** Viðmót KR-inga gagnvart blaðamönnum til fyrirmyndar ** Vel haldið utan um aðstöðu fyrir blaða-og fréttamenn. Allt klárt löngu fyrir leik og allir hlutir á hreinu. ** Boðið upp á þá nýbreytni að bjóða blaðamönnum í léttan mat með spjalli og upplýsingapakki fyrir leik. Tvö félög skáru sig úr hvað varðar lélegustu aðstöðuna boltasumarið 2007 en það voru Víkingur og FH. Hér má sjá nokkur ummæli um aðstöðuna sem þessi félög buðu upp á:Víkingur: ** Alltaf vesen með netið enda routerinn öfugu megin, aðstaða lítil og þröng. Ekki alltaf kaffi og vandræði með skýrslur. ** Víkingur tívmælalaust með lökustu aðstöðuna þó að hún hafi verið bætt. Þrengsli og vesen með netsamband. ** Slæm aðstaða fyrir skrifandi blaðamenn og ljósvakamiðlamenn FH: ** Allt of lítið, borð í fáránlegri hæð og oft erfitt að komast að leikmönnum eftir leik. ** Lítið pláss, póstar fyrir gluggum og völlurinn sést illa allur. Innstungur af skornum skammti, loftlaust og að hátalarar séu uppi á skúrnum er til skammar. ** Hvað þarf ekki að bæta í Kaplakrika? Alltof lítil aðstaða, stólarnir oftast óþægilegir ef þeir fyrir hendi og hátalarar ofan á blaðamannaskúrnum óþolandi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Samtök íþróttafréttamanna ákváðu í vor að verðlauna það lið sem stæði sig best hvað varðar aðbúnað og vinnuaðstöðu fyrir íþróttafréttamenn boltasumarið 2007. Ljóst er að mörg félög standa sig með mikilli prýði í þessum efnum en hjá nokkrum félögum er pottur brotinn. KR-ingar fengu flest atkvæði í kosningu íþróttafréttamanna að þessu sinni um bestu fjölmiðlaaðstöðuna. Þorsteinn Gunnarsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, afhenti Páli Sævar Guðjónssyni, fjölmiðlafulltrúa og vallarþuli KR-inga, verðlaunaskjöld frá SÍ. Páll Sævar sagði við þetta tilefni að hann líti á þetta sem mikla viðurkenningu fyrir KR-inga sem hefðu ávallt lagt sig fram um að búa sem best að íþróttafréttamönnum. „Mjörg margir sjálfboðaliðar í KR koma að þeirri miklu vinnu að undirbúa heimaleikina og þetta er viðurkenning til okkar allra," sagði Páll. ÍA varð í 2. sæti í kjörinu en þessi tvö félög skáru sig nokkuð úr. Íþróttafréttamenn voru beðnir að koma með rök fyrir kosningunni og hér má sjá nokkur ummæli um aðbúnaðinn á KR-velli í sumar: ** Allt fyrsta flokks, þ.e. aðstaða, leikskýrsla, viðmót og hressing ** Allt pottþétt í hverjum leik. Leikskýrsla á einu blaði, net, hrein aðstaða, kaffi, kruðerí og gátlistinn pottþéttur í hverjum leik ** KR-ingar hafa staðið sig vel í allt sumar og gátlisinn sem sendur var fyrir mótið enn við lýði. ** Viðmót KR-inga gagnvart blaðamönnum til fyrirmyndar ** Vel haldið utan um aðstöðu fyrir blaða-og fréttamenn. Allt klárt löngu fyrir leik og allir hlutir á hreinu. ** Boðið upp á þá nýbreytni að bjóða blaðamönnum í léttan mat með spjalli og upplýsingapakki fyrir leik. Tvö félög skáru sig úr hvað varðar lélegustu aðstöðuna boltasumarið 2007 en það voru Víkingur og FH. Hér má sjá nokkur ummæli um aðstöðuna sem þessi félög buðu upp á:Víkingur: ** Alltaf vesen með netið enda routerinn öfugu megin, aðstaða lítil og þröng. Ekki alltaf kaffi og vandræði með skýrslur. ** Víkingur tívmælalaust með lökustu aðstöðuna þó að hún hafi verið bætt. Þrengsli og vesen með netsamband. ** Slæm aðstaða fyrir skrifandi blaðamenn og ljósvakamiðlamenn FH: ** Allt of lítið, borð í fáránlegri hæð og oft erfitt að komast að leikmönnum eftir leik. ** Lítið pláss, póstar fyrir gluggum og völlurinn sést illa allur. Innstungur af skornum skammti, loftlaust og að hátalarar séu uppi á skúrnum er til skammar. ** Hvað þarf ekki að bæta í Kaplakrika? Alltof lítil aðstaða, stólarnir oftast óþægilegir ef þeir fyrir hendi og hátalarar ofan á blaðamannaskúrnum óþolandi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira