Íslenski boltinn

Björgólfur markahæstur

Elvar Geir Magnússon skrifar

Björgólfur Takefusa virðist óstöðvandi í sóknarlínu KR um þessar mundir. Hann skoraði í gær í áttunda leik sínum í röð og þar af í sínum sjötta leik í Landsbankadeildinni í röð.

Björgólfur er sem stendur markahæstur í deildinni með níu mörk en á eftir honum koma Guðmundur Steinarsson, Keflavík, og Pálmi Rafn Pálmason, Val. Báðir hafa þeir skorað sjö mörk í Landsbankadeildinni. Pálmi skoraði bæði mörk Vals í 2-0 sigri á Fram á Vodafone-vellinum í gær. Hér að neðan má sjá markahæstu leikmenn deildarinnar.

9 mörk - Björgólfur Takefusa, KR (3 víti)

7 mörk - Pálmi Rafn Pálmason, Valur

7 mörk - Guðmundur Steinarsson, Keflavík (3 víti)

6 mörk - Atli Viðar Björnsson, FH

5 mörk - Prince Rajcomar, Breiðablik

5 mörk - Guðjón Baldvinsson, KR










Fleiri fréttir

Sjá meira


×