Íslenski boltinn

Risaútsending Sýnar á sunnudaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hilmar Björnsson er sjónvarpsstjóri Sýnar.
Hilmar Björnsson er sjónvarpsstjóri Sýnar.

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá þremur leikjum í 17. umferð Landsbankadeildar karla á sunnudag.

Aðalleikur útsendingarinnar verður viðureign FH og Vals á Kaplakrika en leikurinn hefur verið nefndur „úrslitaleikur sumarsins“. Aðeins FH og Valur eiga möguleika á Íslandsmeistaratitlinum í ár og aðeins tvö stig skilja liðin að.

Þá mun Sýn einnig fylgjast með gangi mála í leikjum ÍA og Víkings á Skipaskaga, sem og botnslag Fram og KR í Vesturbænum.

„Þetta verður risaútsending. Það verður spenna á mörgum vígstöðum og við fylgjumst vel með eins og við höfum gert undanfarin ár,“ sagði Hilmar Björnsson, sjónvarpsstjóri Sýnar í samtali við Vísi.

„Alltaf þegar við höfum verið með beinar útsendingar frá mörgum völlum hefur það verið vegna fallbaráttunnar. Það er því gleðiefni fyrir okkur að í ár skuli vera spenna bæði á toppi og botni deildarinnar.“

Bein útsending frá Kaplakrikavelli hefst klukkan 16.45 en leikirnir allir hefjast klukkan 17. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×