Íslenski boltinn

Elísabet og Freyr þjálfa Valsliðið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Valsstúlkur fagna Íslandsmeistaratitlinum á dögunum.
Valsstúlkur fagna Íslandsmeistaratitlinum á dögunum.

Knattspyrnudeild Vals hefur skrifað undir samninga við Elísabetu Gunnarsdóttur og Frey Alexandersson og munu þau í sameiningu þjálfa meistaraflokk kvenna hjá félaginu. Samningurinn við Elísabetu og Frey er til tveggja ára.

Elísabet hefur þjálfað Valsliðið síðustu ár en nú mun Freyr Alexandersson starfa við hlið hennar. Freyr er 25 ára og hefur náð góðum árangri í þjálfun yngri flokka Vals. Þá er hann fyrirliði Leiknis í Breiðholti sem leikur í 1. deild karla.

Valur varð Íslandsmeistari í Landsbankadeild kvenna á nýafstaðinni leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×