Íslenski boltinn

Framarar buðu Valsmönnum Henrik Eggerts

Henrik Eggerts er hér lengst til hægri í leik Fram og Breiðabliks í undanúrslitum Lengjubikarkeppninnar. Mynd/Daníel
Henrik Eggerts er hér lengst til hægri í leik Fram og Breiðabliks í undanúrslitum Lengjubikarkeppninnar. Mynd/Daníel

Valsmenn hafa náð samkomulagi við Fram um kaup á dananum Henrik Eggerts. Félagið á þó eftir að ná samkomulagi við leikmanninn sem skýrist væntanlega á næstu dögum. Eggerts er 32 ára gamall og hefur aðeins spilað tvo leiki með Fram í sumar vegna meiðsla. Félagaskiptin eru gerð í sátt og samlyndi beggja félaga.

„Valur og Fram hafa náð samkomulagi sín á milli en við höfum átt í viðræðum við leikmanninn," segir Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals.

„Þetta er allt saman gert í sátt og samlyndi sem er aðal atriðið, það eru engin læti," segir Börkur en nokkur læti hafa verið í kringum félagsskipti þessara tveggja Reykjavíkurrisa á síðustu árum. Bæði þegar Helgi Sigurðsson fór yfir í Val og eins þegar handboltakappinn Sigfús Páll Sigfússon gekk í raðir Valsmanna frá Fram.

„Þeir buðu okkur þennan leikmann og við ákváðum að skoða það. Við höfum vitað af honum lengi og erum mjög hrifnir. Hann er góð viðbót við sóknarleik okkar," segir Börkur en Eggerts er mjög sókndjarfur miðjumaður.

Það er því ljóst að Valsmenn munu missa einn leikmann og fá einn fyrir seinni umferðina í Landsbankadeildinni. Þar sem Birkir Már Sævarsson leikmaður félagsins er á leið til Brann í Noregi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×