Heimasigrar í VISA-bikarnum Elvar Geir á Kópavogsvelli skrifar 3. júlí 2008 18:45 Þrír leikir voru í VISA-bikarnum í kvöld en í öllum leikjum unnu heimaliðin sigra. Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar FH féllu úr leik í kvöld. Breiðablik vann Val 1-0 með marki frá hinum sautján ára Jóhanni Berg Guðmundssyni. KR vann sannfærandi sigur á Fram og Keflavík vann FH 3-1 í rimmu tveggja efstu liða Landsbankadeildarinnar. Bein textalýsing var frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik og Valur áttust við og einnig var fylgst með gangi mála í hinum tveimur leikjunum. Lesa má textalýsinguna hér að neðan. Breiðablik, KR, Keflavík, Fylkir, Fjölnir, Grindavík Víkingur og Haukar verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. Breiðablik - Valur 1-01-0 Jóhann Berg Guðmundsson. KR - Fram 2-01-0 Björgólfur Takefusa, 2-0 Viktor Bjarki Arnarsson. Keflavík - FH 3-11-0 Guðmundur Steinarsson, 2-0 Guðjón Árni Antoníusson, 2-1 Matthías Vilhjálmsson, 3-1 Patrik Ted Redo. _______________________ 21:05 LEIK LOKIÐ Breiðablik kemst í átta liða úrslitin. Einnig er búið að flauta til leiksloka í hinum leikjunum. Keflavík og KR unnu heimasigra. 21:02 Keflavík - FH 3-1, Patrik Redo var að auka forystu Keflvíkinga. Staðan orðin 3-1 og Keflavík á leið áfram. 21:00 Keflavík - FH 2-1, FH-ingar voru að minnka muninn. Það eru tvær mínútur eftir af venjulegum leiktíma. 20:58 Helgi Sigurðsson fékk fínt færi en skot hans varið af Casper. 20:44 Marel náði að hrista af sér Barry Smith í teignum og virtist vera brotið á honum. Engin vítaspyrna hinsvegar dæmd og er Ólafur Kristjánsson allt annað en sáttur á bekknum. Skiljanlega því séð frá blaðamannastúkunni virtist þetta vera klárt víti. 20:42 Áhorfendur í Kópavogi: 708 20:39 Breiðablik - Valur 1-0, Blikar ná verðskuldað forystunni. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði beint úr aukaspyrnu, undir varnarvegginn. Fyrsta mark Jóhanns á Íslandsmóti fyrir meistaraflokk Breiðabliks. 20:37 Marel í dauðafæri en Kjartan nær að verja. Marel fer ekki lítið illa með þessi færi sem hann fær og jaðrar þetta við að verða orðið vandræðalegt. 20:29 Sigurbjörn Hreiðarsson og Albert Brynjar Ingason eru komnir inn sem varamenn í liði Vals. Vallarþulur tilkynnir stoltur að Sigurbjörn starfar sem grunnskólakennari í Kópavogi. 20:25 Blikar náðu að setja knöttinn í markið en Nenad Zivanovic var dæmdur rangstæður. Fyrsta markið í Kópavogi liggur í loftinu. 20:22 Jóhann Berg með stórhættulegt skot úr aukaspyrnu. Frábærlega varið hjá Kjartani í markinu. Blikar hafa fengið nær öll færin í þessum leik. 20:19 Strax í upphafi seinni hálfleiks komst Marel í virkilega gott færi en Kjartan varði skotið. 20:09 Á KR-vellinum er verið að steggja David Winnie sem gerði garðinn frægan í búningi KR á árum áður. Winnie er að ganga í það heilaga og er í hálfleiknum að taka aukaspyrnur og fleira skemmtilegt. Hann er ekki í sínu besta ástandi... orðum það svo. 20:02 Arnór Sveinn Aðalsteinsson fékk virkilega gott skallafæri til að koma Blikum yfir en skalli hans laus og beint á Kjartan Sturluson. Flautað hefur verið til hálfleiks og þá skellir maður sér á Kópavogsdjús. 19:55 KR - Fram 2-0, Viktor Bjarki Arnarsson var að koma KR tveimur mörkum yfir. Það vantar ekki flugið á Vesturbæjarliðinu um þessar mundir. 19:50 KR - Fram 1-0, Björgólfur Takefusa hefur skorað í sjöunda leiknum í röð! Björgólfur kom einmitt KR í sextán liða úrslit VISA-bikarsins með því að skora sigurmark KR gegn KB í 32-liða úrslitum. 19:46 Marel Jóhann Baldvinsson og Pálmi Rafn Pálmason hafa fengið fín færi til að skora fyrsta mark leiksins á síðustu mínútum. Marel hefur enn ekki skorað í sumar og sjálfstraustið virðist vera eftir því. 19:43 Keflavík - FH 2-0, Guðjón Árni Antoníusson hefur komið Keflavík í 2-0 í viðureign tveggja efstu liða Landsbankadeildarinnar. 19:41 Dómaratríóið hefur átt í miklu basli í Kópavoginum. Jóhannes Valgeirsson hrasaði og steinféll í jörðina hér áðan við mikla kátínu áhorfenda. Annar aðstoðardómarinn missti síðan flaggið sitt skömmu síðar. 