Paul Mcshane spilar eftir allt saman með Fram Framarar fengu góðan liðstyrk í dag þegar Paul Mcshane ákvað að spila með liðinu en hann hafði áður tilkynnt að hann ætlaði að vera í Skotlandi í sumar. Íslenski boltinn 12. maí 2009 14:38
Haukur Ingi: Heilsan ekki verið svona góð í fimm ár Það gladdi stuðningsmenn Keflavíkur mjög í kvöld að sjá Hauk Inga Guðnason aftur í Keflavíkurtreyju. Haukur Ingi var sprækur í leiknum en fór af velli á 67. mínútu. Íslenski boltinn 11. maí 2009 21:58
Ásgeir Gunnar: Verðum að halda haus „Það var auðvitað erfitt að vera einum manni færri í 70 mínútur og sérstaklega við þessar aðstæður. Við seldum okkur dýrt en það dugði ekki til að þessu sinni," sagði FH-ingurinn Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eftir 1-0 tapið í Keflavík í kvöld. Íslenski boltinn 11. maí 2009 21:49
Hólmar: Kominn tími á mark frá mér „Þessi sigur skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Sérstaklega þar sem við erum með tiltölulega nýtt lið í höndunum. Það er ekki til meiri hvatning fyrir framhaldið en sigur gegn meisturunum í fyrsta leik," sagði Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson sem skoraði eina mark leiksins á Sparisjóðsvellinum í kvöld. Íslenski boltinn 11. maí 2009 21:41
Davíð Þór með rautt spjald eftir aðeins 20 mínútur Íslandsmeistarar FH-inga þurfa að spila manni færri í 70 mínútur í leik sínum á móti Keflavík í Pepsi-deildinni eftir að fyrirliði liðsins, Davíð Þór Viðarsson, fékk að líta rauða spjaldið eftir 20 mínútna leik. Íslenski boltinn 11. maí 2009 19:49
FH-ingar hafa ekki tapað deildarleik í maí í fimm ár Íslandsmeistarar FH-inga hefja titilvörnina í Keflavík í kvöld þegar lokaleikur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla fer fram. FH og Keflavík háðu einmitt einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í fyrrasumar. Íslenski boltinn 11. maí 2009 17:30
Jónas skorar á Bjarna að fórna hárinu KR-ingarnir Jónas Guðni Sævarsson og Bjarni Guðjónsson ræddu það mikið í vetur að vera með veðmál um hvor þeirra yrði á undan að skora í Pepsi-deildinni. Íslenski boltinn 11. maí 2009 16:35
Heimir: Valur er víti til varnaðar „Það er mikil tilhlökkun í okkar herbúðum að byrja mótið. Núna er hinu skemmtilega íslenska undirbúningstímabili loksins lokið og menn klárir í bátana," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Íslenski boltinn 11. maí 2009 16:08
Umfjöllun: Hólmar Örn afgreiddi meistarana Hólmar Örn Rúnarsson tryggði Keflavík öll stigin á móti FH í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla. Keflavík vinnur því ríkjandi Íslandsmeistara annað árið í röð í fyrsta leik á heimavelli. Íslenski boltinn 11. maí 2009 15:58
Línumaður Vals er sálfræðingur Keflavíkurliðsins í fótbolta „Það er mjög góð stemning fyrir þessum leik í kvöld og ég finn að það er myndast stemning hjá fólkinu hérna í Keflavík," sagði glaðbeittur þjálfari Keflavíkurliðsins, Kristján Guðmundsson, við Vísi en Keflavík tekur á móti Íslandsmeisturum FH í kvöld í stórleik 1. umferðar Pepsi-deildarinnar. Íslenski boltinn 11. maí 2009 14:40
Heildarumfjöllun um Pepsi-deildina á Vísi Eins og glöggir lesendur Vísis tóku eftir í gærkvöldi þá býður Vísir upp á einstaka heildarumfjöllun um Pepsi-deildina á netinu. Íslenski boltinn 11. maí 2009 14:28
Arnar afsalaði sér fyrirliðabandinu hjá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem fyrirliði Breiðabliks í Pepsi-deildinni en það gerði Arnar þar sem hann er orðinn spilandi aðstoðarþjálfari liðsins. Kári Ársælsson hefur tekið við fyrirliðabandinu og var fyrirliði í sigrinum á Þrótti í gær. Íslenski boltinn 11. maí 2009 10:00
Gunnar: Við vorum bara að horfa á í fyrri hálfleik Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar, var ekki ánægður með fyrri hálfleikinn í 1-2 tapi á móti Blikum í kvöld en liðið brást vel við breytingum hans í leikhléi. Íslenski boltinn 10. maí 2009 22:30
Umfjöllun: Góður fyrri hálfleikur dugði Blikum á móti Þrótti Breiðablik vann 2-1 sigur á Þrótti í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla á Kópavogsvellinum í kvöld. Breiðablik var 2-0 yfir í hálfleik en allt annað Þróttaralið kom inn á í hálfleik og litlu munaði að Þróttarar næðu að jafna. Íslenski boltinn 10. maí 2009 22:27
Umfjöllun: Stjarnan á toppinn Stjarnan stimplaði sig af krafti inn í Pepsi-deild karla í knattspyrnu þegar þeir mættu Grindavík í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu öruggan sigur á slökum Grindvíkingum og ljóst að Stjörnumenn ætla sér annað og meira en menn höfðu gert ráð fyrir í upphafi móts. Íslenski boltinn 10. maí 2009 22:21
Ólafur: Sáttur við þrjú stig á móti erfiðum andstæðingi Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 2-1 sigur á Þrótti enda liðið búið að gera betur en undanfarin tvö sumur þegar liðið náði aðeins jafntefli í sínum fyrtsa leik. Íslenski boltinn 10. maí 2009 22:15
Hannes: Vona að Óli Jó hafi verið á vellinum Hannes Þór Halldórsson markvörður Fram hélt hreinu í fyrsta leik Íslandsmótsins gegn ÍBV í kvöld. Hannes hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína undanfarið og lét Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari þau orð meðal annars falla rétt fyrir mót að hann ætlaði að fylgjast vel með Hannesi í sumar. Íslenski boltinn 10. maí 2009 22:01
Eysteinn Húni: Þeir voru miklu betri Eysteinn Húni Hauksson spilaði í vörn Grindvíkinga í kvöld þegar þeir biðu lægri hlut gegn Stjörnumönnum. Hann var vitaskuld ekki ánægður með leik síns liðs. Íslenski boltinn 10. maí 2009 22:00
Umfjöllun: Framsigur í Laugardalnum Fram sigraði ÍBV 2-0 í Laugardalnum í kvöld. Það voru þeir Heiðar Geir Júlíusson og Hjálmar Þórarinsson sem skoruðu mörkin fyrir Fram. Íslenski boltinn 10. maí 2009 21:54
Tómas: Þessir leikmenn eru ekki að elta peninga Hinn tvítugi Tómas Þorsteinsson, Fylkismaður og sonur sjónvarpsmannsins Þorsteins Joð Vilhjálmssonar, lék sinn fyrsta leik í efstu deild í kvöld. Hann átti virkilega flottan leik og gjörsamlega „snýtti" reynsluboltanum Ólafi Páli Snorrasyni. Íslenski boltinn 10. maí 2009 21:54
Reynir: Áfall að fá á sig mark „Þetta var baráttuleikur og hvorugt liðið var kannski ekki beint ofan á í þeirra baráttu. Fylkir gaf ekki mörg færi á sér og þeir fá svo ódýrt mark. Það er oft svolítið áfall að fá á sig mark. Það tók okkur tíma að ná okkur eftir það," sagði Reynir Leósson, leikmaður Vals, eftir tapið gegn Fylki í Árbænum. Íslenski boltinn 10. maí 2009 21:42
Heiðar Geir: "Fínt að skora með skalla þegar maður er einn og ekkert" "Ég var mjög svekktur með að vera ekki í byrjunarliðinu eins og sást á mér í dag. Ég ætlaði að sýna þjálfaranum að það tæki ekki langan tíma fyrir mig að setja mark mitt á leikinn og það tókst. Ég ætla mér inn í þetta lið í næsta leik," sagði Heiðar Geir Júlíusson leikmaður Fram eftir að hafa skorað aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn á í 2:0 sigri á ÍBV í kvöld. Íslenski boltinn 10. maí 2009 21:42
Steinþór: Auðvitað höfum við trú á liðinu Stjörnumenn komu mörgum á óvart í kvöld þegar þeir unnu öruggan 3-1 sigur á Grindavík í kvöld og Steinþór Freyr Þorsteinsson var auðvitað ánægður með sigurinn. Íslenski boltinn 10. maí 2009 21:37
Jónas: Skora á Bjarna að raka af sér hárið Jónas Guðni Sævarsson var vitanlega ánægður með 2-1 sigur sinna manna í KR á Fjölni í opnunarleik Pepsi-deildar karla í dag. Íslenski boltinn 10. maí 2009 20:00
Umfjöllun: Fylkir fékk flugstart á móti Val Ungt lið Fylkis gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti Val, 1-0. Frekar óvænt úrslit enda er Valsmönnum spáð toppbaráttu í sumar og hefur yfir talsvert sterkari hóp að ráða en Fylkismenn. Íslenski boltinn 10. maí 2009 18:15
"Af hverju ættum við að óttast ÍA?" „Af hverju? Skeit Skaginn ekki á sig í fyrra? Af hverju eigum við að óttast ÍA? Bara af því þeir heita Skaginn?“ spurði Hreinn Hringsson blaðamann eftir öruggan 3-0 sigur Þórs á ÍA í Boganum á Akureyri í dag. Spurningin snertist um hvort einhverjir aðrir en Þórsarar hefðu haft trú á svona stórum sigri á ÍA í fyrstu umferðinni. Íslenski boltinn 10. maí 2009 16:42
Skagamenn slegnir út af laginu - 3-0 tap fyrir Þór í 1. deildinni Flestir spáðu Skagamönnum rakleiðis upp í efstu deild karla í knattspyrnu en eftir fall síðasta sumar fer tímabil þeirra í 1. deildinni ekki vel af stað. Stuðningsmenn Þórs sáu ástæðu til að biðja þá afsökunar á fýluferðinni norður á Akureyri þar sem sprækir Þórsarar unnu öruggan 3-0 sigur á heillum horfnum Skagamönnum. Íslenski boltinn 10. maí 2009 16:14
Umfjöllun: Svart og hvítt hjá KR-ingum KR byrjar vel í Pepsi-deildinni í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Fjölni í opnunarleik mótsins í gær. KR-ingar lentu reyndar undir í fyrri hálfleik en tóku sig saman í andlitinu í þeim síðari og unnu sanngjarnan 2-1 sigur. Íslenski boltinn 10. maí 2009 14:07
Boltavaktin: Allir leikirnir í beinni Pepsi-deild karla hefst í dag og verður öllum leikjum sumarsins lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins eins og undanfarin ár. Íslenski boltinn 10. maí 2009 12:00
Stórsigur Blika Breiðablik vann 6-1 sigur á Þór/KA í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna sem fór fram í dag. Íslenski boltinn 9. maí 2009 16:31