Íslenski boltinn

Botnbaráttan í brennidepli

Elvar Geir Magnússon skrifar
HK og ÍA eiga mikilvæga leiki í kvöld.
HK og ÍA eiga mikilvæga leiki í kvöld.

Þrír leikir verða í Landsbankadeild karla í kvöld en með þeim lýkur 10. umferð deildarinnar. Fylgst verður með öllum leikjunum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins en óhætt er að segja að botnbaráttan sé í aðalhlutverki í kvöld.

Þrjú neðstu lið deildarinnar eiga öll heimaleiki. HK situr í neðsta sæti og þarf nauðsynlega á sigri að halda gegn nýliðum Fjölnis. Grafarvogsliðið kemst upp að hlið KR í þriðja sætinu með sigri.

Leikurinn í Kópavogi hefst 20:00 en hinir tveir leikirnir 19:15. ÍA er í næstneðsta sæti og tekur á móti Grindavík sem er í 9. sæti. Ef Skagamenn ná þremur stigum munu þeir komast úr fallsæti.

Fylki hefur gengið ansi erfiðlega síðustu vikur en liðið leikur gegn Breiðabliki í kvöld. Árbæjarliðið er í þriðja neðsta sæti en Blikar í því sjöunda.

Smelltu hér til að fara á Boltavaktina






Fleiri fréttir

Sjá meira


×