19:36 Leikurinn hefur nánast farið fram alfarið á vallarhelmingi Vals fyrstu tuttugu mínúturnar. Valsvörnin á undir högg að sækja. Heimamenn byrja betur. 19:33 Keflavík - FH 1-0, Guðmundur Steinarsson hefur komið Keflavík yfir gegn FH. 19:27 Fyrsta marktilraunin. Marel Baldvinsson skallaði yfir. Nokkuð erfitt færi fyrir Marel sem þurfti að teygja sig til að ná til knattarins. 19:24 Leikirnir eru farnir af stað. Leikurinn hér í Kópavoginum fer mjög rólega af stað og ekkert er að frétta úr hinum tveimur leikjunum einnig. 19:14 Liðin eru komin út á Kópavogsvöll. Hér er virkilega fámennt í stúkunni en vonandi fjölgar á næstu mínútum. 18:55 Hér eru Akureyrarbanar að mætast í Kópavogi. Breiðablik sló út Þór í 32-liða úrslitum en Valur vann Þór. Þegar þessi lið mættust í Landsbankadeildinni fyrr í sumar skoraði Albert Brynjar Ingason eina mark leiksins og tryggði Val stigin þrjú. 18:40 Byrjunarliðin eru komin í leik KR og Fram. KR: Stefán Logi Magnússon (m), Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Pétur Marteinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Guðjón Baldvinsson, Óskar Örn Hauksson, Björgólfur Takefusa, Ingimundur Níels Óskarsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson. Fram: Hannes Þór Halldórsson (m), Ingvar Ólason, Paul McShane, Reynir Leósson, Daði Guðmundsson, Heiðar Geir Júlíusson, Samuel Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Örn Kató Hauksson, Halldór Hermann Jónsson, Jón Orri Ólafsson. 18:35 Byrjunarlið Vals: Kjartan Sturluson (m), Barry Smith, Atli Sveinn Þórarinsson, Birkir Már Sævarsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Helgi Sigurðsson, Pálmi Rafn Pálmason, Rene Carlsen, Bjarni Ólafur Eiríksson, Guðmundur Benediktsson, Rasmus Hansen. 18:31 Byrjunarlið Breiðabliks: Casper Jacobsen (m), Srdjan Gasic, Nenad Petrovic, Arnar Grétarsson, Guðmundur Kristjánsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Marel Jóhann Baldvinsson, Kristinn Jónsson, Nenad Zivanovic, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Finnur Orri Margeirsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Þrír leikir voru í VISA-bikarnum í kvöld en í öllum leikjum unnu heimaliðin sigra. Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar FH féllu úr leik í kvöld. Breiðablik vann Val 1-0 með marki frá hinum sautján ára Jóhanni Berg Guðmundssyni. KR vann sannfærandi sigur á Fram og Keflavík vann FH 3-1 í rimmu tveggja efstu liða Landsbankadeildarinnar. Bein textalýsing var frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik og Valur áttust við og einnig var fylgst með gangi mála í hinum tveimur leikjunum. Lesa má textalýsinguna hér að neðan. Breiðablik, KR, Keflavík, Fylkir, Fjölnir, Grindavík Víkingur og Haukar verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. Breiðablik - Valur 1-01-0 Jóhann Berg Guðmundsson. KR - Fram 2-01-0 Björgólfur Takefusa, 2-0 Viktor Bjarki Arnarsson. Keflavík - FH 3-11-0 Guðmundur Steinarsson, 2-0 Guðjón Árni Antoníusson, 2-1 Matthías Vilhjálmsson, 3-1 Patrik Ted Redo. _______________________ 21:05 LEIK LOKIÐ Breiðablik kemst í átta liða úrslitin. Einnig er búið að flauta til leiksloka í hinum leikjunum. Keflavík og KR unnu heimasigra. 21:02 Keflavík - FH 3-1, Patrik Redo var að auka forystu Keflvíkinga. Staðan orðin 3-1 og Keflavík á leið áfram. 21:00 Keflavík - FH 2-1, FH-ingar voru að minnka muninn. Það eru tvær mínútur eftir af venjulegum leiktíma. 20:58 Helgi Sigurðsson fékk fínt færi en skot hans varið af Casper. 20:44 Marel náði að hrista af sér Barry Smith í teignum og virtist vera brotið á honum. Engin vítaspyrna hinsvegar dæmd og er Ólafur Kristjánsson allt annað en sáttur á bekknum. Skiljanlega því séð frá blaðamannastúkunni virtist þetta vera klárt víti. 20:42 Áhorfendur í Kópavogi: 708 20:39 Breiðablik - Valur 1-0, Blikar ná verðskuldað forystunni. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði beint úr aukaspyrnu, undir varnarvegginn. Fyrsta mark Jóhanns á Íslandsmóti fyrir meistaraflokk Breiðabliks. 20:37 Marel í dauðafæri en Kjartan nær að verja. Marel fer ekki lítið illa með þessi færi sem hann fær og jaðrar þetta við að verða orðið vandræðalegt. 20:29 Sigurbjörn Hreiðarsson og Albert Brynjar Ingason eru komnir inn sem varamenn í liði Vals. Vallarþulur tilkynnir stoltur að Sigurbjörn starfar sem grunnskólakennari í Kópavogi. 20:25 Blikar náðu að setja knöttinn í markið en Nenad Zivanovic var dæmdur rangstæður. Fyrsta markið í Kópavogi liggur í loftinu. 20:22 Jóhann Berg með stórhættulegt skot úr aukaspyrnu. Frábærlega varið hjá Kjartani í markinu. Blikar hafa fengið nær öll færin í þessum leik. 20:19 Strax í upphafi seinni hálfleiks komst Marel í virkilega gott færi en Kjartan varði skotið. 20:09 Á KR-vellinum er verið að steggja David Winnie sem gerði garðinn frægan í búningi KR á árum áður. Winnie er að ganga í það heilaga og er í hálfleiknum að taka aukaspyrnur og fleira skemmtilegt. Hann er ekki í sínu besta ástandi... orðum það svo. 20:02 Arnór Sveinn Aðalsteinsson fékk virkilega gott skallafæri til að koma Blikum yfir en skalli hans laus og beint á Kjartan Sturluson. Flautað hefur verið til hálfleiks og þá skellir maður sér á Kópavogsdjús. 19:55 KR - Fram 2-0, Viktor Bjarki Arnarsson var að koma KR tveimur mörkum yfir. Það vantar ekki flugið á Vesturbæjarliðinu um þessar mundir. 19:50 KR - Fram 1-0, Björgólfur Takefusa hefur skorað í sjöunda leiknum í röð! Björgólfur kom einmitt KR í sextán liða úrslit VISA-bikarsins með því að skora sigurmark KR gegn KB í 32-liða úrslitum. 19:46 Marel Jóhann Baldvinsson og Pálmi Rafn Pálmason hafa fengið fín færi til að skora fyrsta mark leiksins á síðustu mínútum. Marel hefur enn ekki skorað í sumar og sjálfstraustið virðist vera eftir því. 19:43 Keflavík - FH 2-0, Guðjón Árni Antoníusson hefur komið Keflavík í 2-0 í viðureign tveggja efstu liða Landsbankadeildarinnar. 19:41 Dómaratríóið hefur átt í miklu basli í Kópavoginum. Jóhannes Valgeirsson hrasaði og steinféll í jörðina hér áðan við mikla kátínu áhorfenda. Annar aðstoðardómarinn missti síðan flaggið sitt skömmu síðar. 19:36 Leikurinn hefur nánast farið fram alfarið á vallarhelmingi Vals fyrstu tuttugu mínúturnar. Valsvörnin á undir högg að sækja. Heimamenn byrja betur. 19:33 Keflavík - FH 1-0, Guðmundur Steinarsson hefur komið Keflavík yfir gegn FH. 19:27 Fyrsta marktilraunin. Marel Baldvinsson skallaði yfir. Nokkuð erfitt færi fyrir Marel sem þurfti að teygja sig til að ná til knattarins. 19:24 Leikirnir eru farnir af stað. Leikurinn hér í Kópavoginum fer mjög rólega af stað og ekkert er að frétta úr hinum tveimur leikjunum einnig. 19:14 Liðin eru komin út á Kópavogsvöll. Hér er virkilega fámennt í stúkunni en vonandi fjölgar á næstu mínútum. 18:55 Hér eru Akureyrarbanar að mætast í Kópavogi. Breiðablik sló út Þór í 32-liða úrslitum en Valur vann Þór. Þegar þessi lið mættust í Landsbankadeildinni fyrr í sumar skoraði Albert Brynjar Ingason eina mark leiksins og tryggði Val stigin þrjú. 18:40 Byrjunarliðin eru komin í leik KR og Fram. KR: Stefán Logi Magnússon (m), Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Pétur Marteinsson, Jónas Guðni Sævarsson, Guðjón Baldvinsson, Óskar Örn Hauksson, Björgólfur Takefusa, Ingimundur Níels Óskarsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson. Fram: Hannes Þór Halldórsson (m), Ingvar Ólason, Paul McShane, Reynir Leósson, Daði Guðmundsson, Heiðar Geir Júlíusson, Samuel Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Örn Kató Hauksson, Halldór Hermann Jónsson, Jón Orri Ólafsson. 18:35 Byrjunarlið Vals: Kjartan Sturluson (m), Barry Smith, Atli Sveinn Þórarinsson, Birkir Már Sævarsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Helgi Sigurðsson, Pálmi Rafn Pálmason, Rene Carlsen, Bjarni Ólafur Eiríksson, Guðmundur Benediktsson, Rasmus Hansen. 18:31 Byrjunarlið Breiðabliks: Casper Jacobsen (m), Srdjan Gasic, Nenad Petrovic, Arnar Grétarsson, Guðmundur Kristjánsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Marel Jóhann Baldvinsson, Kristinn Jónsson, Nenad Zivanovic, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Finnur Orri Margeirsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira