Íslenski boltinn

Valur á von á tilboði frá Brann í Birki

Elvar Geir Magnússon skrifar
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.

Birkir Már Sævarsson er undir smásjá erlendra liða, en þau eru flest á Norðurlöndum. Þetta sagði Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Vals, í samtali við Vísi.

Vitað er af áhuga norska liðsins Brann á Birki en þau mál eru ekki komin á alvarlegt stig að sögn Ótthars. „Það eru bara þreyfingar í gangi. Félagaskiptaglugginn úti opnar ekki fyrr en 1. ágúst svo það hefur ekkert verið staðfest," sagði Ótthar.

Hann býst þó við að Valsmenn fái tilboð frá Brann í Birki. „Já ég býst alveg við því, það kæmi mér ekkert á óvart."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×