Íslenski boltinn

Steinþór: Auðvitað höfum við trú á liðinu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Steinþór Freyr Þorsteinsson í leik með Blikum síðasta sumar
Steinþór Freyr Þorsteinsson í leik með Blikum síðasta sumar Mynd/Anton

Stjörnumenn komu mörgum á óvart í kvöld þegar þeir unnu öruggan 3-1 sigur á Grindavík í kvöld og Steinþór Freyr Þorsteinsson var auðvitað ánægður með sigurinn.

"Hver er ekki ánægður með sigur í fyrsta leik? Það á auðvitað að peppa okkur upp að fá svona hrakspár fyrir mót eins og við erum búnir að fá. Við förum í hvern leik til að vinna hann og markmiðið í kvöld var að vinna og svo förum við að hugsa um næsta leik," sagði Steinþór í samtali við Vísi að leik loknum.

Steinþór kom frá Breiðabliki fyrir tímabilið en þar fékk hann fá tækifæri. "Þetta var auðvitað ástæðan fyrir því að ég fór frá Blikunum og það er ekkert betra en að fá að spila 90.mínútur í leik."

"Eins og allir sáu í þessum leik erum við með flott lið. Við höfum ekki sett okkur neitt sérstakt markmið varðandi sæti í deildinni. Við tökum bara einn leik fyrir í einu og setum okkur markmið í samræmi við það. Við höfum auðvitað trú á liðinu og teljum okkur vera með nógu sterkan hóp til að gera fína hluti í þessari deild," sagði Steinþór kampakátur í leikslok.




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×