Íslenski boltinn

FH-ingar hafa ekki tapað deildarleik í maí í fimm ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingar hafa verið frábærir í maí undanfarin fjögur ár.
FH-ingar hafa verið frábærir í maí undanfarin fjögur ár. Mynd/Viilhelm

Íslandsmeistarar FH-inga hefja titilvörnina í Keflavík í kvöld þegar lokaleikur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla fer fram. FH og Keflavík háðu einmitt einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í fyrrasumar.

FH-ingar hafa spilað sextán deildarleiki í maí undanfarin fjögur tímabil án þess að tapa. FH-liðið hefur unnið fimmtán þessara leikja og gert eitt jafntefli. Markatalan í þessum sextán leikjum er 44-10 þeim í hag en þeir hafa skorað 2,8 mörk að meðaltali í þessum leikjum.

FH-ingar voru búnir að að vinna fjórtán leiki í röð í maí þegar þeir gerðu 4-4 jafntefli við Þróttara í 3. umferð Landsbankadeildarinnar í fyrra. Þróttarar tryggðu sér þá stig með marki í uppbótartíma.

Síðasta tap FH-inga í maímánuði var á Fylkisvellinum 22. maí 2004. Fylkir vann leikinn 1-0 og var það Þorbjörn Atli Sveinsson sem skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu.

FH gerði 1-1 jafntefli við FH í næsta leik á eftir sem var einnig í maí og hefur því leikið 17 leiki í röð í maímánuði án þess að tapa.

Síðustu sextán leikir FH-inga í maí:

2008

25. maí KR (heima) 2-0 sigur

19. maí Þróttur (úti) 4-4 jafntefli

15. maí ÍA (heima) 2-0 sigur

10. maí HK (úti) 4-0 sigur

2007

29. maí Fram (úti) 2-0 sigur

24. maí HK (heima) 4-0 sigur

20. maí Keflavík (úti) 2-1 sigur

12. maí ÍA (úti) 3-2 sigur

2006

28. maí Fylkir (úti) 2-1 sigur

25. maí ÍA (heima) 2-1 sigur

21. maí Valur (úti) 2-0 sigur

14. maí KR (úti) 3-0 sigur

2005

29. maí KR (úti) 1-0 sigur

26. maí ÍBV (heima) 3-0 sigur

22. maí Grindavík (úti) 5-1 sigur

16. maí Keflavík (úti) 3-0 sigur

Samanlagt:

Leikir 16

Sigrar 15

Jafntefli 1

Töp 0

Mörk skoruð 44

Mörk fengin á sig 10

Stig 46 (af 48 mögulegum)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×