Gylfi dæmir síðasta leikinn í dag 28. september 2007 16:00 Lokaflautið - Gylfi Orrason dæmir sinn síðasta leik á Íslandsmótinu í Breiðholtinu í kvöld Mynd/GVA Gylfi Orrason hefur dæmt á Íslandsmótinu í knattspyrnu í aldarfjórðung en í kvöld flautar hann sinn síðasta leik á Íslandsmótinu þegar hann dæmir leik Leiknis og Víkings Ó í 1. deildinni. Vísir náði tali af Gylfa í dag og spurði hann hvernig það legðist í hann að dæma sinn síðasta leik. "Þetta er nú bara ósköp venjulegur leikur í 1. deildinni og það var nú ekki meiningin að þetta yrði eitthvað merkilegt," sagði Gylfi hógvær. Hann er búinn að dæma á Íslandsmótinu í 25 ár. "Ég byrjaði að dæma í úrvalsdeildinni 1989 en hef verið að dæma í deildunum síðan 1983. Ég hef nú verið latur við að skrá þetta hjá mér og ég verð nú að segja að ég man ekki einu sinni hvaða leik ég dæmdi fyrst. Þetta rennur allt saman í eitt hjá mér," sagði Gylfi léttur í bragði. Hann bað félaga sinn Pjetur Sigurðsson sérstaklega um að vera á línunni í kveðjuleiknum sínum í kvöld, en þeir félagar dæmdu mikið saman á erlendri grundu. Pétur er sjálfur nýhættur en sló til þegar kallið kom. "Maður er búinn að vera að trappa sig niður í rólegheitunum undanfarin ár og ég reikna nú ekki með því að hætta alveg þó ég sé hættur á Íslandsmótinu. Maður flautar kannski eitthvað í yngriflokkunum hjá Fram og svo verður maður kannski að leiðbeina eitthvað hjá KSÍ," sagði Gylfi. Hann horfir sáttur fyir dómaraferilinn. "Það er búið að vera rosalega gaman að ferðast í kring um starfið og koma því til landa sem maður hefði annars aldrei komið til. Stundum hefur líka mikið gengið á í þessu og aldrei nein lognmolla," sagði Gylfi og bætti því við að sennilega hefðu bikarúrslitaleikirnir tveir sem hann dæmdi verið eftirminnilegastir hér heima. En er dómarastarfið vanþakklátt starf. "Mér finnst skilningur, aðstandenda, þjálfara og leikmanna vera að aukast á því að dómarastarfið er ekki eins auðvelt og menn halda. Það er ekki sama heiftin í þessu og var hérna einu sinni. Menn eru að gera sér grein fyrir því að dómarar gera mistök í hverjum einasta leik rétt eins og leikmennirnir," sagði Gylfi. Honum þykir staðan á dómgæslu í dag vera í ágætum málum. "Það eru miklar framfarir í gangi í dómgæslunni og utanumhaldið hjá KSÍ er orðið betra. Það er verið að gera meira fyrir dómara til að undirbúa þá og það eru margir ungir og efnilegir dómarar á leiðinni upp." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Gylfi Orrason hefur dæmt á Íslandsmótinu í knattspyrnu í aldarfjórðung en í kvöld flautar hann sinn síðasta leik á Íslandsmótinu þegar hann dæmir leik Leiknis og Víkings Ó í 1. deildinni. Vísir náði tali af Gylfa í dag og spurði hann hvernig það legðist í hann að dæma sinn síðasta leik. "Þetta er nú bara ósköp venjulegur leikur í 1. deildinni og það var nú ekki meiningin að þetta yrði eitthvað merkilegt," sagði Gylfi hógvær. Hann er búinn að dæma á Íslandsmótinu í 25 ár. "Ég byrjaði að dæma í úrvalsdeildinni 1989 en hef verið að dæma í deildunum síðan 1983. Ég hef nú verið latur við að skrá þetta hjá mér og ég verð nú að segja að ég man ekki einu sinni hvaða leik ég dæmdi fyrst. Þetta rennur allt saman í eitt hjá mér," sagði Gylfi léttur í bragði. Hann bað félaga sinn Pjetur Sigurðsson sérstaklega um að vera á línunni í kveðjuleiknum sínum í kvöld, en þeir félagar dæmdu mikið saman á erlendri grundu. Pétur er sjálfur nýhættur en sló til þegar kallið kom. "Maður er búinn að vera að trappa sig niður í rólegheitunum undanfarin ár og ég reikna nú ekki með því að hætta alveg þó ég sé hættur á Íslandsmótinu. Maður flautar kannski eitthvað í yngriflokkunum hjá Fram og svo verður maður kannski að leiðbeina eitthvað hjá KSÍ," sagði Gylfi. Hann horfir sáttur fyir dómaraferilinn. "Það er búið að vera rosalega gaman að ferðast í kring um starfið og koma því til landa sem maður hefði annars aldrei komið til. Stundum hefur líka mikið gengið á í þessu og aldrei nein lognmolla," sagði Gylfi og bætti því við að sennilega hefðu bikarúrslitaleikirnir tveir sem hann dæmdi verið eftirminnilegastir hér heima. En er dómarastarfið vanþakklátt starf. "Mér finnst skilningur, aðstandenda, þjálfara og leikmanna vera að aukast á því að dómarastarfið er ekki eins auðvelt og menn halda. Það er ekki sama heiftin í þessu og var hérna einu sinni. Menn eru að gera sér grein fyrir því að dómarar gera mistök í hverjum einasta leik rétt eins og leikmennirnir," sagði Gylfi. Honum þykir staðan á dómgæslu í dag vera í ágætum málum. "Það eru miklar framfarir í gangi í dómgæslunni og utanumhaldið hjá KSÍ er orðið betra. Það er verið að gera meira fyrir dómara til að undirbúa þá og það eru margir ungir og efnilegir dómarar á leiðinni upp."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn