Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Framarar buðu Valsmönnum Henrik Eggerts

Valsmenn hafa náð samkomulagi við Fram um kaup á dananum Henrik Eggerts. Félagið á þó eftir að ná samkomulagi við leikmanninn sem skýrist væntanlega á næstu dögum. Eggerts er 32 ára gamall og hefur aðeins spilað tvo leiki með Fram í sumar vegna meiðsla. Félagaskiptin eru gerð í sátt og samlyndi beggja félaga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur og Brann búin að ná samkomulagi um Birki Má

Valur og Brann hafa náð samkomulagi sín á milli um kaupverð á Birki Má Sævarssyni leikmanni Vals. Vísir sagði frá því fyrr í kvöld að Valsmenn byggjust við tilboði en gengið var frá því nú fyrir stundu. Birkir mun klára fyrri umferðina með Val en verður síðan leikmaður norsku meistaranna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

HK úr leik eftir tap gegn Haukum

Haukar sem leika í 1. deild unnu úrvalsdeildarlið HK 1-0 í sextán liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Hrakfarir HK halda því áfram en liðið er í botnsæti Landsbankadeildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Víðismenn fara til Frakklands

Víðir Garði verður fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í Evrópukeppninni í Futsal, eða fótbolta innanhúss. Dregið var í riðla í dag og mun riðill Víðismanna verða leikinn í Frakklandi 9. - 17. ágúst.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Veldu besta mark níundu umferðar

Vísir, Stöð 2 Sport og Landsbankinn standa fyrir kosningu á besta markinu í hverri umferð í Landsbankadeild karla. Síðasta kosning fór af stað í gær eftir að níundu umferðinni lauk í fyrrakvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Afturelding vann Keflavík

Fjórir leikir voru í 8. umferð Landsbankadeildar kvenna í kvöld. Afturelding vann góðan 1-0 sigur á Keflavík, KR vann Fjölni 3-0 á útivelli, Breiðablik vann útisigur á HK/Víking 5-2 og Valur vann Fylki 4-1.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjórir leikmenn í bann

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í dag og voru fjórir leikmenn úr Landsbankadeild karla úrskurðaðir í bann. Allir fengu þeir eins leiks bann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ummælum Guðjóns ekki vísað til aganefndar

Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, býst ekki við að vísa ummælum Guðjóns Þórðasonar til Aga- og úrskurðarnefndar. Guðjón sakaði Garðar Örn Hinriksson, dómara leiksins, um að beita sig ofbeldi í leiknum í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðjón: Ég vorkenni svona fólki

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk að líta rauða spjaldið í hálfleik í leik KR og ÍA í kvöld. Guðjón setur spurningamerki við margar ákvarðanir Garðars Arnar Hinrikssonar dómara í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jafntefli í Kópavoginum

Breiðablik og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli í Landsbankadeild karla í kvöld. Keflavík komst tveimur mörkum yfir í leiknum en Blikum tókst að jafna með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Boltavaktin í Kópavogi og Vesturbæ

Tveir leikir eru í Landsbankadeild karla í kvöld. Klukkan 19:15 hefst leikur Breiðabliks og Keflavíkur á Kópavogsvelli og klukkan 20 verður flautað til leiks á KR-velli þar sem ÍA er í heimsókn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH vann 2-1 sigur á Fram

FH vann 2-1 sigur á Fram í Kaplakrikanum í dag. Þá gerðu Grindavík og HK 2-2 jafntefli. Fylgst var með leikjunum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Íslenski boltinn