Íslenski boltinn

Víðismenn fara til Frakklands

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik í Futsal.
Úr leik í Futsal.

Víðir Garði verður fyrsta íslenska félagið til að taka þátt í Evrópukeppninni í Futsal, eða fótbolta innanhúss. Dregið var í riðla í dag og mun riðill Víðismanna verða leikinn í Frakklandi 9. - 17. ágúst.

Víðir leikur í 2. deild Íslandsmótsins utanhúss en liðið hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í Futsal fyrr á þessu ári. Valsmenn urðu meistarar en þeir gáfu sæti sitt í Evrópukeppninni til Víðis vegna þéttrar leikjadagskrár Landsbankadeildarinnar.

Víðismenn eru í A riðli í undankeppninni en þar leika 23 félög. Félögin sem Víðir leikur gegn eru Roubaix Futsal frá Frakklandi, FC Parnassos frá Kýpur og Politekhnik Yerevan frá Armeníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×