Jónas stendur við hvert einasta orð Jónas Hallgrímsson ætlar að hætta nú þegar sem þjálfari Völsungs á Húsavík. Hann er mjög ósáttur við yfirlýsinguna sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag og ætlar ekki að klára fyrri umferðina í 2. deild. Íslenski boltinn 9. júlí 2008 15:01
KSÍ harmar ummæli þjálfara Völsungs Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Jónasar Hallgrímssonar, þjálfara Völsungs á Húsavík í 2. deildinni. Jónas hyggst láta af störfum vegna óánægju með dómgæslu í leikjum liðsins í sumar. Íslenski boltinn 9. júlí 2008 14:25
Yfirlýsing frá KÞÍ Þjálfarar á Íslandi hafa verið mikið í sviðsljósinu í sumar og látið þung orð falla. Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu fyrir skömmu en henni er beint til þjálfara. Íslenski boltinn 9. júlí 2008 14:00
Kvennalið Vals styrkir sig Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki hafa fengið liðsstyrk. Sophia Mundy er gengin til liðs við félagið frá Aftureldingu en hún hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu hér á landi. Íslenski boltinn 9. júlí 2008 13:25
Guðjón á skólabekk með Gareth Southgate Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, er sestur á skólabekk með nokkrum kunnum köppum. Hann situr námskeið hjá enska knattspyrnusambandinu og mun útskrifast með Pro Licence þjálfaragráðu á næsta ári. Íslenski boltinn 9. júlí 2008 13:07
Þjálfunin kitlar Arnar og Bjarka Bjarki Gunnlaugsson sagði við Stöð 2 að hann og Arnar bróðir hans hafi sofið á tilboði HK-inga í nótt. Kópavogsliðið reyndi að fá tvíburana til að taka við þjálfun liðsins en þeir ákváðu á endanum að halda áfram að spila með FH. Íslenski boltinn 9. júlí 2008 12:28
Tvíburarnir fara ekki frá FH Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa verið orðaðir við þjálfarastöðuna hjá HK eftir að Gunnar Guðmundsson var rekinn í gær. Sumarið 2006 tóku þeir við stjórnartaumunum hjá ÍA um mitt sumar og gerðu góða hluti. Íslenski boltinn 9. júlí 2008 11:08
„Mjög erfið ákvörðun“ „Þetta var virkilega erfið ákvörðun þar sem Gunnar hefur unnið frábært starf fyrir félagið," sagði Pétur Bergþór Arason, formaður meistaraflokksráðs HK, við Vísi. Íslenski boltinn 8. júlí 2008 14:40
Gunnar rekinn frá HK Gunnari Guðmundssyni hefur verið sagt upp sem þjálfara HK en þetta kemur fram á vefsíðu félagsins. Gunnar hefur stýrt liðinu í tæp fimm ár eða frá 1. október 2003. Íslenski boltinn 8. júlí 2008 14:20
Daníel á leið frá Val? Daníel Hjaltason gæti verið á leið frá Íslandsmeisturum Vals. Víkingur Reykjavík og Leiknir Breiðholti hafa sett sig í samband við Val og vilja fá Daníel í sínar raðir. Íslenski boltinn 8. júlí 2008 13:10
Ekki í spilunum að láta Gunnar fara Pétur Bergþór Arason, formaður meistaraflokksráðs HK, segir að ekki sé í spilunum að láta þjálfara liðsins, Gunnar Guðmundsson, taka pokann sinn. HK-ingar sitja á botni Landsbankadeildarinnar og steinlágu 1-6 fyrir Fjölni í gær. Íslenski boltinn 8. júlí 2008 11:47
„Sjáum hvað gerist á næstu dögum“ Fylkismenn hafa tapað fimm leikjum í röð í Landsbankadeild karla og sitja í þriðja neðsta sætinu. Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport í gær að hann myndi ekki leggja árar í bát og hefði ekki í hyggju að segja upp. Íslenski boltinn 8. júlí 2008 10:50
Fjölnir rúllaði yfir HK Fjölnir vann 6-1 útisigur á HK á Kópavogsvelli í kvöld. Fjölnismenn voru betri frá fyrstu mínútu og gerðu út um leikinn með fjórum mörkum í fyrri hálfleiknum. Íslenski boltinn 7. júlí 2008 22:22
Fimmti ósigur Fylkis í röð Fylkir tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið beið lægri hlut fyrir Breiðabliki á heimavelli sínum í kvöld 0-2. Sigur þeirra grænu var aldrei í hættu en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 7. júlí 2008 22:13
Hrakfarir Skagamanna halda áfram ÍA tapaði á heimavelli sínum í kvöld fyrir Grindavík 1-2. Ekkert gengur hjá Skagamönnum um þessar mundir og allt stefnir í að þeirra hlutskipti verði að berjast fyrir lífi sínu í deildinni allt til loka. Íslenski boltinn 7. júlí 2008 22:06
