Valsmenn með aðra höndina á bikarnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kaplakrikavelli skrifar 23. september 2007 16:21 Valsmenn fagna sigrinum innilega eftir leik. Hér er Pálmi Rafn Pálmason fyrir miðri mynd.l Mynd/E. Stefán Valur vann FH í úrslitleik Íslandsmótsins í knattspyrnu, 2-0, með mörkum Baldurs Aðalsteinssonar og Helga Sigurðssonar. Með sigrinum fóru Valsmenn á toppinn og dugir sigur gegn HK í lokaumferðinni til að tryggja liðinu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í 20 ár. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má hér fyrir neðan lesa lýsinguna. Fylgst var einnig með gangi mála í öðrum leikjum sem fóru fram í Landsbankadeild karla í dag. FH-Valur 0-2 0-1 Baldur Aðalsteinsson (32.) 0-2 Helgi Sigurðsson (84.) Fylkir-Keflavík 4-0 1-0 Peter Gravesen, víti (2.) 2-0 Albert Brynjar Ingason (16.) 3-0 Albert Brynjar Ingason (40.) 4-0 Albert Brynjar Ingason (68.) HK-Breiðablik 1-1 0-1 Magnús Páll Gunnarsson (41.) 1-1 Þórður Birgisson (82.) ÍA-Víkingur 1-0 1-0 Andri Júlíusson (16.) Fram-KR 1-1 0-1 Óskar Örn Hauksson (49.) 1-1 Ívar Björnsson (90.) Staðan eftir 17. umferð deildarinnar: 1. Valur 35 (+20) 2. FH 34 stig (+14 í markatölu) 3. ÍA 29 (+7) 4. Fylkir 28 (+5) 5. Breiðablik 23 (+9) 6. Keflavík 20 (-6) 7. HK 16 (-17) 8. Fram 15 (-6) 9. KR 15 (-13) 10. Víkingur 14 (-13) Bein textalýsing: Byrjunarlið FH (4-3-3): Daði Lárusson; Guðmundur Sævarsson, Sverrir Garðarsson, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason; Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Davíð Þór Viðarsson, Dennis Siim; Matthías Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson, Tryggvi Guðmundsson. Byrjunarlið Vals (4-4-2): Kjartan Sturluson; Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Barry Smith, Rene Carlsen; Baldur Aðalsteinsson, Pálmi Rafn Pálmason, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson; Guðmundur Benediktsson, Helgi Sigurðsson. 18.57 FH-Valur 0-2 Leiknum lokið hér í Kaplakrika og Valsmenn eru komnir á toppinn. 18.55 Fram-KR 1-1 Framarar jafna á Laugardalsvelli með marki Ívars Björnssonar á lokamínútunni. 18.40 Áhorfendur á Kaplakrikavelli eru 4.238 talsins. 18.39 FH-Valur 0-2 Boltinn barst á Helga Sigurðsson sem kom á fleygiferð frá vinstri kantinum og þrumaði knettinum í markið úr vítateignum. 18.38 Helgi Sigurðsson á frábært færi er hann leikur á Tommy Nielsen og skýtur að marki. Það er hins vegar beint á Daða. Skömmu síðar á varamaðurinn Atli Guðnason gott færi en þar ver Kjartan vel. 18.36 HK-Breiðablik 1-1 Víti er dæmt á Blikana eftir að brotið er á Oliver Jäger, HK-ingi. Þórður Birgisson tók vítið og skoraði af öryggi. 18.34 Skipting Síðasta skipting leiksins og hún er hjá FH. Matthías Guðmundsson fer út af og Atli Guðnason kemur inn. 18.32 Skipting FH: Sigurvin Ólafsson inn fyrir Ásgeir Gunnar Ásgeirsson. 18.31 Skipting Guðmundur Benediktsson fer út af í liði Vals og Kristinn Hafliðason kemur inn á í hans stað. 18.29 Fylkir-Keflavík 4-0 Fylkismenn bæta fjórða markinu við í Árbænum. Albert Brynjar fullkomnaði þrennuna á 68. mínútu. 18.27 Skipting! Þegar um tuttugu mínútur eru eftir af leiknum þarf Jóhannes Valgeirsson dómari að fara af velli, væntanlega vegna meiðsli. Garðar Örn Hinriksson hefur tekið við dómgæslu. 18.26 Ekki eru jafn mikið um opin færi í síðari hálfleik og voru í þeim fyrri. Það er þó líklegt að annað mark komi í þennan leik en óvíst hvort liðið verður fyrra til að skora. 18.21 Skipting Bjarni Ólafur Eiríksson er skipt út af hjá Val og Hafþór Ægir Vilhjálmsson kom inn á í hans stað. 18.17 Skipting Arnar Gunnlaugsson kemur í FH-liðið fyrir Dennis Siim. FH-ingar breyta úr 4-3-3 í 4-4-2 og Arnar fer í sóknina. 18.14 Tvö gul spjöld hafa litið dagsins ljós hér á Kaplakrikavelli. Sverrir Garðarsson, FH-ingur, er í bókinni hjá dómaranum sem og Sigurbjörn Hreiðarsson, Valsmaður. 18.11 Fram-KR 0-1 Óskar Örn Hauksson kom KR yfir á Laugardalsvelli með glæsilegu skoti utan teigs á 49. mínútu. Boltinn fór í stöngina og inn. 18.01 Síðari hálfleikur er hafinn og hafa engar breytingar verið gerðar á liðunum. Á Laugardalsvelli er staðan í leik Fram og KR jöfn, 0-0. Björgólfur Takefusa átti skot í stöng á 35. mínútu og Grétar Hjartarson slapp einn inn fyrir vörn Fram þremur mínútum síðar en færði sér það ekki í nyt. Jónas Grani Garðarsson átti hættulegasta færi Fram í fyrri hálfleik. Annars eru liðin ekki að taka mikla áhættu og leikurinn því frekar rólegur. Upp á Skipaskaga eigast við ÍA og Víkingur. Gestirnir sóttu meira upphafsmínúturnar og kom það því gangi leiksins þegar Andri skoraði eina mark leiksins til þessa. Eftir markið hefur þó verið nokkuð jafnræði með liðunum. 17.42 Fylkir-Keflavík 3-0 Fylkismenn eru komnir með þriggja marka forystu í Árbænum og aftur skorar Albert Brynjar. 17.39 Úff! Matthías Guðmundsson í dauðafæri fyrir FH. Löng sending frá Daða Lárussyni skilar sér á Matthías sem er kominn einn inn fyrir vörn Vals en lætur Kjartan verja frá sér. Ásgeir Gunnar kemst skömmu síðar í gott færi en skot hans er framhjá. 17.28 Það gengur mikið á á báðum endum vallarins. Mikil þvagaði myndaðist fyrir framan mark FH er Valsmenn reyndu að troða boltanum í markið og svo munaði ekki miklu að Freyr Bjarnason næði að skora af stuttu færi. Hann missti hins vegar af boltanum sem kom á fleygiferð fyrir markið. 17.20 Valsmenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað eftir að Davíð Þór Viðarsson braut af sér. Guðmundur tekur skotið en það fer í varnarvegginn og FH-ingar halda í skyndisókn. Hún rennur þó út í sandinn. 17.14 Úff! Rene Carlsen bjargaði á marklínu en Matthías Guðmundsson náði að skalla framhjá Kjartani Sturlusyni sem kom hlaupandi út úr markinu. 17.00 FH-ingar byrja með boltann og sækja í austurátt. 16.30 Liðin eru byrjuð að hita upp úti á velli og þó nokkrir stuðningsmenn eru mættir. Það viðrar vel til knattspyrnuiðkunar en þó nokkur vindur reyndar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Valur vann FH í úrslitleik Íslandsmótsins í knattspyrnu, 2-0, með mörkum Baldurs Aðalsteinssonar og Helga Sigurðssonar. Með sigrinum fóru Valsmenn á toppinn og dugir sigur gegn HK í lokaumferðinni til að tryggja liðinu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í 20 ár. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má hér fyrir neðan lesa lýsinguna. Fylgst var einnig með gangi mála í öðrum leikjum sem fóru fram í Landsbankadeild karla í dag. FH-Valur 0-2 0-1 Baldur Aðalsteinsson (32.) 0-2 Helgi Sigurðsson (84.) Fylkir-Keflavík 4-0 1-0 Peter Gravesen, víti (2.) 2-0 Albert Brynjar Ingason (16.) 3-0 Albert Brynjar Ingason (40.) 4-0 Albert Brynjar Ingason (68.) HK-Breiðablik 1-1 0-1 Magnús Páll Gunnarsson (41.) 1-1 Þórður Birgisson (82.) ÍA-Víkingur 1-0 1-0 Andri Júlíusson (16.) Fram-KR 1-1 0-1 Óskar Örn Hauksson (49.) 1-1 Ívar Björnsson (90.) Staðan eftir 17. umferð deildarinnar: 1. Valur 35 (+20) 2. FH 34 stig (+14 í markatölu) 3. ÍA 29 (+7) 4. Fylkir 28 (+5) 5. Breiðablik 23 (+9) 6. Keflavík 20 (-6) 7. HK 16 (-17) 8. Fram 15 (-6) 9. KR 15 (-13) 10. Víkingur 14 (-13) Bein textalýsing: Byrjunarlið FH (4-3-3): Daði Lárusson; Guðmundur Sævarsson, Sverrir Garðarsson, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason; Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Davíð Þór Viðarsson, Dennis Siim; Matthías Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson, Tryggvi Guðmundsson. Byrjunarlið Vals (4-4-2): Kjartan Sturluson; Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Barry Smith, Rene Carlsen; Baldur Aðalsteinsson, Pálmi Rafn Pálmason, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson; Guðmundur Benediktsson, Helgi Sigurðsson. 18.57 FH-Valur 0-2 Leiknum lokið hér í Kaplakrika og Valsmenn eru komnir á toppinn. 