Íslenski boltinn

Willum: Hugarfarið skilaði sigrinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Willum Þór Þórsson leyfði sér að brosa í dag en þó ekki fyrr en eftir leik.
Willum Þór Þórsson leyfði sér að brosa í dag en þó ekki fyrr en eftir leik. Mynd/E. Stefán

Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var að vonum kampakátur með sigurinn á FH.

"Við undirbjuggum okkur vel enda mættum við mjög sterku liði FH á þeirra heimavelli. Við vissum að við þurftum að gera allt rétt í dag."

Willum sagði að það væri erfitt að undirbúa liðið sitt fyrir svona leik því það er aldrei að vita á hverju er von frá FH-ingum.

"Þeir eru það öflugir. En það gekk í dag og okkur tókst að loka þeim svæðum sem við ætluðum okkur og gekk það mjög vel. Við vorum mjög einbeittir og hugarfarið kláraði þetta í dag. Þegar svona tvö sterk lið eru annars vegar snýst þetta meira um dagsformið en það er ekki verra að þurfa nauðsynlega að sigra. Við komum hingað til að vinna og það var frábært að ná sigrinum."

Hann segir að mótið sé ekki búið enn. "Ég ætla ekki að eyðileggja partíið strax en við eigum mjög erfiðan leik eftir á móti HK. Við njótum sigursins í dag og byrjum svo að undirbúa okkur fyrir þann leik á morgun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×