Boltavaktin á leikjum kvöldsins Þrír leikir eru í Landsbankadeild karla í kvöld en fylgst er grannt með gangi mála á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Þrjú neðstu liðin eru í baráttunni og eiga öll heimaleiki. Íslenski boltinn 7. júlí 2008 18:45
Botnbaráttan í brennidepli Þrír leikir verða í Landsbankadeild karla í kvöld en með þeim lýkur 10. umferð deildarinnar. Fylgst verður með öllum leikjunum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins en óhætt er að segja að botnbaráttan sé í aðalhlutverki í kvöld. Íslenski boltinn 7. júlí 2008 15:49
Fáum spjöld fyrir minni sakir „Mér finnst eins og við þurfum að brjóta mun minna af okkur en aðrir til þess að fá spjöldin framan í okkur," segir Guðjón Heiðar Sveinsson, leikmaður ÍA, í stuttu viðtali á heimasíðu félagsins. Íslenski boltinn 7. júlí 2008 12:00
Björgólfur markahæstur Björgólfur Takefusa virðist óstöðvandi í sóknarlínu KR um þessar mundir. Hann skoraði í gær í áttunda leik sínum í röð og þar af í sínum sjötta leik í Landsbankadeildinni í röð. Íslenski boltinn 7. júlí 2008 10:45
Magnús tryggði Keflavík sigur á elleftu stundu Keflvíkingar unnu í kvöld dramatískan 1-0 sigur á FH í toppleik Landsbankadeildar karla í knattspyrnu og fyrir vikið eru liðin jöfn að stigum á toppnum. Það var varamaðurinn Magnús Þorsteinsson sem skoraði sigurmark heimamanna í uppbótartíma. Íslenski boltinn 6. júlí 2008 22:01
Pálmi Rafn tryggði Val sigur á Fram Tveimur leikjum af þremur er nú lokið í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Íslandsmeistarar Vals lögðu Fram 2-0 með mörkum frá Pálma Rafni Pálmasyni og mark Björgólfs Takefusa tryggði KR nauman 1-0 útisigur á Þrótti. Íslenski boltinn 6. júlí 2008 21:12
Boltavaktin á leikjum kvöldsins 10. umferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu hefst klukkan 19:15 í kvöld með þremur leikjum. Boltavaktin verður á sínum stað og greinir frá stöðu mála. Íslenski boltinn 6. júlí 2008 18:56
Toppliðin héldu sínu í 1. deildinni Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í dag en staðan á toppnum breyttist ekki þar sem þrjú efstu liðin unnu leiki sína. Topplið ÍBV vann 2-1 sigur á KS/Leiftri í Eyjum, Selfoss hélt öðru sætinu með sigri á Fjarðabyggð 4-1 og Haukar halda þriðja sætinu eftir 1-0 sigur á Þór. Þá vann Víkingur R 3-2 sigur á Víkingi Ólafsvík. Íslenski boltinn 5. júlí 2008 18:12
Leiknir vann botnslaginn í Njarðvík Leiknir úr Breiðholti vann útisigur á Njarðvík 2-0 í kvöld. Fyrir leikinn voru þetta tvö neðstu lið 1. deildarinnar en Leiknir náði að lyfta sér upp úr fallsæti með sigrinum í kvöld og Njarðvíkingar eru komnir á botninn. Íslenski boltinn 4. júlí 2008 22:57
Sigurður með UEFA-Pro réttindi Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, útskrifaðist á dögnum með Pro Liecence þjálfaragráðu en Sigurður Ragnar er annar Íslendingurinn sem útskrifast með þessa gráðu en fyrstur var Teitur Þórðarson. Íslenski boltinn 4. júlí 2008 22:00
Breiðablik og Keflavík mætast í 8-liða úrslitum Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit Visa-bikars karla og kvenna í knattspyrnu. Stórleikurinn í karlaflokki er án efa viðureign Breiðabliks og Keflavíkur. Íslenski boltinn 4. júlí 2008 12:43
Heimasigrar í VISA-bikarnum Þrír leikir voru í VISA-bikarnum í kvöld en í öllum leikjum unnu heimaliðin sigra. Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar FH féllu úr leik í kvöld. Íslenski boltinn 3. júlí 2008 18:45
Fjörið verður í Keflavík 16-liða úrslitunum í Visa-bikar karla í knattspyrnu lýkur með þremur hörkuleikjum í kvöld. Vísir sló á þráðinn til Magnúsar Gylfasonar sérfræðings og fékk hann til að spá í spilin. Íslenski boltinn 3. júlí 2008 16:41
Jóhann Guðmundsson á heimleið? Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2 er Jóhann B Guðmundsson, sem verið hefur á mála hjá Gais í Svíþjóð, á leiðinni heim. Íslenski boltinn 3. júlí 2008 13:39
Valur til Slóvakíu Kvennalið Vals þarf að fara til Slóvakíu og spila þar leiki sína í riðlakeppni Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Þetta varð ljóst eftir að dregið var í riðla í morgun. Íslenski boltinn 3. júlí 2008 12:48