18.55 Fram-KR 1-1 Framarar jafna á Laugardalsvelli með marki Ívars Björnssonar á lokamínútunni. 18.40 Áhorfendur á Kaplakrikavelli eru 4.238 talsins. 18.39 FH-Valur 0-2 Boltinn barst á Helga Sigurðsson sem kom á fleygiferð frá vinstri kantinum og þrumaði knettinum í markið úr vítateignum. 18.38 Helgi Sigurðsson á frábært færi er hann leikur á Tommy Nielsen og skýtur að marki. Það er hins vegar beint á Daða. Skömmu síðar á varamaðurinn Atli Guðnason gott færi en þar ver Kjartan vel. 18.36 HK-Breiðablik 1-1 Víti er dæmt á Blikana eftir að brotið er á Oliver Jäger, HK-ingi. Þórður Birgisson tók vítið og skoraði af öryggi. 18.34 Skipting Síðasta skipting leiksins og hún er hjá FH. Matthías Guðmundsson fer út af og Atli Guðnason kemur inn. 18.32 Skipting FH: Sigurvin Ólafsson inn fyrir Ásgeir Gunnar Ásgeirsson. 18.31 Skipting Guðmundur Benediktsson fer út af í liði Vals og Kristinn Hafliðason kemur inn á í hans stað. 18.29 Fylkir-Keflavík 4-0 Fylkismenn bæta fjórða markinu við í Árbænum. Albert Brynjar fullkomnaði þrennuna á 68. mínútu. 18.27 Skipting! Þegar um tuttugu mínútur eru eftir af leiknum þarf Jóhannes Valgeirsson dómari að fara af velli, væntanlega vegna meiðsli. Garðar Örn Hinriksson hefur tekið við dómgæslu. 18.26 Ekki eru jafn mikið um opin færi í síðari hálfleik og voru í þeim fyrri. Það er þó líklegt að annað mark komi í þennan leik en óvíst hvort liðið verður fyrra til að skora. 18.21 Skipting Bjarni Ólafur Eiríksson er skipt út af hjá Val og Hafþór Ægir Vilhjálmsson kom inn á í hans stað. 18.17 Skipting Arnar Gunnlaugsson kemur í FH-liðið fyrir Dennis Siim. FH-ingar breyta úr 4-3-3 í 4-4-2 og Arnar fer í sóknina. 18.14 Tvö gul spjöld hafa litið dagsins ljós hér á Kaplakrikavelli. Sverrir Garðarsson, FH-ingur, er í bókinni hjá dómaranum sem og Sigurbjörn Hreiðarsson, Valsmaður. 18.11 Fram-KR 0-1 Óskar Örn Hauksson kom KR yfir á Laugardalsvelli með glæsilegu skoti utan teigs á 49. mínútu. Boltinn fór í stöngina og inn. 18.01 Síðari hálfleikur er hafinn og hafa engar breytingar verið gerðar á liðunum. Á Laugardalsvelli er staðan í leik Fram og KR jöfn, 0-0. Björgólfur Takefusa átti skot í stöng á 35. mínútu og Grétar Hjartarson slapp einn inn fyrir vörn Fram þremur mínútum síðar en færði sér það ekki í nyt. Jónas Grani Garðarsson átti hættulegasta færi Fram í fyrri hálfleik. Annars eru liðin ekki að taka mikla áhættu og leikurinn því frekar rólegur. Upp á Skipaskaga eigast við ÍA og Víkingur. Gestirnir sóttu meira upphafsmínúturnar og kom það því gangi leiksins þegar Andri skoraði eina mark leiksins til þessa. Eftir markið hefur þó verið nokkuð jafnræði með liðunum. 17.42 Fylkir-Keflavík 3-0 Fylkismenn eru komnir með þriggja marka forystu í Árbænum og aftur skorar Albert Brynjar. 17.39 Úff! Matthías Guðmundsson í dauðafæri fyrir FH. Löng sending frá Daða Lárussyni skilar sér á Matthías sem er kominn einn inn fyrir vörn Vals en lætur Kjartan verja frá sér. Ásgeir Gunnar kemst skömmu síðar í gott færi en skot hans er framhjá. 17.28 Það gengur mikið á á báðum endum vallarins. Mikil þvagaði myndaðist fyrir framan mark FH er Valsmenn reyndu að troða boltanum í markið og svo munaði ekki miklu að Freyr Bjarnason næði að skora af stuttu færi. Hann missti hins vegar af boltanum sem kom á fleygiferð fyrir markið. 17.20 Valsmenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað eftir að Davíð Þór Viðarsson braut af sér. Guðmundur tekur skotið en það fer í varnarvegginn og FH-ingar halda í skyndisókn. Hún rennur þó út í sandinn. 17.14 Úff! Rene Carlsen bjargaði á marklínu en Matthías Guðmundsson náði að skalla framhjá Kjartani Sturlusyni sem kom hlaupandi út úr markinu. 17.00 FH-ingar byrja með boltann og sækja í austurátt. 16.30 Liðin eru byrjuð að hita upp úti á velli og þó nokkrir stuðningsmenn eru mættir. Það viðrar vel til knattspyrnuiðkunar en þó nokkur vindur reyndar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira